Seðlabankastjóri á Skrímslasetrið

Davið Oddsson, aðalseðlabankastjóri og Eiríkur Guðnason, aukaseðlabankastjóri, mættu á fund viðskiptanefndar í gær.  Þeir voru þar til að fylgja eftir umsögn sinni um Seðlabankafrumvarpið sem þeir sögðu vera handónýtt.

Helstu athugasemdir þeirra við frumvarpið voru að Davíð þyrfti alls ekki að hætta, þar sem hann uppfyllir hæfniskröfur til að gegna starfi seðlabankastjóra og það sé í raun alls ekki verið að leggja niður starfið hans. Það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að menn vildu halda málinu aðeins lengur í nefndinni til að finna lausn á því hvernig sé hægt að breyta yfirstjórn Seðlabankans í raun og veru.

Því fannst mér frábærir bakþankar Fréttablaðsins í morgun Wink.  Þar er greinilega komin lausnin á þessu máli. Þar leggur pistlahöfundur til að Jóhanna sendi svohljóðandi bréf til seðlabankastjóranna:

"Við í Samfylkingunni höfum lengi viljað efla atvinnu á landsbyggðinni. Því hefur verið ákveðið að flytja stöður seðlabankastjóra til Bíldudals og munu þeir hafa aðsetur á Skrímslasetrinu. Einnig verður gerð sú breyting á hlutverki þeirra að þeir munu sjá um umsvif bankans í útplássi Bíldudals en skipuð verður varastjórn sem mun sjá um öll önnur verkefni bankans. Með þessu móti ætla stjórnvöld að auka ferðamannastraum til Vestfjarða, auka áhuga útlendinga í fjármálageiranum á að koma til Íslands og auk þess sparast miklir fjármunir þar sem ekki mun þurfa að sækja skrímsli í Arnarfjörð til að kynna á setrinu. Þar að auki er minn tími kominn og það þýðir fjör."

En því miður hafa fullyrðingar Samfylkingarinnar um að vilja efla atvinnu á landsbyggðinni alltof oft reynst vera orðin tóm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Það væri betur ef satt reyndist...Davíð gæti orðið konungur Vestfjarða !!  Ég vona bara að honum detti ekki í hug að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins....þá væri mælirinn loksins orðonn barmafullur og tími til kominn að taka pjönkur sínar saman og láta sig hverfa úr landi, svei mér þá !!

TARA, 18.2.2009 kl. 08:01

2 Smámynd: Terminator

En var það ekki Framsóknarflokkurinn sem forklúðrað seðlabankafrumvarpinu með því að fara fram á að menntun væntanlegs seðlabankastjóra yrði rýmkuð úr meistaraprófi í hagfræði í "víðtæka reynslu af peningamálum".. ??  

Þetta ákvæði býður upp á mjög víðtækar túlkanir sem menn eru eru einmitt að lenda í vandræðum með núna!!

Því hefði verið heppilegra að halda sig við hið upphaflega þrönga hæfisskilyrði. 

Upphaflega hæfisskilyrðið var ekki þannig meint að bara hagfræðingar gætu gengt stöðunni heldur átti að að koma í veg fyrir geðþóttaskipanir ráðamanna í framtíðinni.

Terminator, 18.2.2009 kl. 08:48

3 identicon

Mér finnst þig setja niður við að taka upp þennan rætna pistil hér. Það er verið að vinna þetta mál faglega allra vegna.  Hélt þú tækir ekki þátt í lýðskrumi.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:49

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Athugasemdir okkar Framsóknarmanna eru mjög samhljóða athugasemdum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Frumvarpið virtist ekki vera mjög vel unnið í upphafi, og allir þeir sem hafa staðið í skipulagsbreytingum í íslenskri stjórnsýslu sjá að það er ekki bara hægt að breyta hæfniskröfum eftir og þar með segja viðkomandi starfsmanni upp.

Yfirleitt hefur eina leiðin til að losna við opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem hafa fastan skipunartíma, að leggja viðkomandi stofnun niður.  Davíð gerði það t.d. með Þjóðhagsstofnun á sínum tíma. Vandamálið er bara að við leggjum ekki Seðlabankann niður.  Hugsanlega hefði verið hægt að búa til nýjan banka með því að sameina hann Fjármálaeftirlitinu en það var allavega ekki leið sem ríkisstjórnin vildi fara.

Á markmiðið með löggjöfinni sem sagt bara að vera að losna við Davíð Oddsson?  En hvað tæki svo við?  T.d. uppfyllir Geir H. Haarde þessi þröngu hæfisskilyrði, hefur margra ára reynslu af stjórn efnahagsmála, nú síðast sem forsætisráðherra.

Við vorum aldrei að tala um að viðkomandi ætti að vera með víðtæka reynslu af peningamálum, heldur einfaldlega að bæta við meistarapróf í hagfræði eða annað sambærilegt.  T.d. eins og meistarapróf í fjármálaverkfræði.

En stundum virðist vera eins og allir aðrir viti betur hvað við Framsóknarmenn sögðum eða viljum en við sjálf :)

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.2.2009 kl. 10:36

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvers eiga frændur mínir á Bíldudal að gjalda? Hvað hafa þeir til saka unnið?

Sigurbjörn Sveinsson, 18.2.2009 kl. 11:34

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er ríkisstjórnarfundur samgönguráðherra hefur orðið. "Ég hef hugsað mér að styrja sýslumanninn í Bolungarvík sem er stjórnarformaður Leiðar ehf. að hann fái leyfi á launum í amk. eitt ár til að sinna félagi sínu betur til hagsbóta vegakerfinu, hvað segir dómsmálaráðherra um það"?

Dómsmálaráðherra: "Já en þá er að finna mann til að gegna embættinu auglýsa það og þetta getur varað lengur en til eins árs"

Forsætisráðherra: "Forsætisráðaneytið getur lánað mann í embættið án auglýsingar, sá gegnir nú formannsstöðu í Seðlabanka íslands gæti dómsmálaráðherra fallist á þann mann hann er þaulvanur í stjórnsýslunni".

Dómsmálaráherra. "Já hann er mjög hæfur í þetta." Allir ráðherrarnir eru sammála um þetta. Framkvæmdin er svona:

  Forsætisráðaneytið 15.2.2009 

Davíð Oddsson. 

Forsætisráðherra gjörir yður kunnugt að ég hefi nú fallist á beiðni dómsmálaráðherra* að hann skipi yður sýslumann í Bolungarvík í eitt ár í senn.Skipunin er samk 22. gr. og 36. gr. l. nr. 70/1996 og tekur gildi þegar dómsmálaráðherra hefur tilkynnt yður flutninginn.  Jóhanna Sigurðardóttir.  

Þetta er fullkomlega löglegt og siðað.   

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.2.2009 kl. 12:18

7 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Eygló: Reyndar er ég nokkuð viss um að það breytir ekki miklu hver verður seðlabankastjóri í komandi framtíð.

Staðreyndin er sú að Seðlabankinn siglir nokkuð lygnan sjó nú og á næstunni. Almenningur hefur engin bein viðskipti við bankann og þess vegna skiptir traust almennings á bankanum litlu máli. Í raun breytir engu hver er við stjórn bankans. Það eina sem breytist við að fá nýjan bankastjóra er að andstæðingar Davíðs þagna vonandi. Bankinn er eins og skip sem bundið er við bryggju og getur sig hvergi hreyft. Meðan svo er, skiptir þá máli  hver er skipstjórinn?

Við megum ekki gleyma því að Seðlabankinn er undir stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og hefur afskaplega litla sjálfstjórn. Það er stóri bróðir sem ræður.

Benedikt Bjarnason, 18.2.2009 kl. 13:45

8 Smámynd: Terminator

Markmiðið með löggjöfinni er fyrst og fremst til að skapa traust og þá aðallega utan landsteinana..   Þetta hefur ekkert með DO að gera.

Það myndi vekja traust ef ríkistjórninni yrði gert kleyft að víkja stjórn seðlabankans eins fljótt og hægt er án þess að þið framsóknarmenn séuð að þvælast.

Það bera að hafa hæfisskilyrðið þröngt þar sem það leiðir til þess að erfiðara verður fyrir ykkur valdamenn að skipa afdankaða pólitíkusa í þetta embætti, þó aldrei sé hægt að útiloka neitt í þeim efnum á samt ekki að leggja stein í götu ríkisstjórnarinnar hvað þetta varðar.

Sjá ekki allir að með því að rýmka þetta hæfisskilyrði þá eru menn aftur komnir í sama farið þar sem hægt er að skipa hvern sem er og verja það þar sem mjög auðvelt verður að túlka skipunina stjórnvöldum hvers tíma í hag.

Terminator, 18.2.2009 kl. 15:20

9 Smámynd: Terminator

Aðeins í viðbót..  Þó að athugsemdir ykkar framsóknarmanna séu nokkuð samhljóða athugsemdum AGS þá bera að líta til þess að fólk hér á landi hefur misst traust á stjórnvöldum því duga ekki sambærileg hæfisskilyrði og hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum.. 

því miður..

Hættið nú að þvælast fyrir og tefja fyrir framkvæmd góðra verka.. 

Terminator, 18.2.2009 kl. 15:35

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver er þín skoðun á þrautarsetu Seðlabankastjóra Eygló ?

hilmar jónsson, 18.2.2009 kl. 22:57

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég var að frétta að það væri búið að finna Framsóknarflokknum samastað, þ.e. á Byggðasafninu að Skógum.  Hann mundi sóma sér vel innan um gamla muni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.2.2009 kl. 00:04

12 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég er verulega farin að efast um að þú hafir nokkra einustu faglega tilburði til þess að geta sett fram stefnu þíns flokks á málefnalegan hátt.

Eygló Harðardóttir, þú ert á launum hjá almenningi þessa lands við þingstörf, en ekki við að haga þér eins og framhaldsskóla-gelgja.

Enn og aftur - sýndu þjóð þinni þá virðingu sem henni ber með því að vinna að málefnum okkar og upplýsa á eðlilegan hátt þau mál sem þinn flokkur er að vinna að.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 02:09

13 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Og hér veður þingmaðurinn um í þekkingunni með því að segja: ,, Yfirleitt hefur eina leiðin til að losna við opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem hafa fastan skipunartíma, að leggja viðkomandi stofnun niður.  Davíð gerði það t.d. með Þjóðhagsstofnun á sínum tíma. Vandamálið er bara að við leggjum ekki Seðlabankann niður." 

Þú lítur þá þannig á að það sé verið að losa sig við opinbera starfsmenn?

Röksemdir forsætisráðherra sem og ótal margra annarra, hér heima og erlendis að eftir þetta stærsta áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir í efnahagslegum skilningi, þurfi þeir sem stýrðu stofnunum eins og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti að víkja, til þess að endurvinna það traust sem þessar stofnanir hafa.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 02:14

14 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Og svona rétt í lokin - þú gantast með þessi mál, þingmaðurinn sjálfur.

Hunskastu til að standa í röð með því fólki sem ekki á fyrir mat handa sér og börnum sínum og þarf því að leita aðstoðar  hjá hjálparstofnunum. Þú  gætir reynt að reita af þér brandara þar í röðinni, með því fólki sem þar þarf að standa í niðurlægingu sinni á meðan það greiðir launin þín.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 02:18

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er ekki komin örlítið of lítil prófkjörs-gelgja í þetta dæmi ?

En hvað með Draugasetur Bjarna Harðar o. co. á Stokkseyri.   Eru sumir ekki bara nokkuð vel geymdir þar ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband