31.1.2009 | 19:40
Niðurstaða liggur fyrir
Þingflokkurinn hefur fallist á að verja ríkisstjórn Samfylkingar og VG vantrausti. Einnig er stefnt að kosningum 25. apríl nk., unnið verður að því að koma á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá auk þess sem gripið verður til aðgerða til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu.
Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman á morgun og fara yfir málin og vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta. Nánari upplýsingar um fundartíma og fundarstað verður að finna á www.framsokn.is
PS: Ó, já - ef einhver er að velta því fyrir sér þá er Framsóknarflokkurinn ekki að fá einn eða neinn stól, hvorki ráðherrastól né forseta Alþingis.
Framsókn ver nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Hvað áttu við með "unnið verður að því að koma á stjórnlagaþingi"? Verður skipuð enn ein nefndin? Eruð þið að lúffa fyrir hinum flokkunum? Á að svæfa þetta þangað til öll lætin eru yfirstaðin?
Eða fær þjóðin loksins að kjósa til stjórnlagaþings, eins og frumvarpið ykkar gerði ráð fyrir? Hvenær yrðu slíkar kosningar?
Ég skal viðurkenna að ég hef á síðustu dögum gælt alvarlega við hugmyndina um að styðja framsókn í fyrsta skipti. Þar átti hugmyndin um stjórnlagaþing mjög stóran þátt.
Jón As (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:57
Til hamingju Eygló.
Kv. Valdemar.
Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:12
Já, ekki væri nú ónýtt ef þú upplýstir okkur áhugafólk um lýðræði á Íslandi, hvernig staðið verður að því að koma stjórnlagaþinginu á legg!
Auðun Gíslason, 31.1.2009 kl. 20:28
Vonandi hafa stjórnarflokkarnir samþykkt tillögu Framsóknar um stjórnlagaþing eins og grasrótarhópurinn www.nyttlydveldi.is gerði; í því felst að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi er falið með stjórnarskrárbreytingu að endurskrifa stjórnarskrá frá grunni. Ef slíkt er ekki gert með stjórnarskrárbreytingu heldur bara lögum, þingsályktun, erindisbréfi ráðherra eða fundarboði þá er ekki um að ræða stjórnlagaþing heldur enn einn borgarafund úti í bæ eða enn eina stjórnarskrárnefndina sem getur ekki lokið verkinu. Sjá nánar ítrekaðar færslur á bloggi mínu http://neytendatalsmadur.blog.is/blog/neytendatalsmadur/ og hér.
Gísli Tryggvason, 31.1.2009 kl. 20:37
Gott væri að fá að vita hvað það er í núverandi stjórnarskrá sem hefur leitt til efnahagsvandans í dag. Hvað greinar þarf að endurskoða til að koma í veg fyrir hrun síðar?
Einnig:
"...þá er Framsóknarflokkurinn ekki að fá..." Þetta er ekki góð íslenska. Betur færi á að segja: "... þá fær Framsóknarflokkurinn ekki...."
Sigurjón (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:44
Fær ekki forseta Alþingis???????
Hvernig væri aðeins að vakna, hvað með málefnin, fyrir fólkið, fyrirtækin, hverjum er ekki sama um forseta Alþingis, hverslags rugl er þetta.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 31.1.2009 kl. 20:58
Góð spurning, hverju vilja menn breyta í núverandi stjórnarskrá og hvað í núverandi stjórnarskrá á ekki heima þar lengur. Á að breyta henni vegna hugsanlegri Evrópu aðild. ??
Önnur spurning, Norðmenn gáfu í skin að hugsanlega gætu Íslendingar tekið upp Norska krónu, en ætlar þá Norski seðlabankinn að verja okkur, eða ætlar þeir eingöngu að leifa okkur að nota norsku myntina.??
Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:38
Auðvitað vill framsókn hvorki ráðherrastól né annað ábyrgðahlutverk. Framsókn vill bara njóta ávaxtanna af því sem vel gengur en forðast að takast á við erfiðu verkin sem bíða ríkisstjórnarinnar. Framsókn hefur ekkert breyst þrátt fyrir nýtt yfirbragð.
Björn (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:12
Framsókn er í hinu föðurlega hlutverki að leiða þá sem er villugjarnir á rétta braut.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 31.1.2009 kl. 22:43
Já einmitt. Annar þeirra flokka sem ber mesta ábyrgð á hruninu, flokkur sem er gegnsýrður af eiginhagsmunapoti og klíkuskap, ætlar að leiðbeina nýrri ríkisstjórn í efnahagsmálum. Það verður athyglisvert að sjá hvernig íslenskur almenningur svarar því.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:36
Sigurjón spyr: "…hvað það er í núverandi stjórnarskrá sem hefur leitt til efnahagsvandans…"
Að því er ég bezt veit, er ekkert í Stjórnarskránni um Seðlabankann eða peningastefnu hans. Það má því segja, að skortur á ákvæðum í Stjórnarskránni hafi valdið efnahagsvandanum.
Að mínu mati er bezti kostur okkar í peningamálum, að taka upp Myntráð. Til að auka traust á því fyrirkomulagi og hindra fyrirvarlausar ákvarðanir hvað það varðar, mæli ég eindregið með að starfsemi Myntráðsins verði fest í Stjórnarskránni. Ég hef undir höndum drög að laga-texta um starfsemi Myntráðs, sem samin voru af sérfræðingum á þessu sviði.
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 23:59
Eru valdaklíkurnar í framsóknarflokknum búnar að komast að samkomulagi ?
Það var verið að segja mér að ein klíkan væri ekki búin að samþyggja, þess vegna hafi þetta allt tafist !
Nýji formaðurinn , með ,,enga fortíð" , hafi farið af stað með ekkert umboð þegar hann tilkynnti stuðning framsóknarflokksins !
Hvaða klíka er það sem ekki gaf loforð ?
JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 03:35
Maddaman gerir aldrei neitt frítt. Hún vill altaf fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Framsóknarflokkur=Geggjuð spilling
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.