20% fyrir okkur öll!

Ísland í dag fjallaði um greiðsluvanda heimilanna í kvöld.  Þar sagði einn viðmælandi að hann sæi engan tilgang í að halda þessu áfram.  skuldirnar væru óbærilegar, og ef eina úrræðið yrði greiðsluaðlögun þá myndi hann og konan eiga 12 ára gamlan bíl, ekkert í íbúðinni, sömu gömlu námslánahúsgögnin og borða grjónagraut þrisvar í viku.

 

Frekar væri hann tilbúinn að verða gjaldþrota og vonast til þess að lánardrottnar myndu leyfa kröfunum að fyrnast þegar væri búið að hirða af honum íbúðina og bílinn.

 

Aðrir viðmælendur bentu á að hærri vaxtabætur myndu lítið gagnast þeim þar sem þau væru of tekjuhá og með of miklar eignir.

Einnig var bent á lán til 70 ára hjá bönkunum sem hluti af greiðsluúrræðum þeirra fyrir fólk í vanda.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og einn helsti talsmaður hennar í vanda heimilanna, "huggaði" kjósendur með að þeir ættu nú engin önnur úrræði en að halda áfram að borga.  Þeir þyrftu nú hvort sem er að greiða húsaleigu, - og þannig gætum við væntanlega litið á greiðslu vaxta sem húsaleigugreiðslur.

Björn Þorri, lögmaður og einna ötulasti talsmaður heimilanna og fyrirtækjanna í landinu í dag, benti á að í dag eru tug þúsunda heimila á bjargbrúninni.  Eina leiðin til að koma í veg fyrir algjört kerfishrun er sanngjörn leiðrétting og niðurfærsla á skuldum fólks.

Stjórnvöld verða að vera tilbúin að skoða almennar aðgerðir til bjargar Íslandi!

20% fyrir okkur öll!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Og þið viljið verða þriðja hjólið undir þeim vagni sem nú hleypir öllu fram af bjargbrúninni.  Reyndar berið þið Frammarar ábyrgð á athafnarleysi ríkisstjórnarinnar.

Takk fyrir !!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.4.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Og hvað skyldu fyrri tvær ríkisstjórnir eiga sameiginlegt?  Framsóknarflokkurinn er í hvorugum þeirra.  Svona til upprifjunar, þá voru það S og D sem voru gjörsamlega lamaðir eftir hrun og svo síðustu 70 daga S og VG, - með engar raunhæfar aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu.  

Tómas, - það er því bara eitt til ráða fyrir þig og íslensk heimili og það er að tryggja Framsókn hreinan meirihluta :)

Sæll Ægir, - það er verið að ljúka verðmatinu á lánasafninu og það er gert ráð fyrir um 50% afskriftum.  Það þykir meira að segja ansi rausnarlegt, miðað við að sumir halda því fram á markaði fengist 1-2% fyrir íslensk undirmálslán.

Að sjálfsögðu verður rætt við kröfuhafa, - en það verður á okkar forsendum og mun miðast við það sem við getum raunverulega borgað. 

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.4.2009 kl. 23:29

3 identicon

Það á að færa höfuðstól lána- bæði íbúaðarhúsalána og lána fyrirtækja í þá stöðu  sem þau voru um mitt ár 2007.Gengislán skulu sett niður á það gengi sem var um mitt sama ár. Vísitala verði fastsett miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans á sama tíma.Þessar aðgerðir kosta lántakann 1350 kr. í þinglesningarkostnað við skilmálabreytingu og Nýju bankanna ekki neytt, því þeir eru að fá þessi lán á LÍKLEGA hálfvirði eða minna frá gömlu bönkunum.

Hvers vegna á gera þetta? Vegna þess að ríkisstjórn og bankar vissu af þessari stöðu bankakerfissins vorið 2006 og gerðu allt til þess að leyna þjóðinni sannleikann.

Þeir gerðu allt til þess að leyna sannleikanum og gerðu ekki neitt annað en að setja saman nefnd með mönnum frá FME-Seðlabankanum- viðskiptamála-og fjármálaráðuneyti, með það að búa sig undir skellinn og afrakstur nefndarinnar var NEYÐARLÖGIN.

Þessar aðgerðir munu leiða til þess að báðir aðilar lána koma til með að hagnast á þessari leið. Um leið setur það þrýsting á komandi ríkisstjórn að vera með örugga peningamálastjórn.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

20% á okkur öll, hljómar vel en hvað með eldri borgar sem sitja í stórum skuldlausum húsum og sjá ekki fram á neitt nema niðurskurð á sinni þjónustu og 2% eignaskatt sem mun þýða stofufangelsi fyrir suma og greiðsluþrot fyrri aðra.

Eldri borgara reka í raun eina starfhæfa banka landsins "banka mömmu og pabba" sem hafa hjálpað fleiri fjölskyldum en stjórnvöld.

Aldraðir eru líka fólk! 

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 11:19

5 Smámynd: Stefán Gunnar

Sæl,

Held að Tómas sé eitthvað að misskilja þetta því þú nærð ekki að koma út í plús eða allavega veit ég ekki hvernig lán sá maður hefur fengið ef hann næði því.

Finnst afspyrnu léleg tillaga hjá stjórnarflokkunum að mæla með langri greiðslujöfnun því ég held að komandi kynslóð hafi nú ekki efni á að taka við meiri skuldum. Ef fólk er að fá 70 ára lán þá endar það á afkomendum mjög margra og ef þeir vilja ekki taka við búi foreldra þá lendir það á ríkinu bara okkar kynslóð búin að fresta því svo næsta þurfi líka að búa við mikinn halla á ríkissjóði.

Styð 20% tillöguna, var að horfa á frábært myndband sem greindi vel frá þessu.

 Læt það fylgja hér með

 http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3Dqv7WNdKkAU8&h=0ec8eb11ee2a251a53a1593d42f33444

Takk fyrir bloggið

Stefán Gunnar, 16.4.2009 kl. 14:27

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

20% niðurfærsla á húsnæðislánum heimilanna er réttlætismál, en sú 20% niðurfærsla á öllum skuldum, sem Framsókn hefur lagt til, er rugl. Af efnahagsmálum á landsfundi Vinstri-grænna.

Vésteinn Valgarðsson, 16.4.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: ragnar bergsson

Þetta er sama lýðskrumið og þið voruð með áður fyrir kosningar. T.d. 90% lánin sem ollu þvílíkri eignabólgu að verð á fasteignum rauk upp úr öllu valdi. Núna súpum við seyðið af því þetta tekst ekki hjá ykkur.

ragnar bergsson, 16.4.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband