14.3.2009 | 09:08
"Vinur" litla mannsins
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fóru af landi í gær. Á blaðamannafundi í tilefni brottfararinnar skildu sjóðurinn eftir nokkrar góðar kveðjur til landsmanna.
Í fyrsta lagi mætti gera ráð fyrir að eitthvað birti yfir í lok ársins. Hugsanlega væri þá hægt að aflétta gjaldeyrishöftum og lækka vexti þar sem Íslendingar hefðu verið svo duglegir að draga saman einka- og samneyslu og lækka þannig verðbólgu.
Í öðru lagi hefðu þeir smá áhyggjur af því hversu mikið atvinnuleysi hefði aukist, en það hlyti nú að batna einhvern veginn þegar búið væri að endurreisa bankakerfið.
Í þriðja lagi kemur alls ekki til greina að létta skuldabyrðina á íslenskum almenningi. Það væri svo sem gjörlegt, en væri alltof dýrt og ríkið hefur nóg annað að gera með peningana sína eins og fella niður skuldir á stórfyrirtæki, dæla fleiri hundruðum milljörðum inn í bankana og borga innistæður erlendra ríkisborgara og erlendum ríkjum. Fólk yrði bara að sætta sig við tugi prósenta hækkun á verðtryggðum og gengistryggðum lánum á síðustu mánuðum, atvinnuleysi, og væntanlegar skattahækkanir ofan á skerta opinbera þjónustu.
Það er nú ekki af ástæðulausu sem sjóðurinn er jafn vinsæll og raun ber vitni um heim allan.
Ætíð vinur litla mannsins!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þessar "góður kveðjur" er það sem koma skal þá er best að koma sér úr landi.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:24
"góðu kveðjur" var meining mín að skrifa, greinilega hefur mér brugðið er ég las grein þína.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:35
Ef farið verður eftir þessu er lítið hér að gera, ég skal taka undir það, en ég vona bara að ráðamenn hlusti ekki á þessa vitleysu.
Steinar Immanúel Sörensson, 14.3.2009 kl. 12:29
Ekki eru þeir nú samt sömu miklu vinirnir og eigendur KB banka, og flokksbræður þínir? Mennirnir sem settur Ísland á hausinn og urðu þess valdandi að AGS þurftu að gera hér stop? Ef ekki hefði verið fyrir Sigurð Einars og framsókn væri AGS líklega ekki hérna í stuttu stoppi, og framsókn væri þá enn að gefa á hina pólitísku garða.
Eða heldur sömu vinirnir og hún Valgerður blessuð Sverrisdóttir sem basically gaf Búnaðarbankann S-hópnum og að auki þurrkaði hún upp nokkra milljarða tugi úr alls kyns sjóðiumí meðgjöf handa þeim í nafni Finns Ingólfssonar, annars flokksbróður þíns, ásamt fleiri framsóknarmanna.
Af hverju er ekkert minnst á þessa kóna í þessari sömu umfjöllun? Þetta er jú allt tengt AGS!!!!!
Framsóknarflokkurinn ætti bara að hafa hægt um sig. Hann hefur sýnt að miðað við stærð flokksins er hann einhver sá spilltasti stjórnmálaflokkur álfunnar, og þó víðar væri leitað.
Þessi 20% flata skuldaniðurfelling er hlægileg, enda tekur hana enginn alvarlega. Menn brosa í besta falli út í annað þegar þetta er rætt. Þetta hefur heldur ekki gefið ykkur neitt fylgi. Það veldur kannski vonbrigðum, en fólk kaupir bara ekki lengur þessar úldnu fiskibollur í brúnni sósu.
joi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:01
Heyr heyr joi, eins og talað út úr mínu hjarta.
Jón Hallur (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:33
Heyr heyr Joi!
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:56
Sælar hvernig er fiskast ,Ufsi,Hvað er að frétta af miðunum.
Ásgeir Jóhann Bragason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:01
Í skjóli hverra situr núverandi ríkisstjórn? Ykkar er það ekki? Meira helvítis bullið í ykkur Helgu Sigrúnu, enda tími ykkar á enda, því miður of seint fyrir þjóðina eins og glöggt má sjá á grein þinni.
Björn Finnbogason, 15.3.2009 kl. 03:23
Endilega koma með dæmi um spillingu sem ég og ný forysta flokksins höfum orðið uppvís að. Ýmsir fjölmiðlar hefðu örugglega áhuga á þeim :)
Síðan varðandi 20% niðurfellinguna. Sömu fjölmiðlar og menn sem töldu að íslensku bankarnir gætu aldrei orðið gjaldþrota keppast núna við að tala niður tillögur okkar. Ég vil því benda á hagfræðinga sem hlægja ekki og ýmsir hefðu talið betra ef það hefði verið hlustað á þá í aðdraganda heimskreppunnar.
1. Nouriel Roubini
„ So what can the government do? The easy part is lowering interest rates and buying toxic assets. The hard part, he says, will be tackling housing. Roubini says that the housing market, like a company restructuring in bankruptcy, needs to have "face value reduction of the debt." Rather than go through mortgages one by one, he says reduction has to be "across the board...break every mortgage contract."
Hér eru upplýsingar um Nouriel Roubini:
2. John Geanakoplos.
Annar hagfræðingur sem hefur mælt með skuldaniðurfellingu á höfuðstólnum er dr. John Geanakoplos, sem er James Tobin Professor of Economics við Yale University. Hann skrifaði áhugaverðan leiðara í NYTimes 4. mars sl. ásamt Susan P. Koniak.
3. Michael Hudson. Þriðji hagfræðingurinn sem hefur einnig talað fyrir skuldaniðurfellingu og verið að kynna sér ástandið á Íslandi er dr. Michael Hudson, distinguished Research Professor of Economics við University of Missouri. Hann hefur lengi stundað rannsóknir á þróun hagsögu og haft áhyggjur af skuldastöðu ríkja. Hér er linkur á viðtal sem tekið var við hann.
Það er nefnilega svo sjaldgæft að stjórnmálamenn komi fram á sjónarsviðið í íslensku stjórnmálum sem þora að tala fyrir sannfæringu sinni, þótt það sé "hlegið" og þótt það "gefi ekki neitt fylgi".
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þess háttar stjórnmálamaður, og því er ekki nema von að sumir eigi í erfiðleikum með skilja að enn sé til fólk sem hafi hugsjónir og beri umhyggju fyrir íslenskri þjóð.
Eygló Þóra Harðardóttir, 15.3.2009 kl. 11:13
Það er áberandi hvað samfylkingar og sjálfstæðisfólk er logandi hrætt við samvinnuandan sem er að vakna meðal fólks. Það er auðvelt að tæta niður hugmyndir sem eru til þess ætlaðar að hjálpa öllu því fólki sem stendur höllum fæti fjárhagslega. En að venju er minna um hugmyndir og gjörðir í staðinn. Þá er það hlægilegt en samt var ekki við öðru að búast hversu sýndarleg endurnýjun fyrrnefndra flokka er. Ef maður spáir í það getur verið að umræðunni sé stjórnað sumir telja að svo sé með Baugsmiðla og sumir halda því framað Blá höndin hafi styrkt stjórnunarstöðu sína þegar ekki var samið við Ástralann við sölu Árvakurs ??? Ég spyr því ég ekki veit en ég ætti ekki að þurfa að spyrja ef allt væri á borðinu eins og það er hjá vel endurnýjuðum Framsóknaflokknum sem þó heldur fast í hugtakið um að standa samann og hugsa líka um fólkið í landinu sem aldrei hafði efni á að kaupa hlutabréf. Og það er Framsóknarflokkurinn sem vill stuðla að uppbyggingu okkar íslands þar sem við ég og þú sem lest þetta og allir hinir íslendingarnir stjórnum með okkar atkvæðum því það er leiðin að allir standi samann og allt sé á borðinu. VIÐ GETUM !
Jón Sigmundsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.