26.3.2009 | 21:23
Steingrímur J. passar auðvaldið
Steingrímur J. Sigfússon hefur ákveðið að færa niður skuldir VBS og Saga Capital um 8 þúsund milljónir króna. Þetta gerir hann með því að bjóða þeim vexti sem eru langt undir því sem öðrum fyrirtækjum og hvað þá einstaklingum bjóðast, takist þeim á annað borð að verða sér úti um lán.
Þessi sami Steingrímur hefur úthúðað Framsóknarmönnum fyrir að dirfast að leggja til að húsnæðislán almennings verði færð niður sem nemur verðtryggingu og/eða gengisbreytingum síðustu mánaða.
Þessi sami Steingrímur situr í ríkisstjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur kallað tillögur Framsóknarflokksins stærstu millifærslu fjármagns frá einstaklingum til fyrirtækja sem sögur fara af.
Ef almenningur, með 20 ára húsnæðislán á 4,5% vöxtum fengi sömu kjör og þessir fjárfestingabankar, það er að segja endurfjármögnun á 2% vöxtum, jafngilti það að húsnæðislánin væru færð niður um 20%. Kunnugleg tala ekki satt!?!
Steingrími og Jóhönnu þykir ekkert sjálfsagðara en borga niður lán fjárfestingabanka og annarra fjármagnseigenda. Að færa niður fasteignalán almennings telja þau hinsvegar svo fáránlegt að það þarf ekki einu sinni að ræða.
Steingrímur: Góð vaxtakjör nauðsynleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona skarfa þessir flokka sem kenna sig við alþýðuna forsmekkurinn sem koma skal eftir kosningar.
Rauða Ljónið, 26.3.2009 kl. 21:37
þökk se Steingrimi sem hefur nuna sannfært mig um að stöðva allar greiðslur og hætta að borga af minu husnæðis lani
Rebbi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:38
Hvernig getur lækkun á vöxtum jafngilt lækkun á höfuðstól. Hálfkák hefur alltaf reynst okkur gangnslaust afhverju ekki 110% lækkun á skuldum.
Ingi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:48
Steingrímur hefur stórt kok. Það sem hann hefur þurft að éta ofan í sig síðustu vikurnar er ekkert smáræði.
Honum er sama um lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að hengjast undan skuldaklafanum, honum er sama um heimilin sem eru að sligast undan skuldaklafanum.
Hvað er að gerast eiginlega, hvar hefur þetta fólk alið manninn undanfarna mánuði?
Soffía (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:05
Er ekki í lagi með þessa ríkisstjórn? Ég vona að þetta verið rætt á hinu háa alþingi! Ég er fjúkandi ... heimilum blæðir og þau þurfa að hlusta á hinn sjálfumglaða Hrannar Björn aðstoðarmann Jóhönnu segja að ríkisstjórnin hafi gert svo rosalega mikið fyrir heimilin. Steingrímur stígur svo fram og lánar í nafni almennings (já í okkar nafni) bönkum á 2% vöxtum? Halló ég þarf líka svona lán Steingrímur! Eða á bara heimilum að blæða?
Beta (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:13
p
Þetta er einhvert dæmigerðasta íhaldsbull sem ég hef séð lengi..
Ég er ekki stuðningsmaður Steingríms ,en maðurinn á ekki skilið svona íhalds áróður ..Það verður að gera kröfu um rökstuðning þegar einstaklingar eru væmdir um óheiðarleika ,, þó ekki sé nema á skoðunum, .
Ef einhver heldur að einhver lánastofnun sé aflögufær um lánsfé hef ég góða fjárfestingarhugmynd....
Steingrímur var að tryggja samkeppni,, kanski gagnrínisvert hjá þeim sem vilja einokrun... Því æðsta ósk frjálshyggjunnar er einnokrun..
þetta er mín skoðun.
Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:16
Hvað átti að gera Eygló áttum við bara að tapa þessum 50 milljörðum, erum við ekki búinn að tapa nógu miklu á þessari vitleysi undanfarin s.l. 14 ár.
SS (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:19
Eftirfarandi er bútur úr fréttatilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna sem send var út í dag.
,,Það er þyngra en tárum tekur að stjórnvöld skuli ekki hafa í hyggju, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur samtakanna, að eiga frumkvæði að leiðréttingu ósanngjarnra og hugsanlega ólöglegra hækkana höfuðstóla lána, í formi hvoru tveggja gengis- og verðtryggingar. Þvert á móti stefnir í að umræddar hækkanir eigi að mynda grunn fyrir stórfellda eignaupptöku fjármálastofnana á heimilum landsmanna. Stofnana sem flestar eru nú í ríkiseigu eða í gjörgæslu ríkisins með einum eða öðrum hætti. Stofnanir þessar eiga sjálfar að fá í meðgjöf himinháar afskriftir á innlendum lánasöfnum en ætla ekki að gefa spönn eftir sjálfar. Hagsmunasamtökum heimilanna finnst eðlilegt og sanngjarnt að heimilin í landinu njóti þessarar meðgjafar á sama hátt og aðrir skuldarar bankanna. Stjórn Hagsmunasamtakanna óttast að innheimta eigi lán heimilanna að fullu til að fjármagna skuldir fyrirtækja og fjármálastofnana sem ekki fást greiddar. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að endurfjármagna þannig bankakerfið með fasteignum heimilanna."
Ég hvet menn til að skrá sig í samtökin.
Þórður Björn Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 23:44
Hvernig væri nú að fara niður á Austurvöll að mótmæla þessari vanhæfu ríkisstjórn??
Óskar Ingi Gíslason, 26.3.2009 kl. 23:57
Veistu, ég held að atvinnu pólitíkusarnir i Framsókn séu búnir að eyðileggja Sigmund formanninn ykkar þannig að nú vill enginn kjósa Framsókn. Þegar hann byrjaði sem formaður og gat talað án þessi að þingmenn flokksins og klækjaruglið náði völdum þá var hann á góðu róli og ég hefði alveg getað hugsað mér að kjósa ykkur. En um leið og hann fór að sitja fundi með ykkur, þá var eins og það væri búið að eyðileggja þetta sakleysi mannsins sem ekki er alinn upp innan neins flokks. Svo þið getið sjálfum ykkar kennt að vera komin með fylgi niður í 7% og það er ekki Sigmundi að kenna, það er nokkuð ljóst. Málið er að Framsókn er gamall flokkur þar sem innviðirnir eru spilltir. Sagan hræðir því þessi flokkur er búinn að gera þjóðinni meira ilt en gott, allt frá því Framsókn barðist á móti því að sveitfesti væri aflétt, hefur þetta verið flokkur tækifærissinna.
Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 00:14
Ef Steingrímur myndi færa vexti af húsnæðislánum niður í 2% + verðtryggingu eins og hann gerir þarna þá myndi það lækka greiðslubyrði heimilana um 30 til 60% eftir því á hvaða kjörum lánið var í upphafi 4,15% eða 6% eða var það orðið 6,eitthvað. Þetta væri í raun meira en 20% lækkun höfuðstóls og má segja að kosti ekkert þar sem þessa vexti er hvorki búið að greiða né reikna.
En við vitum að hann þorir ekki, og Jóhanna vill ekki því hún vill ekkert gera sem kostar íbúðalánasjóð hugsanlegar tekjur.
Einar Þór Strand, 27.3.2009 kl. 08:25
Það sem Steingrímur gefur, Lilja tekur. Lilja Mósesdóttir, svarti Pétur, í spilastokki VG mun redda þessu í gegnum, hátekjuskatt, eignarskatt, erfðafjárskatt, fjármagnstekjuskatt og hækkaðan vask.
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.3.2009 kl. 08:55
Hvort vildir þú lána peninga með 2% vöxtum og vera nokkuð viss um að fá það til baka eða með ofurvöxtum og fá ekkert til baka? Þetta er miklu skárra en að setja þessar 2 fjármálastofnanir í þrot og afskrifa allar skuldir þeirra við seðlabankann.
Sigurður Sveinsson, 27.3.2009 kl. 09:00
Ekki þykir mér gagnrýni þín á gjörðir Steingríms J. sannfærandi Eygló, þegar þú verð hann til áframhaldandi setu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.3.2009 kl. 09:11
Þetta er flott hjá Steingrími J. og af því maðurinn þykist þekktur af því að vera sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann að tryggja milljarðaskuldugum almenningi sömu vaxtakjör og lánalengingar í þeirri von að launaþrælarnir geti kannski borgað uppbólgnar ofurskuldir í fjarlægri framtíð. Framundan er nefnilega úthýsing almennnings af heimilum sínum vegna athafna örfárra glæpamanna sem ríkið lagði á sínum tíma blessun yfir. Það er ánægjulegt að Steingrímur J. ætli að leysa vandann ...eða ætlar hann annars ekki að gera það?
corvus corax, 27.3.2009 kl. 11:14
Það sorglega við allar þessar efnahagsgerðir er að það á augsjáanlega að "hjálpa fyrirtækjum eins og t.d. Saga Capital að lifa með því að úthluta FRÁBÆRLEGA lágum lánum til þeirra..." og rökin hjá Steingrími eru að án aðstoðar myndu þessi fyrirtæki ekki lifa. Gilda þá ekki alveg sömu rök um okkur einstaklinga & fjölskyldur í landinu sem ráðum EKKI við þessa "okurvexti & óðaverðbólgu??" Eigum við bara ávalt að borga allt upp í topp??? Hvers konar vinstri hugsun er þetta eiginlega?? Ekki heil brú í svona blaðri - enn og aftur Steingrímur, þetta er frekar aumt, en ekkert sem kemur manni á óvart. Ísland hefur ALDREI verið fjölskylduvænt samfélag, og augljóst að fólkið í landinu er "afgangsstærð", því miður.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 27.3.2009 kl. 11:27
Svo skiljið þið ekkert Framsóknarmenn af hverju fylgið flýtur frá ykkur. - Þið stundið sífelldar öfugmælavísur og það er öllum ljóst og skýrt nema ykkur. Þið reynið að skálda upp tilveruna um aðra flokka, veitist að Samfylkingunni með ótrúlegum árásum formanns ykkar og staðhæfingum hans um að Samfylkingin sé að ráðast á ykkur. Þegar ekki nokkur maður hefur orðið var við þær árásir gerir formaðurinn ykkur að viðundrum og trúverðug - þú gerir það sama hér með því að ásaka Steingrím um að þægjast auðvaldinu.
Það blasir þá við öllum að þið eruð ekki trúverðug - þið getið ekki skáldað tilveruna með þessum hætti - þið grafið aðeins ykkar gröf með því.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 13:48
Jæja Helgi!
Það er merkilegt hve mikið menn leggja á sig að ata andstæðinginn aur. Varðandi öfugmælavísur finnst mér þú vera kasta steinum úr glerhúsi. Maður er orðinn alveg ringlaður í því hvernig stjórnarflokkarnir koma fram um þessar mundir! Að mestu er það gagnrýni á það hvernig hlutirnir voru fyrir hrun í stað úrræða eða þá háðsglósur í átt til þeirra sem leyfa sér að vera með tillögur sem ekki hugnast hinum háu herrum. Mestu öfugmælavísumenn Alþingis í dag tilheyra nú að mínu viti Samfylkingunni. Sem dæmi Össur með sína næturvísupistla og Kristján Möller með sömu uppfærðu loforðin. Var það skáldskapur að Helgi Hjörvar steig í pontu Alþingis í byrjun fyrri stjórnarsetu Samfylkingarinnar og tilkynnti að kosningarloforð giltu ekki lengur vegna þess að nú væru þeir í samstarfi við Íhaldið?? Mér finnst að Samfylkingin hafi ekki verið samfærandi í sínum málflutningi í kjölfar stjórnarslita. E.t.v. má segja að sumir Framsóknarmenn séu óþarflega hörundsárir varðandi það hvernig sumir stuðningsmenn, til að mynda Samfylkingarinnar hafa komið fram í bloggheimum en hann hefur þorað að koma með tillögur til úrlausnar þeim vanda sem Þjóðin er í dag! Það er meira en hægt er að segja um aðra.
Auglýsi eftir ábyrgari vinnubrögðum!
Jóhann (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.