7.4.2009 | 22:49
Hjón, tvö börn og tilsjónarmaður
"Ef fram heldur sem horfir verður íslenska vísitölufjölskyldan hjón, tvö börn og tilsjónarmaður," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Staðan í efnahagsmálum er geysilega erfið og maður fær aftur og aftur á tilfinninguna að ríkisstjórnin annað hvort skilji ekki eða vilji ekki skilja hversu alvarlega staðan er.
Þetta má sjá á orðum Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, á fundum í Bandaríkjunum þar sem hann undirstrikaði að íslenskt viðskiptalíf væri starfhæft þrátt fyrir það mikla efnahagsáfall sem riðið hefði yfir, og þó að næstu tvö ár yrðu erfið þá væru langtímahorfur á Íslandi tiltölulega jákvæðar.
Hann hefur væntanlega ekki átt við sífellt veikari krónu, gjaldeyrishöft sem virka ekki, þau 3500 fyrirtæki sem gert er ráð fyrir að verði gjaldþrota á árinu og þá þrjá banka sem hafa farið á hausinn eftir að ríkisstjórnin tók við.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talar um að með hækkandi sól (væntanlega með vorinu) myndu atvinnuhorfur Íslendinga batna. Er sem sagt búið að finna úrræði fyrir þá 13 þúsund námsmenn sem koma á vinnumarkaðinn með hækkandi sól?
Nei, - úrræði Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna er taka ekki á vandanum og veruleikafirringin virðist vera algjör. Þessir sömu flokkar hafa haldið því fram að efnahagstillögur Framsóknarflokksins séu of róttækiar.
Sigmundur Davíð svarar þessu vel á fundinum á Húsavík: "... Það er ekki rétt. Það sem er róttækt í þessu öllu saman, er að leyfa fólkinu í landinu, og fyrirtækjunum, að fá ekki hlutdeild í stórfelldri niðurfellingu á skuldum. Sérstaklega er það mikilvægt við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi. Allt er þetta hugsað til þess að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að borga reikningana sína. Ef staða mála verður þannig, að fólk hættir að geta borgað þá verður kerfishrun í landinu, með gríðarlegri lækkun fasteignaverðs sem mun að lokum skilja fólk eftir í skuldafjötrum.
Það þarf að koma í veg fyrir að sú staða myndist,
Fjölskyldan með tilsjónarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vinnubrögð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms eru dálítið mikið skrítin, það verður ekki af þeim tekið. Ég hefði nú talið líklegra að þessi vinnubrögð tilheyrðu öðrum flokkum. Fólk virðist samt sátt við þessi vinnubrögð samkvæmt könnunum og ekki er það síður dálítið mikið skrítið.
Situr þessi ríkisstjórn ekki með stuðningi Framsóknarflokksins.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:41
Fjölskyldurnar í landinu þurfa nú ekkert síður tilsjónarmann þó tillögur Framsóknarflokksins um 20% niðurfellingu nái fram að ganga. Reyndar er það svo að um 75-80% af fjölskyldum í landinu ráða við greiðslur lána sinna og þurfa því ekki neinn tilsjónarmann þó ekkert verði að gert. Lækkun greiðslubyrði um 20%, sem tillögur Framsóknarflokksins munu leiða til getur kanski gagnast einhverjum fjölskyldum, sem ekki geta greitt lán sín að fullu en geta greitt 80% sinni greiðslubyrði. Málið er hins vegar það að þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin er búin að framkvæma og ætlar sér að framkvæma gera þetta líka og jafnvel gott betur.
Það er eins og Framsóknarmenn og þeir, sem falla fyrir tillögum þeirra, geti ekki skilið það að þessar niðurfellingar á skuldabréfasafni gömlu bankanna er það, sem talið er að þurfi til að mæta útlánatöpum vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir. Ef það mat reynist rétt þá fara nýju bankarnir á sléttu með að kaupa þessi skuldabréfasöfn með þessum afföllum ef ekki eru gafnar eftir neinar aðrar skuldir en til þeirra, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Það er því ekkert eftir til að leyfa einhverjum örðum að njóta. Það að gefa eftir skuldir þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum eru því hreinn viðbótakostnaður við það. Sá viðbótakostnaður lendir á okkur Íslendingum og þá aðallega á skattgreiðendum og greiðsluþegum lífeyrissjóða.
Það er nefnilega stærsta blekkingin í þessu hjá framsóknarmönnum þegar þeir halda því fram að þessi leið þeirra kosti ekki neitt. Kostnaðurinn er hundruður nilljarða króna. Því mun þessi leið þeirra auka skuldir ríkissjóðs um sinn hluta af þessum kostnaði, sem mun verulega minnka getu ríkissjóðs til að halda upp velferðarþjóðfélagi hér á landi og ekki síður því að halda uppi atvinnu með opinberum framkvæmdum.
Staðan er því sú að þeir, sem ekki geta einu sinni greitt 80% af sínum skuldum munu ekkert hagnast 20% niðurfellingunni. Þeir munu eftir, sem áður þurfa að fara í greiðsluaðlögun eða gjaldþrot. Þeir munu hins vegar þurfa eins og aðrir skattgreiðendur þurfa að taka á sig hina gríðarlegu skuldir ríkissjóðs, sem þessi aðgerð mun leiða af sér. Þeir munu einnig þurfa að taka á sig lægri ellilífeyrisgreiðslur frá sínum lífeyrissjóði þegar þar að kemur vegna taps hans við þessar aðgerðir.
Þess vegna mun 20% niðurfellingarleið Framsóknarflokksins leiða af sér peningaflutninga frá þeim verst settu yfir til hinna betur settu, sem ráða við meira en 80% af sínum lánum. Þetta mun því gera stöðu þeirra verst settu enn verri en hún er og gera þörf á tilsjónarmanni fyrir þær fjölskyldur enn meiri.
Það að fara að tillögu Framsóknarflokksins er því til lengri tíma verra en að gera ekki neitt.
Það þarf ekki að fella niður skuldir til að hjálpa fjölskyldum landsins í gegnum kreppuna. það eina, sem þarf að gera er að bjóða upp á lækkaða greiðslubyrði memðan kreppan gengur yfir. Vissulega verða alltaf einhverjar fjölskyldur, sem fara svo illa út úr kreppunni að þær muni aldrei verða færar um að borga sín lán og þarf þá að taka á því þegar þar að kemur. Hins vegar mun væntenlega mikill meirihluta þeirra geta greitt sín lán að fulli á endanum ef greiðslubyrði þeirra verður aðlöguð greiðslugetu þeirra meðan kreppan gengur yfir.
Sigurður M Grétarsson, 8.4.2009 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.