Dagur fyrir lýðræði

Skipan stjórnlagaþings var eitt af lykilskilyrðum okkar fyrir að verja ríkisstjórnina vantrausti og því lögðum við mikla áherslu á að fá að flytja frumvarpið okkar sem fyrst.

Sá dagur er runninn upp!

Frumvarpið er niðurstaða mikillar vinnu innan Framsóknarflokksins, fyrst á vegum íbúalýðræðishóps flokksins og svo málefnahópa flokksþingsins.Síðustu vikur og mánuðir hafa svo sannarlega sýnt okkur að lýðræðið virðist ekki virka eins og skyldi hér á landi. Í 65 ár hefur staðið til að endurskoða stjórnarskránna, og þá sérstaklega þá þætti er varða stjórnskipan landsins. Aldrei hefur náðst sátt á Alþingi Íslendinga til að fara í þessa viðamiklu vinnu og því teljum við nauðsynlegt að taka þetta úr höndum stjórnmálamanna og færa þetta í hendur þjóðarinnar.

Sorglegasta dæmið um þetta var niðurstaða síðustu stjórnarskrárnefndar, þar sem það eina sem menn gátu verið sammála um var hvernig ætti að standa að breytingum að stjórnarskránni.

Allt annað var deilt um.

Við sjáum fyrir okkur að kosið verði á landsvísu um fulltrúa á stjórnlagaþingið, hver og einn hafi allt að sjö atkvæði og geti þannig valið allt að sjö fulltrúa á þingið. Ráðherrar, þingmenn og varaþingmenn ásamt forseta Íslands verða ekki kjörgeng. Kosningar til stjórnlagaþings gætu hugsanlega farið fram samhliða Alþingiskosningunum, eða í haust eins og við kynntum upphaflega.

Það bara ansi gott að vera Framsóknarmaður í dag :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stjórnlagaþing höfuðborgarsvæðisins.

Sigurgeir Jónsson, 18.2.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Þessi mál voru rædd á Borgarafundi í Háskólabíói í gærkvöld.  Þar var lögfræðingur einn af frummælendum en ég heyrði ekki betur á henni, þegar hún sagði frá frumvarpi ykkar, að meiningin væri að þingmenn kæmu að þeirri vinnu ásamt lýðræðislega kosnu fólki.

Er það þá rangt hjá þeim frummælenda?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Þetta er bein tilvitnun úr frumvarpinu okkar: "Kjörgengir til stjórnlagaþings eru allir sem uppfylla kjörgengisskilyrði 34. gr. stjórnarskrárinnar að frátöldum forseta Íslands, ráðherrum, alþingismönnum og varaþingmönnum."

Ef þingmenn og ráðherrar ættu að sitja stjórnlagaþingið, þá væri lítill tilgangur að halda það.  Við gætum þá alveg eins séð um þetta sjálf. Þannig, já ef viðkomandi lögmaður fullyrti þetta þá var það rangt og spurning hvort lögmaðurinn hafi lesið frumvarpið okkar þar sem þetta kemur fram strax í byrjun og var eitt af þeim atriðum sem við kynntum sérstaklega á blaðamannafundi.

Við lögðum einnig áherslu á dreifingu atkvæða á frambjóðendur, og takmörkuðum þannnig atkvæði hvers og eins kjósenda við sjö frambjóðendur.  Það ætti að tryggja mun meiri dreifingu á atkvæðunum, heldur en ef hver og einn kjósandi gæti kosið jafn marga fulltrúa og sæti eiga.

Hugsanlega er hægt að setja inn einhver ákvæði um að ákveðið hlutfall frambjóðenda ætti lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins.  En þetta er eilífðarvandamál hversu þétt við búum, að um 70% íbúa landsins búi á SV-horninu en um 30% utan þess og þá frekar dreift.

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.2.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband