17.8.2009 | 10:12
Helber sögufölsun
Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson, Björgvin G. Sigurðsson og fleiri stjórnarliðar hafa haldið því fram á undanförnu að alltaf hafi verið ætlunin að birta samningana við Breta og Hollendinga.
Það hrökk nánast ofan í mig þegar ég heyrði þessar fullyrðingar fyrst.
Eru menn algjörlega búnir að gleyma því að þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar báðu um að sjá samningana þá var hummað og haað. Skv. talsmönnum ríkisstjórnarinnar átti að ríkja trúnaður um samningana, og á meðan fór fram e-hv umræða á bakvið tjöldin um að það væri bara vesen að vera upplýsa þingmenn of mikið og myndi bara flækja málin...
Frá því að samningarnir voru undirritaðir liðu nær tvær vikur þar til hollenska samningnum var lekið til RÚV og Indefence hópsins af einhverjum sem hefur ofboðið framkoma íslenskra stjórnvalda.
Í framhaldinu var svo loksins ákveðið að aflétta trúnaði af breska samningnum. Töluverðan tíma tók samt að fá fram hið svokallaða Settlement agreement, þar sem íslenska samninganefndin gaf frá sér forgang í þrotabúið skv. íslenskum gjaldþrotalögum.
Og svo fullyrða þessir stjórnarliðar og talsmenn þess að samþykkja óbreyttan samning að allt hafi alltaf átt að vera upp á borðinu.
Ótrúleg ósvífni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eygló, trúir þú því sjálf að ekki hafi átt að birta Icesavesamninginn? Ef svo er, ertu viss um að þú sért fær um að vera þingmaður?
Unnur Kr.
Unnur G Kristjánsdóttir, 17.8.2009 kl. 11:42
Það er alveg rétt hjá þér Eygló að ekki átti að birta samninginn þrátt fyrir áróður stjórnarsinna um annað. Hlusti maður t.d. á ræðu fjármálaráðherra í þinginu 8. júní kemur í ljós að aðeins átti að birta helstu efnisatriði samningsins, ekki samninginn í heild sinni og ekki öll þau fylgigögn sem birt hafa verið. Það er ykkur sem börðust fyrir því að almenningur fengi að sjá þessi gögn að þakka að stór hluti þeirra var þó birtur á endanum. Ég vil ekki láta ríkisstjórnina ákveða fyrir mig hver helstu efnisatriði samningsins eru. Ég er fullfær um að lesa út úr því sjálfur.
Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 12:08
Unnur Kr.
Ég held nú að það hafi berlega komið í ljós að það átti aldrei að birta samninginn, heldur neyddist ríkisstjórnin til þess eftir að hluta hans var lekið.
Einnig tel ég það nú að að séu einmitt ráðherrarnir sem hafi sýnt það að þeir séu ekki færir í sínu starfi.
Það er víðtekin skoðun á Íslandi að aldrei hafi setið verri og vanhæfari ríkisstjórn á Íslandi.
Tóti Sigfriðs, 17.8.2009 kl. 12:16
Í tilkynningu um Icesavesamkomulagið sem birt var á vefnum www.island.is og send fjölmiðlum strax daginn eftir að samkomulag náðist kemur skýrt fram að næstu skref séu að kynna málið almenningi og leggja frumvarp fyrir Alþingi.
http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/upplysingamidlun/frettir/nr/879
Hverjum dettur í hug að halda því fram að þetta hafi ekki átt að birta?
Arnar (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 12:57
Það er tvennt ólíkt að kynna málið almenningi og birta samninginn og fylgigögn hans. Það liðu tvær vikur frá því samningurinn var undirritaður þar til hann var opinberaður. Það var einungis gert vegna þess að honum hafði þegar verið lekið og stjórnarandstaðan var búin að þrábiðja um hann í þinginu.
Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:25
Það er alveg óþarfi fyrir Framsóknarmenn að saka aðra flokka um svik og pretti. Við skulum öll muna eftir steinunum og glerhúsinu.
Björn Birgisson, 17.8.2009 kl. 18:05
Tja, þetta hiski virðis treysta á að fólk hafi gullfiskamynni.
Ég man einnig, að það stendur í greinargerð með Icesave frumvarpi, að skuldir ríkisins verði að hámarki, 1,25 VLF með tilliti til Icesave.
Í sömu vikunni, og frumvarpið var lagt fram, kom fram að skuldir þess væru þvert á móti 2,5 VLF sem fulltrúi AGS staðfesti.
Að mínu mati, að stjórnin skuli þá hafa leitt hjá sér þennan forsendubrest, enda er þetta ekki nein smávægileg villa og setur allar reikninga um greiðslugetu í fullkomið háaloft, sem sé fullkomin réttlæting þess að væna þau þaðan í frá, um undirlægjuhátt og jafnvel svik.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 18:12
Skömm að því hvernig stjórnarliðar hafa hagað sér í þessu máli.
En ég er ánægð með stjórnarandstöðuna að hafa staðið í fæturnar í þessu máli og verið harðir á sínu enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar sem um getur.
Ég hefði viljað sjá meiri staðfestu hjá Sjálfstæðismönnum en ég hef trú á því að þeir treysti á að fyrirvararnir séu nægilega miklir til að taka þurfi upp samninginn að nýju. Vonandi reynist það rétt hjá þeim.
Hálf hlægilegt að horfa upp á gleðibros stjórnarliða þessa dagana. Þetta er sama fólkið og vildi skrifa undir samninginn óbreyttan, án fylgigagna og helst ólesinn.
Nú vill þetta fólk fá klapp á kollinn.
Því skal ávalt haldið til haga að þessari niðurstöðu (sem þau eru að gleðjast yfir í dag) var ÞVINGAÐ upp á stjórnina, enda á hún engar þakkir skildar fyrir nokkuð sem tengist þessum samningi nema síður sé.
Hrafna (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:05
Brosin, eru blöff, beind að eigin liðsmönnum, til að slá ryki í þeirra augu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.