Yfirlýsing frá Framsóknarflokknum

Vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um framlög lögaðila til Framsóknarflokksins á árinu 2006 vill flokkurinn koma eftirfarandi á framfæri.

Heildarframlög lögaðila til Framsóknarflokksins árið 2006 voru 30,3 milljónir króna og komu þau frá nokkrum tugum fyrirtækja. Hæsti einstaki styrkur sem veittur var til flokksins á árinu 2006 nam 5 milljónum króna.Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir því á þessum tíma að öll framlög til stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber eins og nú er raunin.

Af hálfu Framsóknarflokksins er ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi lögaðilar geri grein fyrir framlögum sínum til flokksins. Eðli málsins samkvæmt getur flokkurinn þó ekki haft frumkvæði að því að birta opinberlega frá hverjum framlög komu árið 2006, enda var í flestum tilfellum samkomulag um að farið yrði með styrkveitingarnar sem trúnaðarmál.Upplýsingar úr samstæðureikningi Framsóknarflokksins fyrir árið 2007 hafa verið birtar opinberlega af hálfu Ríkisendurskoðunar í samræmi við lög um fjármál stjórnmálaflokkanna sem Framsóknarflokkurinn lagði ríka áherslu á að lögfest yrðu á Alþingi fyrir rúmum tveimur árum. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Framsóknarflokksins.

Upplýsingar um fjárhagsleg tengsl þingmanna Framsóknarflokksins má sömuleiðis finna á heimasíðu Framsóknarflokksins, svo sem verið hefur um nokkurra ára skeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband