Að kasta krónunni...

Þessi frétt er dæmigerð fyrir þær aðgerðir sem einkennt hafa stjórnartíð Guðlaugs Þórs í heilbrigðisráðuneytinu. Flatur niðurskurður, ekkert samráð og alger skortur á heildarstefnu í heilbrigðismálum.

Í stað þess að leggja fjármagn í að hjálpa fólki við að búa heima hjá sér eins lengi og mögulegt er, verða aðgerðir sem þessar til að neyða aldraða inn í rándýr hjúkrunarrými. Fyrir fólk sem enn hefur viljann og getuna til að lifa sjálfstæðu lífi, en þarf aðstoð til þess, er fátt ömurlegra en að þurfa annað hvort að leggjast upp á ættingja eða enda inni á stofnun langt fyrir aldur fram. 

Fjárfesting í þjónustu sem þessari, þ.e. allt að fjögurra vikna greiningu, endurhæfingu og þjálfun, til þess að hjálpa fólki til að búa áfram heima, sem og efling heimahjúkrunar, getur þegar á heildina er litið sparað gríðarlegar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu, án þess að leggja óhóflegar byrðar á herðar ættingja viðkomandi.

Eins og Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir, bendir á dugar fjármagnið sem sparast við að loka 200 rýmum á borð við þessi aðeins til að reka 15 hjúkrunarrými. Þarna er verið að spara eyrinn, en kasta krónunni.


mbl.is Deildum lokað á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hugsa sér.... Og þinn flokkur studdi  svona menn til valda í ótal-ár   og undir ykkar verndarængi ár eftir ár, þið gerðuð lítið annað en að kóa með mönnum eins og Guðlaugi. Guði sé lof að þið voruð farin úr ríkisstjórn á sínum tíma ... því annars væru íslendingar ennþá undir ofuroki þessa fasistaflokks og sennilega skollin á borgarastyrjöld... Þú værir værir að verja verknað Guðlaugs Þ Þórðarssonar ... en ekki að tala gegn honum.

Ég mun aldrei nokkurn tíman kjósa framsókn ... því þið olluði þessu bankahruni og eruð því samsek... Þið eruð miklu sekari en Samfylkingin.

Brynjar Jóhannsson, 29.1.2009 kl. 18:32

2 identicon

Sorglegt að vera að upplifa þessa tíma. Það mætti halda að ráðamenn ættu enga ættingja sem þurfa á hjúkrun eða öldrunarþjónustu að halda. Íslendingar hafa stært sig ef ,,bestu" heilbrigðisþjónustu í heimi. Það hefur reyndar verið orðuð aukið en nú förum við langt aftur í tímann með öllum niðurskurði og ,,sparnaði". Ég segi við ráðamenn til hamingju með þennan áfanga, eitthvað sem þeir hljóta að vera stoltir af. Það er ástæða til að kvíða framtíðinni sem Íslendingur.

Ragnheiður Elín Clausen (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:55

3 identicon

Það er líka búið að setja á okkur sérstakt gjald sem stundum Iðjuþjálfun á Geðsv. Landspítala v/Hringbraut. Það finnst mér fáránlegt. Það er mjög furðulegt að skjólstæðingar sem eiga við andlega erfiðleika að stríða að þeir þurfi að borga fyrir að sækja sér stuðning eins og Iðjuþjálfun. Þetta er til háborinnar skammar. Maður er sorgmæddu yfir þessu. Ég tek það fram að ég er í Iðjþjálfun.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú hafið þið Framsóknarmenn tækifæri Eyjaglósdís:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2009 kl. 20:58

5 identicon

Takk framsókn fyrir ykkar stuðning við minnihlutastjórnina, þetta var það sem kom Sjálfstæðisflokknum frá. En þið megið ekki hlaupa svo í fangið á Sjálfstæðismönnum eftir kosningar og gera sömu löngu mistökin og urðu flokknum ykkar næstum að falli. Með þennan nýja formann er alveg möguleiki á að maður styðji framsókn, en fyrst verðið þið að biðja þjóðina afsökunar á einakavinavæðingunni, sölu bankanna, sölu 'islenskra aðalverktaka, kvótakerfinu og það að hafa stutt spillingarflokkinn í öll þessi ár. heldur þú að þið séuð nógu auðmjúk að þið getið gert þetta?

Valsól (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:46

6 identicon

Sæl Valsól.. Framsóknar menn eru þegar komnir í fangið á sjálfstöðis mönnum,,Ég sá í fréttum í dag að aðal ráðgjafi þeirra í efnahagsmálum núna er prófessor Ragnar Árnason verri helmingurinn af Hannesi H Gissurarsyni,saman eru þeir höfundar og boðberar kódakerfisins,sem allir eru sammál um að er byrjunin ? og orsök hrunsisn...feinst þér þetta gæfuleg birjun.?

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:40

7 identicon

Eygló, hugmyndir Guðlaugs og Heilbrigðisráðuneytisins voru að mörgu leyti mjög góðar en því miður lentum við í þessu hruni áður en þær komu til framkvæmda. Það er mjög mikilvægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu og löngu kominn tími til þess. Hitt er annað mál að hagræðing á ekki að þurfa skerðingu á þjónustu eða að illa sé farið með fólk. Persónulega finnst mér hjúkrunarheimili barn síns tíma, mér finnst þar vera brotið á mannréttindum og þjónustu og vil sjá allt öðruvísi framkvæmdir til hagsbóta fyrir aldraða í framtíðinni.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband