Ólína og jafnaðarmennskan

Henrý Þór Baldursson, snillingur, setti saman eitt snilldar Skrípó um hvað jafnaðarmennska Samfylkingarinnar þýðir í raun.

 

Olina_Skripo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Mér finnst greinilegt á öllu Eygló að þið Framsóknarmenn þráið það mest af öllu að komast í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar, til að þið getið haldið einkavinavæðingunni áfram þar sem frá var horfið. Ég hélt á tímabili að Íhaldið myndi þurfa að bjóða ykkur gull og græna skóga til að koma í samstarf, en nú er ég farinn að sjá að þetta er það sem þið viljið.

Haldið þið hinsvegar í alvörunni að þetta sé það sem fólkið í landinu vill ?

Smári Jökull Jónsson, 7.4.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Er þetta það eina sem menn hafa til málanna að leggja?  Er þetta það eina sem þú getur sagt við Skrípó-inu?  Við ummælum Ólínu Þorvarðardóttur í Sprengisandi og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar?

Við Framsóknarmenn erum í stjórnmálum til að koma okkar málum og hugsjónum að og svo sannarlega ekki til að tryggja hægri eða vinstri mönnum völd!

Ég held að það sé kominn tími til að menn átti sig á þeirri einföldu staðreynd - og fari kannski að tala fyrir einhverjum hugsjónum sjálfir.

Eygló Þóra Harðardóttir, 7.4.2009 kl. 11:03

3 identicon

Ha bíddu? Framsóknarflokkurinn með hugsjónir? Ég vildi gjarnan fá að vita hverjar þær eru. Getur þú sagt mér það?

Haraldur (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Benedikta E

Sæl Eygló.

Skrípóið er meinfyndið - en ekki hvað síst nákvæmlega sannleikanum samkvæmt og segir svo makalaust afhjúpandi hver jafnaðarstefna og siðgæði samfylkingarfólksins er í reynd - nú í þessu tilviki - Ólínu Þorvarðardóttur.

Sumum gæti hafa fundist að Ólína hafi verið van kunnandi og vanhæf í þá umræðu sem fór fram í þættinum á Sprengisandi á laugardaginn - Ólína mætti til að kynna fyrir þjóðinni - sjálfa sig  - Samfylkinguna og þá jafnaðarstefnu sem samfylkingar fólkið stendur fyrir og ekki hvað síst "aðgerðar áætlun" minnihlutastjórnar -  fyrir heimilin og atvinnulíf í landinu!

Þetta var vegarseti Ólínu Þorvarðardóttur úr herbúðum Samfylkingarinnar - hennar framlegg í umræðuna.

Engan skyldi því furða á aðgerðarleysi og vanhæfni núverandi minnihlutastjórnar - með Samfylkinguna þar í forsætisháðherrastóli og fleiri stólum.

En varðandi ósvífni Ólínu í þættinum -  gagnvart Sigmundi Davíð og  annarra framsóknarmanna sem Ólína nefndi með nöfnum tæpitungulaust - er það með fæstum orðum að segja - að ekki þurfti framsóknarmann til að - SNAR - BLÖSKRA- siðleysi og dómgreindarleysi - Ólínu Þorvarðardóttur Samfylkingar - frambjóðanda - til Alþingis kosninga !

Benedikta E, 7.4.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nei Eygló, þetta er ekki það eina sem ég hef til málanna að leggja. Reyndar held ég að fólkið í landinu hafi ekki áhyggjur af því hvað ég hef, eða hef ekki til málanna að leggja. Held það sé meira að spá í hvað þú, og þið Framsóknarmenn hafið í umræðuna. Skrípómynd og óframkvæmanleg leið til "bjargar" heimilunum er það helsta sem ég hef séð frá þér.

Kemur þá kannski sami hrokinn og dónaskapurinn í minn garð, og þeir Sigmundur og Tryggvi sýndu Ólínu, fyrst ég afskrifa hugmyndina ykkar ? Ótrúlegt hversu mikinn hroka margir, ekki allir, Framsóknarmenn hafa sýnt þeim sem dirfast að vera ósammála ykkur. Þá eru þeir bara útrhópaðir vitleysingar. Ég vil samt taka það fram að Ólína gekk aðeins of langt sömuleiðis en hún hefur beðist afsökunar, eitthvað annað en þeir bakkabræður.

Ég óttast það að þið Framsóknarmenn farið í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar, fáið þið tækifæri til þess. Þá er þetta bara afturhvarf til fortíðar og ekki það sem þjóðin þarf á að halda. Þjóðin þarf velferðarstjórn sem setur jafnaðarmennsku í forgang. Stefna þar sem allir sitja við sama borðið en ekki sumir á betri stað en aðrir, eins og var í 12 ár í stjórn B og D og verður aftur ef þeir flokkar fá tækifæri til að stjórna landinu á nýjan leik.

Smári Jökull Jónsson, 7.4.2009 kl. 15:51

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér þykir illa vegið þarna að henni Ólínu. Ummæli hennar um Sigmund voru ósmekkleg en alla jafna er Ólína þó vönduð manneskja og málefnaleg.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 21:50

7 identicon

Þessi persónuárás þín Eygló á Ólínu Þorvarðardóttur er þér ekki samboðin. En hún sýnir veika málefnastöðu ykkar Framsóknarmanna.

Ólína er málefnaleg manneskja og vönduð, eins og Hilmar Gunnlaugsson bendir hér á. Verði henni á óvarleg ummæli þá biðst hún samstundis velvirðingar. Það er meira en þið Framsóknarmenn kunnið. Þetta "innlegg" þitt til stjórnmálabaráttunnar lýsir þér sjálfir, og ykkur Framsóknarmönnum best.

Þú ættir að skammast þín.

Arndís (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:05

8 identicon

Ég var rétt í þessu inni á bloggsíðu Ólínu http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/848259/

Ólíkt hafist þið að, þú og hún. Það er ólíkt meiri reisn yfir hennar skrifum en þínum.

Arndís (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband