Lýðskrum Steingríms

Þorsteinn Pálsson skrifar fínan pistil í Fréttablaðinu í gær.  Þar gagnrýnir hann vinnubrögð og ummæli forystumanna ríkisstjórnarflokkanna við skattkerfisbreytingarnar sem þau eru búin að boða.

Þorsteinn skrifar:

"Fjármálaráðherra hefur sagt að bylta þurfi skattkerfinu fyrir þá sök að gamla kerfið sé reist á flötum tekjuskatti frjálshyggjuhagfræðinnar. Fjölmiðlar hafa endurvarpað þessari fullyrðingu athugasemdalaust án þess að leita svara við því hvort hún hafi við einhver rök að styðjast. Það sem meira er: Engir stjórnmálamenn hafa andmælt henni.

Hvernig víkur þessu við í raun og veru? Svarið er skýrt: Það er einfaldlega rangt að núverandi kerfi byggist á því sem kallað er flöt skattlagning. Með því að persónuafslátturinn er föst krónutala felst í kerfinu stighækkandi álagning eftir tekjum upp að ákveðnu marki. Segja má að kerfið feli í sér sérstakt skattþrep fyrir hvern skattgreiðanda.

Fullyrðing fjármálaráðherra um þetta efni er þar af leiðandi ósönn. Jafnframt liggur fyrir að óþarft er að kollvarpa kerfinu og eyðileggja einfaldleika þess til að ná fram stighækkandi skatti eftir tekjum.

Hvað þá með frjálshyggjuhagfræðina? Svarið er þetta: Sú pólitíska leiðsögn sem embættismenn fjármálaráðuneytisins höfðu 1986 til 1987 var samkomulag þáverandi ríkisstjórnar við Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið. Einn helsti hugsuðurinn var þáverandi hagfræðingur Alþýðusambandsins. Pólitíska leiðsögnin byggðist á víðtækri málamiðlun og sátt.

Staðhæfing fjármálaráðherra um frjálshyggjuhagfræði er lýðskrum af versta tagi og óvirðing í garð þeirra fulltrúa Alþýðusambandsins sem tóku þátt í stefnumótuninni á sínum tíma af heiðarleika og trúmennsku gagnvart hagsmunum umbjóðenda sinna.

Fjármálaráðherra verður hins vegar að njóta sannmælis. Hann var að því leyti víðsýnni árið 1987 en nú að þá stóð hann og flokkur hans með kerfisbreytingunni. Fyrsta ákvörðunin um að láta persónuafslátt og barnabætur ekki fylgja lánskjaravísitölu eins og um var samið við verkalýðshreyfinguna í byrjun var svo tekin af ríkisstjórn sem bæði núverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra sátu í. Þá var ekki minnst á frjálshyggju." (Birtist í Fréttablaðinu 21. nóv 2009)

Ég hef mjög gagnrýnt vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar.  Þau endurspeglast enn á ný í hvernig þau hafa unnið skattatillögur sínar.  Enginn veit hverjir það eru sem eru að vinna þær, hugmyndum er sífellt kastað á loft og svo dregið í land eða hrein u-beygja tekin.  Ekkert samráð er haft við aðila vinnumarkaðarins né stjórnarandstöðuna og allt kemur á síðustu stundu inn í þingið.

Nú stígur hver sérfræðingurinn fram á fætur öðrum og bendir á að með hugmyndum ríkisstjórnarinnar sé verið að kollsteypa staðgreiðslukerfinu sem hefur reynst vel, verið einfalt í framkvæmd og almennt lítið til umræðu í samfélaginu.

Breytingarnar sem þau leggja til munu auka flækjustigið, minnka gagnsæið og draga úr jafnrétti kynjanna í samfélaginu.

Enn á ný er þessi ríkisstjórn að verða sér til skammar og skaða þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Mikið til í þessu og mál til komið að vakin sé athygli á því að í raun hefur verið 0% skattur á tekjur undir frítekjumarki.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.11.2009 kl. 21:14

2 identicon

Með því að láta persónuafslátt ekki hækka hefur skattur verið nánast flatur. Þetta er kennt í skóla. ÞÞ

ÞÞ (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Enn á ný er þessi ríkisstjórn að verða sér til skammar og skaða þjóðina"

Nær væri þér að líta í eigin barm Eygló, áður en þú berð upp svona ásakanir. Framsóknarflokkurinn ber höfuðábyrgð á hruninu ef þú ert búin að gleyma því og enn þann dag í dag þá standið þið framsóknarmenn með kvótabröskurum og á móti þjóðinni. Það heitir að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Ef hægt er að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir eitthvað þá er það að ekki er nóg að gert til tekjujöfnunar í gegnum skattkerfið.  En stjórnmálamenn hafa enga sómakennd, þeir eru bara hagsmunagæslumenn.  Aumir skósveinar flokkseigendanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Eygló litla, þá var nú öldin önnur þegar þið framsóknarmenn stóðuð blóðugir uppað öxlum með Sjálfstæðisflokknum við að efla græðgi og auka ójöfnuð með óbeisluðum frjálshyggjukapítalisma.

Það færi mun betur á, fyrir ykkur framsóknareignirnar, að hafa hægt um ykkur þegar kemur að gegnrýni á ríkisstjórnina. Ykkar hlutur í hruninu er stór og hann er ekki gleymdur eins og þið virðist halda.

Jóhannes Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ef einhver keyrir á bílinn minn þá á ég sjálfkrafa rétt á að keyra á næsta bíl? Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn - og við stöndum eftir líkt og Jóhannes orðar það blóðug upp að öxlum a la þjóðveldisöldin?

Rökin eru sem sagt að enginn á a læra neitt af reynslunni og batnandi mönnum fer ekki best að lifa...

Eða kannski snúast þessar athugasemdir um að innst inni vita menn að þessi vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar og það verður að gera betur ef við ætlum í raun að endurreisa Ísland og breyta þessu samfélagi.

Eygló Þóra Harðardóttir, 23.11.2009 kl. 16:02

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jóhannes góður  held við Sálfstæðismenn sem og Framsókn þurfum að taka extra vel til í okkar bakkgörðum ætlum við að ná til þín kallinn sem og margra annara einnig

Jón Snæbjörnsson, 23.11.2009 kl. 19:42

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þessi ríkistjórn hinna vinnandi  stétta setur lög í júlí um að skerða bætur lífeyrisþega um það sem  þeir fá frá lífernissjóum sem  þeir hafa greitt til og enginn munur gerður þar á.

Var í dag á fundi þar sem mér var tjáð að til  mæðrastyrksnefndar kæmu nú ellilífeyrisþegar niðurbrottnir og ættu ekki fyrir mat hverslags meðferð er þetta á eldriborgurum þessa lands Jóhanna ætti að skammast sín fyrir að láta sé detta þetta í hug hvað þá heldur að framkvæma svona lagað.          

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 21:43

8 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jóhannesar þið tveir...

Sökudólgar hrunsins... Eru m.a. þeir sem héldu um stjórnvölin í Framsókn á þeim tíma.  Það er klárt, og það hafa menn viðurkennt þó að það sé ekki eitthvað sem mönnum finnst ljúft...

En hvenær er erfðarsyndin greidd??

Er ekki nóg að skipta út forustu flokksins, og setja nýtt fólk í brúnna??

En ef við skiptum um kennitölu og nafn??

Einhverjir höfðu á orði að það væri nær fyrir þetta ágæta fólk, sem býður sig fram til trúnaðarstarfa fyrir Framsókn, að stofna nýjan flokk...

En hver er munurinn ef fólkið er það sama??  er ekki aðalatriðið að fá nýtt fólk frekar en nýjar kennitölur með gömlu fólki??

Eiður Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 00:35

9 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Eiður við skulum bíðam með dóma þar til ransóknarnefndin skylar sinni skýrslu og þá kemur í ljós hver er ábirgur fyrir hverju.

Þú vilt meina að það sé betra að stofna nýtt afl í anda Framsóknar með Framsóknarmönnum þá hlítur þú að byðja Arion að skipta um nafn og kennitölu á Högum og Bónus og Baugi og öllum þeim fyrirtækjum með nýju fólki er það ekki, það koma þá tilmæli frá þínu fólki að taka hrun mennina úr valdastólunum þannig að þeir byrji ekki á sömu vitleysunni aftur.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.11.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jón, þú ert eitthvað að misskilja mig.

Kennitöluflakk og nafnabreytingar eru EKKI lausnin, lausnin þarf að koma innanfrá með endurnýjun frá fólkinu sem stendur að viðkomandi hlut, hvort sem er um að ræða stjórnmálaafl eða fyrirtæki.

Gefum okkur það að Hagar verði almenningshlutafélag með dreifðri eignaraðild, eða Bónus eða eitthvað annað íslenskt fyrirtæki sem stjórnað hefur verið óskynsamlega undanfarin ár, er þá viðkomandi fyrirtæki í sömu sporum og það var fyrir eigenda/stjórnendaskipti??

Það er margt sem olli hruninu, einn áhrifavaldurinn var t.d. ónógt utanumhald og regluverk í kringum bankana, þar brást löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið illa, en þó að það hefði verið í lagi er ég ekki viss um að hruninu hefði verið forðað, heldur hefði skellurinn kanski verið eitthvað mýkri.

En það er alveg rétt hjá þér að við eigum að spyrja að leikslokum og ekki kasta grjóti úr glerhúsum.

Það er eins og einn góður maður sagði: það vantar alla auðmýkt í íslenska stjórnendur og stjórnmálmenn, hæfileg auðmýkt er hverjum manni nauðsynleg..

Eiður Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband