1.8.2009 | 14:48
Málpípur auðvaldsins
Grein Evu Joly í Morgunblaðinu í dag hefur eðlilega vakið mikla athygli. Í greininni tekur hún upp hanskann fyrir íslensku þjóðina, sem er nokkuð sem íslensk stjórnvöld hefðu með réttu átt að gera strax í október í fyrra. Betra seint en aldrei, en þó hefði óneitanlega verið þægilegra að vita til þess að hægt væri að treysta á forystumenn ríkisstjórnarinnar til að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar.
Þannig hefðu Steingrímur og Jóhanna kannski betur eytt föstudeginum í að skrifa greinar á borð við grein Evu Joly og birt í dagblöðum um alla Evrópu, þar sem almenningur er upplýstur um vanda þjóðarinnar og nágrannaþjóðir okkar beðnar um aðstoð svo við getum staðið við þær skuldbindingar sem okkur ber að standa við og ekkert umfram það.
Í stað þess fór föstudagurinn hjá þeim skötuhjúum í að boða til blaðamannafundar þar sem þau lögðust flöt fyrir AGS, Bretum og Hollendingum. Einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að heimurinn hafi nánast snúist á hlið þegar Jóhanna og Steingrímur eru orðin málpípur auðvaldsins, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim.
Eva Joly segir í grein sinni: Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags sem Ísland var holdgervingur fyrir þ.e. samfélags óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða sem þessir sömu aðilar tóku þátt í að móta Það er því ljóst að þeir sem ráða ferðinni hafa ekkert lært, heldur á að halda áfram á sömu braut.
Það merkilega er að þessi orð hennar eiga ekki síst við þau Jóhönnu og Steingrím. Sorglegt, en satt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En hvað með ykkur framsóknarmenn og konur??? Hafið þið sent greinar í erlend blöð og tímarít til að koma á framfæri því sama og frú EVA??? Framsóknarþingmenn eru líka kjörnir af þjóðnni á þing og geta ekki verið stikkfrí í þessu frekar en ríkisstjórn.
Þú fyrirgefur en mér finnst svo til allir þignmenn hafi brugðist er varðar kynningu á skoðunum landans á erlendri grund og mér finnst það ekkert sjálfgefið, þó auðvitað væri það eðlilegast að ríkisstjórnin sæi um það , en þið vitið það eins og við að ekki er verið að vinna þá vinnu, og hvað gerið þið þá??? Að mér sýnist EKKERT.
(IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:12
Vel mælt, Eygló, greinin hittir í mark. En hvað er annars auðvald? Ég veit þú hefur farið allhörðum orðum um kapítalisma, um leið og þú hefur (réttilega) mært samvinnustefnuna, en varla fordæmirðu frjálst framtak og atvinnufrelsi fólks og markaðsfrelsi hér á landi? Afar vel skil ég alla þá, sem hafa fengið meira en nóg og upp í kok af ógeði á sambræðslufyrirtækjum, stærilátum "Groups", sviksemi og yfirgangi stóreignamanna á síðustu árum, en það merkir samt ekki, að fólk vilji einhæft samvinnustefnu og/eða kommúnisma í staðinn.
Endurreisnin felst ekki hvað sízt í nýjum útgerðarmöguleikum og alls kyns nýsköpun, ferðaþjónustu og nýtingu tækifæra úti á landsbyggðinni, m.a. því, sem Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri fjallar um í ágætri Mbl.grein sinni í dag: Nýtum gjaldeyri í annað en þarflausan innflutning.
Jón Valur Jensson, 1.8.2009 kl. 15:26
Sæl Sigurlaug,
Já, kannski hefði ég átt að skrifa greinar í erlend blöð.
Það sem ég hef gert hins vegar er að reyna að afla upplýsinga um hver er hin raunverulega staða Íslands og eru ekki nema nokkrar vikur síðan við fengum upplýsingar um að erlend skuldastaða Íslands er mun verri en áður var gert ráð fyrir. Þessum upplýsingum reyndu Seðlabankinn, AGS og fjármálaráðuneytið að halda frá okkur.
Kannski hefði ég frekar átt að skrifa sjálf greinar en að vinna í að fá Michael Hudson til landsins, - sem hefur síðan skrifað fjöldann allan af greinum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu um stöðu Íslands. Kannski hefði ég mátt taka betur undir fullyrðingar hans um aðferðarfræði AGS og þá staðreynd að við stöndum í efnahagslegu stríði, en að trúa að núverandi ríkisstjórn væri í alvöru að reyna að komast að samkomulagi sem við getum staðið við með reisn.
Hins vegar vona ég að þú hafir tekið eftir því sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur gert sem einn af Indefence hópnum. Hann ásamt félögum sínum fór til Bretlands og talaði við fjölmiðla og þingmenn og lét vita af því hvernig væri verið að koma fram við okkur. Hann ásamt félögum sínum mótmælti harkalega að land okkar skyldi vera sett á lista yfir hryðjuverkamenn, á meðan núverandi utanríkisráðherra kom mótmælum okkar á framfæri með því að neita að láta taka mynd af sér með Gordon Brown.
Ég er viss um að Gordon Brown er enn þá alveg miður sín...
Ástæða þess að Eva Joly getur fært trúverðug rök fyrir máli sínu er m.a. barátta Framsóknarflokksins, Indefence og annarra við að draga fram raunverulega stöðu ríkissjóðs og ekki síður skilmála Icesave skuldbindinganna, sem átti að halda leyndum fyrir þjóð og þingi.
Eygló Þóra Harðardóttir, 1.8.2009 kl. 15:37
Það er rosalega gott, að fá þessa grein frá Joly - því munið eftir, hún er ESB sinni, var eftir allt saman, að taka sæti á Evrópuþinginu.
Það, og nákvæmlega nákvæmlegþað, gerir það mun erfiðara fyrir Samfylkingarfólkið í ríkisstjórninni, að láta eins og ekkert sé.
- Explosive - er rétta lýsingarorðið yfir þessa grein. Hún afhjúpar alla klæðalausu keisarana, hérlendis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.8.2009 kl. 16:02
Ég vil líka taka fram, varðandi greinina hans Gylfa, að sú sem hann skrifaði þann 1. júlí, hafði mun meira innihald.
Þar, sagði hann, miðað við 70% fengist upp í Icesave og upphæðin væri 415 milljarða, og einnig að aukning gjaldeyristekna þjóðarinnar væri 4,4%; að miðað við þær forsendur, myndi greiðsluhlutfall af gjaldeyristekjum verða 4,1%.
En, 6,9% ef aukning gjaldeyristekna, yrði engin.
Ég hef notað þessar tölur mikið undanfarið. Ég set inn dæmi, um færslu sem er orðinn um mánaðargömul:
-----------------------------------------------------------------
Samkvæmt nýjasta hefti peningamála, eru samanlagðar skuldir innlendra aðila og hins opinbera, 3.100 milljarðar króna, sem samsvarar 2,2 VLF (vergum landsframleiðslum).
Ef, ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sem gerir ráð fyrir að greiðslubyrði af einungis 415 milljörðum jafngildi - góð spá 4,1% af útflutningstekjum - eða - vond spá 6,9% af útflutningstekjum, sem jafngildir þörf fyrir samsvarandi afgang af gjaldeyrisjöfnuði Íslands; þá eru samsvarandi útreikningar fyrir 3.100 milljarða, - góð spá 31,5% útflutningstekna - en - vond spá 51,75% útflutningstekna.
Ef Icesave er tekið út, þá er skuldin 2.700 milljarðar, samt. Þá verður sami útreikningur - góð spá 26,65% útflutningstekna - en - vond spá 44,85% útflutningsekna.
Mér lýst alls ekki á hugmyndir, að fórna gjaldeyrisvarasjóðnum, því hugsanlega sé það hægt, né erlendum eignum Lífeyrissjóðanna, sem standa undir öldruðum hér á landi, sama hvað á gengur - svo fremi að þær eignir fá að vera í friði. Að mínum dómi, eiga þær eignir að vera algerlega heilagar. Ég dreg því ekki gjaldeyrisvarasjóð eða erlendar eignir lífeyrissjóða frá.
En, ef þ.e. rétt, að til séu seljanlegar erlendar eignir í eigu þrotabúa gömlu bankanna, upp á 500 milljarða króna, þá má hugsanlega lækka upphæðina um þá 500 milljarða, í 2.200 milljarða - liðleg 1,5 landsframleiðsla. Þá verður sami útreikningur - góð spá 21,73% útflutningstekna - en - vond spá 36,67% útflutningsekna.
------------------------------------------
Kv
Einar Björn Bjarnason, 1.8.2009 kl. 16:08
Sæl aftur og takk fyrir svörin.
Jú ég hef tekið eftir því sem Sigmundur Davíð hefur gert og er það vel, og ég er heldur ekki að efast um að þú sért að reyna gera þitt besta, hins vegar er spurningin kannski sú hvað er hið besta??
Að afla ganga er klárlega bráðnauðsynlegt eins og þú bendir á, en mín skoðun er sú að það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að almenningur úti í þessu löndum fari að hafa nasasjón af því hvað er í gangi, því venjulegt fólk þarna úti virðist trúa öllu hina versta, og að allt þetta sé íslendingum að kenna, og já ég tel því að þú og aðrir þeir sem eru til þess færir að rita á annara tungumálum og hafa þá skoðun að þetta er ekki einvörðungu mál okkar, hefðu átt að gera það og það óspart.
En það er enn hægt að grípa pennann og ef þú ert sammála Evu þá í guðanna bænum gerðu það, því þú ert fínn "penni".
Og mundu að það þarf að hugsa út fyrir ramman núna, það er fullreynt að nota gamlar aðferðir og þetta mál er ekki bara Íslands.
Með kveðju að austan
(IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:51
Sæl Eygló
Er ekki hægt að komast upp úr neikvæðu hjólförunum? Allt kolsvart? Vissulega er gott að vera í stjórnarandstöðu og geta leyft sér að hrópa og kalla á torgum. Vonda auðvaldið og allar gömlu góðu klisjurnar nýtast hér. Skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur eru óalandi og óferjandi og Gylfi ráðherra á ekki að vera að sperra sig því hann var ekki kosin á þing. Ekkert nema geðvonska og neikvæðni. Kjarkurinn talin úr þjóðinni og hrært í hausnum á almenningi sem veit ekki lengur hvað snýr upp eða niður.
Það eru engar líkur að icesave setji okkur á hausinn enn sumir eru haldnir þráhyggju þar um og vilja því helst láta þjóðina fara strax á hausinn enn vera ekkert að bíða í 7 ár með það. Var einhver að skammast út í spákonu sem spáði jarðskjálfta sem aldrei varð og hræða þar með landslýð? Ég held að stjórnandstöðuþingmenn og margir stjórnarþingmenn líka ættu að læra að hugsa áður enn talað er. Það þarf að nálgast icesave málið af jafnvægi og af ábyrgð. Stjórnandstaðan hefur gjörsamlega brugðist. Upphrópanir og dómsdagsspár eru daglegt brauð í þeim herbúðum.
Icesave moldviðrinu, þegar að er gáð, er þyrlað upp af gömlu klíkunum tengdum Sjálfstæðisflokknum með 3 meginmarkmið sem eru a) sprengja ríkisstjórnina, b) tefja endurreisn efnahagslífssins og kenna ríkisstjórninni um og c) að hindra framgang væntanlegra samningaviðræðna við EB með því að stofna til illinda við Breta, Hollendinga og aðrar nágrannaþjóðir.
Framsóknarmenn eru hér í hlutverki nytsömu sakleysingjana og standa sig vel í því hlutverki. Ég átta mig ekki á hvaða herrum Framsókn þjónar þessa dagana, enn ekki þjónar hún þjóðinni.
Einar Gunnar Birgisson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:06
Sæl
Hvar varst þú þegar Halldór og Davíð gáfu Sjálfstæðismönnum einn banka og Framsókn einn? Ef einhverjir bera ábyrgð á þessu ófremdar ástandi þá eru það þessir tveir flokkar Framsók og Sjálfstæðismenn. Þið komuð okkur í þessa ömulegu stöðu!
Það er beinlínis broslegt að sjá belginginn í ykkur á þingi. Þið látið bara eins og þið hafið ekkert komið að þessu. Þið ættuð að hafa vit á að skammast ykkar og hætta að henda steinum í þá sem eru að reyna að hreinsa upp eftir ykkur.
Hrafnkell S Gíslason, 1.8.2009 kl. 21:10
Veit nú ekki til þess að Eygló Harðardóttir hafi hafið afskipti af stjórnmálum fyrr en 2002 eða 2003, svo hún ber nú varla mikla ábyrgð á ákvörðunum Halldórs og Davíðs fyrir þann tíma.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 22:32
Ég fyllist reiði er ég les skrif þín Eygló Þóra. Og enda skrifar þú eins og dæmigerður framsóknarmaður. Svo gott að áfellast aðra, kenna öðrum um. Sjá flísina í auga annara en ekki bjálkann í auga þíns og eða annara framsóknarmanna. Hvað veldur því að fólk skuli yfir höfuð kjósa framsókn, veldur mér furðu og fjölda annara. Þegar litið er yfir feril ykkar framsóknarmanna í ríkistjórn undanfarinna 18 ára og í skjóli sjálstæðismanna þá skammast maður sín. Þegar þið vitandi vits komuð þjóðinn á kaldann klaka. Eða ætlar einhver að segja að þið hafið verið svona heimsk. Kannski það sé raunin. En þá kaus fólkið þetta yfir sig og eiga margir, þúsundir heimila um sárt að binda og þökk sé ykkur. Þúsundir eiga um svo sárt að binda að þeir sjá enga leið út úr feninu sem framsókn og sjálfstæðismenn kom þjóðinni í með sofanda hætti og sjálfsánægju, eða eigum við heldur ekki að segja með vitfirrtri stjórn landsins. Enda ekki fáir úr þessum hópi ykkar sem hafa horfið á braut úr stjórmálum með skottið millum fóta og er það vel. Vildi að ég gæti óskað þér eða ykkur góðs farnaðar í stjórnmálum en mér eð það lífsins ómögulegt.
Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:04
Sæl Eygló ekki veit ég til þess að þessir flokkar hafið gefið eytt eða neitt þessir Bankar voru að nafninu til seldir,ekki gastu þú eða þinn fliokkur séð hvað framundan var ekki ert þú skyggn og ekki sástu fram í tímann frekar en þessir tveir galgopar ekki vissu þeir hvað var framundan var, ég er alveg hissa á svona tali á þessum tveimur síðustu riturum.
Ég myndi ætla að þeir hafi haft það gott síðustu 18 árin eins og allflestir landsmenn ég veit ekki til en að önnurhver fjölskylda fór erlendis í frí á hverju ári og ekki gleyma að hér var stöðuleiki í öll þessi ár og fólk hafði það sæmilega gott þó megnið af okkur hafi aldrei fundið þetta svokallaða góðæri?.
Gunnlaugur Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 03:00
Þetta hljómar eins og aftur úr fortíð eftir að hafa lesið Kaupþingpappírana. framsóknarmenn verða að taka til hjá sér í æðstu trúnaðarstöðum. nú er einungis litið á þá sem hagsmunagæsluaðila spillingar. ÞÞ
þþ (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 15:02
Sæl!
Af hverju skrifarðu ekki um félagið Umtak ehf sem fékk 133 milj. EC. Þetta félag á meirihluta í N1. BNT HF er móðurfélag N1. Eignarhald er meðal annars á herðum fjölskyldu núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og var hann áður stjórnarformaður þessa félags. Aðrir eigendur eru m.a. Fjárfestingafélagið Máttur ehf. þar sem Gunnlaugur Sigmundsson, faðir núverandi formanns Framsóknarflokksins, er í fyrirsvari. Félagið Gift fékk 167 milj. EC. Þetta félag er núna eignarlaust. Af hvaða Framsóknarmanni keypti félagið verðlaus hlutabréf. Er ekki rétt að svona viðskipti gangi til baka. Hvaða framsóknarmaður fer þá á hausinn? þess í staðinn ertu í neikvæðri stjórnarandstöðu. Byrjaðu nú á því að taka til í framsóknarflokknum. Kondu svo ef þú er þá ennþá lifandi í landsmálin. Annars verðurðu stimpluð sem hagsmunagæslumaður fárra framsóknarmanna. Þþ
þþ (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:37
Sæl Eygló
Það er alveg merkilegt að fylgjast með skrifum í bloggheimi. Hér skirfar þú ágæta grein um skrif Evu og stöðuna í kynningarmálum þjóðarinnar sem eiga að sjálfsögðu að vera á forræði forsætisráðherra.
En hvað gerist í athugasemdunum. Skítkast út í framsókn og jafnvel foreldra einstakra þingmanna, bíð bara eftir því að afarnir og ömmurnar verði dregnar fyrir bloggheim. Svo segist sumt af þessu liði vera að ræða pólitík.
Las athugasemdir við frétt á Eyjunni gær, blöskraði algerlega skítkastið sem kom fréttinni ekkert við og er greinilega ekki búin að ná því ennþá.
Jóhanna G (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 10:52
Íslenskt viðskiptalíf sleit sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Fyrir það blæðir almenningur núna. Hluti af almenning styður framsókn. þetta er ekki skítkast heldur staðreynd málsins. ÞÞ
þþ (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.