Opinn fundur m/ Michael Hudson

Michael Hudson, sérfræðingur í alþjóða fjármálum og Gunnar Tómasson, hagfræðingur verða með opinn fund í Hvammi á Grand Hotel kl 20 í kvöld, mánudagskvöldið 6. apríl.

Michael Hudson mun segja frá hugmyndum sínum og svara fyrirspurnum. Hann var í Silfrinu í gær og lýsti þar "árásinni á Ísland". 

Lesið grein Michael Hudson í helgarútgáfu Fréttablaðsins.

Gunnar Tómasson er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefur haft miklar áhyggjur af verðtryggingunni og gengistryggðum lánum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem nesti fyrir ykkur í kvöld:

Í þessari umræðu eru nokkrar lykilstaðhæfingar sem nauðsynlegt er að
hafa réttar.

Michael Hudson hélt því fram í grein í Fréttablaðinu að erlendir
kröfuhafar með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væru að neyða
Íslendinga til að borga skuldar langt umfram það sem eðlilegt gæti
talist.
Hið rétta er að við fall bankakerfisins námu erlendar skuldir þess um
60 milljörðum evra. Af því er reiknað með að kröfuhafar fái um 35% úr
gömlu bönkunum. Afgangurinn eða um 6.240 milljarðar íslenskra króna á
gengi dagsins, lendir á kröfuhöfum sem afskriftir. Endanlegir
kröfuhafar eða eigendur bréfanna að baki krafnanna eru gjarnan
stofnanafjárfestar af ýmsu tagi; lífeyrissjóðir, sveitarfélög og
peningamarkaðssjóðir sem varðveita sparnað.

Gefið er í skyn að í Bandaríkjunum snúist umræðan um niðurfærslu
skulda um flata niðurfærslu án tillits til aðstæðna.
Hið rétta er að umræðan gengur nær öll út á að koma til móts við þá
verst stöddu með niðurfærslu höfuðstóls skulda. Þetta er hið saman og
t.d. greiðsluaðlögunin gengur út á.

Með því að reikna niðurfærsluleiðina út frá gefnum forsendum eða
tilbúnum dæmum má fá út þá niðurstöðu sem hentar. Því er jafnvel hægt
að fá út að hún kosti ríkið á endanum ekkert.
Hið rétta er að eftir að Seðlabankinn fékk leyfi Persónuverndar til að
keyra saman tekjur og skuldi heimila í landinu þarf ekki lengur að
gefa sér forsendur. Kostnaðarmat Seðlabankans á þessari leið, byggt á
raunverulegri stöðu, leiddi í ljós að kostnaður ríkissjóðs yrði um 285
milljarðar vegna heimila og færi upp í um 900 milljarða ef fyrirtækin
væru tekin með. Bara húsnæðispakkinn myndi kosta tæpan helming af
ríkisútgjöldum síðasta ár.
http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=2088
Svo mikil skuldsetning umfram það sem nauðsynlegt er þýðir annað hvort
gífurlegar skattbyrðar eða niðurskurð á megninu af allri opinberri
þjónustu. Það versta er þó að við værum líklega að framlengja
samdráttarskeiðið verulega. Í stað þess að reyna að brúa stutt tímabil
erfiðleika með velferðarbrú Samfylkingar værum við að grafa okkur
niður í miðjum samdrættinum.

Auk eignatilfærslu milli tekjuhópa sem m.a. er rakin hér í þessari
ágætu Deiglugrein (http://deiglan.com/index.php?itemid=12480) þar sem
einnig er vísað í umræðuna í Bandaríkjunum.

Loks má benda á ágætar greinar eftir Jón Steinsson, hagfræðing við
Columbia háskóla í Bandaríkjunum en hann heldur því m.a. fram með
rökum að þessi leið jafngildi afar mikill eignatilfærslu frá
höfuðborgarsvæði til landsbyggðar.
Sjá hér: http://deiglan.com/index.php?itemid=12478
 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk fyrir þetta, Gísli

Við eigum sem sagt að halda áfram að leggjast flöt fyrir Bretum, öðrum kröfuhöfum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Halda áfram að hóta að láta ekki taka myndir af okkur með fulltrúum þessara þjóða, og eiga síðan í fundum í bakherbergjum á meðan við bíðum eftir "stórglæsilegum" niðurstöðum.

Jón Steinsson og co boða ekkert annað en fasteignafjötra fyrir meginþorra þjóðarinnar, - og að fjármagnseigendur fái allt sitt í gegnum innistæðutryggingar, nýtt hlutafé í bankana og innistæðutryggingar. 

Venjulegir borgarar geta eins og þú bentir réttilega á huggað sig við "velferðarbrú" Samfylkingarinnar, þ.a.s. ef þeir verða ekki fluttir af landi brott.

Eygló Þóra Harðardóttir, 6.4.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Offari

Ef gert er ráð fyrir að kröfuhafar fái bara 35% af kröfum sínum tel ég ljóst að svigrúm hljóti að vera til fyrir afskriftum 20% skulda án þess að það kosti ríkið stórar upphæðir. En útreikningar eru mjög mismunandi eftir því hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra.

Þegar ég lærði stærðfræði þá var ekki kennt pólitísk stærðfræði svo ekkert er að marka þótt ég skilji ekki alla útreikningana. En mér sýnast útreikningar framsóknarmanna vera næst þeirri stærðfræði sem ég lærði.  Ætli framsókn hafi verið við völd þegar ég var í skóla?

Offari, 6.4.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég verð að játa fyrir þér Gísli að ég sé ekki þá töfra lausn sem fellst í greiðsluaðlögun, fólk sem er nú þegar bundið í skulda fjötra fá enga hjálp með þeirri aðferð, aðeins verið að fresta vandamálunum.  Að halda því fram að í greiðsluaðlögun verði höfuðstóll skulda færður niður get ég ekki heldur séð að eigi við rök að styðjast.

Að brúa "stutt" bil með velferðarbrú Sandfylkingarinnar er dauðadómur yfir Íslensku þjóðinni.  Þegar fyrirtækin og heimilin í landinu verða orðin gjaldþrota hverjir eiga þá að borga skatta til að halda velferðarkerfinu gangandi ? og hverjir eiga þá að bera kostnaðinn af afskrifuðum lánum sem landsmenn hafa tekið ?

Þú átt kannski nóg í varasjóði til að bjarga málum, en fjöldi heimila og fyrirtækja eru komin að fótum fram og geta ekki borgað.  Fólk sem er á atvinnuleysisbótum getur ekki borgað skuldir og það er ekki í þann veginn að komast út á atvinnumarkaðinn vegna þess að fyrirtækjum er gert ókleift að halda úti starfsemi, þökk sé Sandfylkingunni og Vinstri grænum með fulltingi Framsóknarflokksins.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2009 kl. 16:42

5 Smámynd: Guðmundur Örn Harðarson

Það virðist vera erfitt fyrir íslendinga að "skilja" að verðtrygging er ekkert annað en að sá sem skaffar peningana kredit er með hann sem lánar debit í vasanum. Ástæðan er svo að þetta kerfi finnist einungis á Íslandi. Þegar vextir eru háir er sem oftast verðbólga og gildi peninga minnka og við sjáum spíral uppávið. En við verðhjöðnun falla vextir og það verður ódýrara fyrir debitor að lána en hann sem á peningana kreditor fær minn fyrir að lána þá út. Þetta er normalt í öllum löndum nema á Ísland. Vandamálið verður þegar a) við kaupum of mikið fyrir peninga sem við eigum ekki. b) Pólítikusar sem kunna eða hafa engann vilja til að stjórna fjáraginum í landinu, sem kallast X og Q í Hagfræði. Þetta verður eins og að fara með snarvitlausan krakka út i búð, sem hættir ekki að öskra fyrr en hann fær eitthvað. Til að leysa þetta vandamál með freka krakka og og pólítisk letiblóð var sett á ólafslög sem gáfu útlánaranum eilífðar tryggingu á nokkrar vaxtaáhættu, það skiptir nú engu máli hvernig þessu landi er stýrt því að hann sem á aurinn færa alltaf tryggingu fyrir sínu og tapar þarafleiðandi ekki. Grunnlagið er "normalt" að það er H+V+Á= Vextir = hðfðustóll vextir og áhætta. En það rétta á að vera að hann á líka að tapa ekki bara lántakinn debitor. Hann tekur nefnilega áhættu með að lána út peningana eða?   

Guðmundur Örn Harðarson, 6.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband