Flokksblaðið á fullu

Morgunblaðið virðast eiga orðið ægilega erfitt með að höndla hlutleysi fréttamanna þegar á reynir. Í forsíðufrétt blaðsins er fyrirsögnin: "Greinir á um kosningar - Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn styðja ekki frystingu eigna auðmanna".

Þar er sem sagt ýjað að því að Framsóknarflokkurinn setji sig upp á móti hugmyndum VG um frystingu eigna auðmanna, væntanlega í þeim tilgangi að sá fræjum tortryggni meðal almennings. Þessi fullyrðing er reyndar hrakin síðar í greininni, þar sem Steingrímur J. Sigfússon segir slíkt ekki einu sinni hafa verið borið undir Framsóknarmenn.

Ég veit ekki til þess að þessar hugmyndir hafi almennt verið ræddar í okkar hópi, því við eigum ekki beina aðkomu að þessum stjórnarmyndunarviðræðum.

Einfalt hefði verið fyrir viðkomandi blaðamann að hafa samband við forystu flokksins og fá staðfestingu á því hvort eitthvert tilefni væri til að slengja svo gildishlaðinni fullyrðingu í undirfyrirsögn á forsíðu blaðsins. En menn verða víst að kyssa vöndinn uppi í Hádegismóum ef þeir ætla að starfa áfram fyrir Sjálfstæðisflokkinn Morgunblaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Morgunblaðið hefur aldrei verið frjálst og óháð frekar en D.V og Stöð 2.

Hefjum nýtt Morgunblað  upp sem samvinnufélag  hækkum áskriftina og tökum hluta af hækkuninni sem stofnfé svo getur fólk borgað beit inn stofnfé þegar allir áskrifendur leggja til sem svarar til sömu upphæðar og áskriftin er í 3 til 5 ár er komið allnokkuð stofnfé Hættum að lesa hálfsannleik þar sem eigendur ráða öllu sem birt er.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 15:34

2 identicon

Ég er með spurningar um hvort það verði stillt upp á framboðslistana í öllum kjördæmum eða  á að vera opið prófkjör eða lokað og bara flokksmenn eigi að kjósa frambjóðendur ? Undirritaður vill að kosið verði í apríl . Með kveðju Hannes Helgason

Hannes Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Það er ekki hægt að mynda þessa stjórn án ykkar Eygló mín. Beint eða óbeint skiptir ekki máli. Það sem þið ákveðið núna er ávísun á framtíð flokksins eða ekki að mínu mati.

Jónína Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Snorri Gestsson

eru framsóknarmenn með eða á móti að reynt verði að ná til fjármuna þessara manna með öllum tiltækum ráðum eða er allt opið enn í báða ?

Snorri Gestsson, 28.1.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki nóg með það.  Glitnir, banki í eigu ríkisins, borgar 150 milljónir á mánuði til að halda áfram þessu málgagni argasta afturhalds í Evrópu.  Nú fer í hönd kosningabarátta þar sem Mbl. munverða  beitt af hörku fyrir sjálfgræðisflokkinn.  Og ríkið borgar! Viðskiptablaðið, málgagn nýfrjálshyggjunnar, kostar ríkisbankann 10 milljónir á mánuði.  Samtals á ári eru þetta tæpir 2 milljarðar á ári.  Reynt hefur verið án árangurs að pranga þessum sneplum inná einhverja auðmenn.  Hver stendur á bak við svona sukk?  Sjálfgræðisflokkurinn?  Hversvegna er þetta ekki sett í gjaldþrot?

Auðun Gíslason, 28.1.2009 kl. 20:16

6 identicon

Hvers vegna eruð þið Eygló að daðra við þetta stjórnarmynstur sem er í uppbyggingu?  Hvað segir saga Framsóknar um samstarf við vinstri flokka í ríkisstjórnum?  Hugsaðu út í hvernig efnhagsástandið var í kringum 1980 á þeim tíma sem verðtryggingin var sett á.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn hefur lýst því yfir að hann verji þessa ríkisstjórn falli.Það hlýtur að þýða stuðningur við atkvæðagreiðslur.Framsóknarflokkurinn ber því að sjálfsögðu fulla ábyrgð á þessari ríkisstjórn. Hann er ábyrgur fyrir öllum hennar gjörðum og þingmenn Framsóknarflokksins.Það hlýtur og er væntanlega öllum ljóst það efast ég ekki um og vonandi gera Samfylking og VG sér það ljóst áður en flanað er að einhverju.

Sigurgeir Jónsson, 28.1.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Jón Finnbogason

Það er nú ekki búið að ganga að neinum ólögum vinstri grænna og verður sjálfssagt ekki gert.

Ætli "daðrið" snúist ekki fyrst og fremst um að skapa sátt í samfélaginu þannig hægt verði að fara í kosningar hið snarasta.

Jón Finnbogason, 28.1.2009 kl. 22:08

9 identicon

Það er erfitt að sjá að nokkra hægri slagsíðu á fréttamiðlum í dag. Hvernig er annars staðan hjá Framsóknarflokknum í dag eftir allar spillingafréttirnar úr Kaupþing bank sem eins og frægt var fór í hendurnar á framsóknarmönnum þegar góssinu var skipt.

Landið (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:14

10 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Landið. Ræðir um spillingarbankann K.B Hverjir voru þar í stjórn og í lánanefnd var ekki Illugi Gunnarsson þar og Gunnar Páll hjá verslunarmönnum og ekki veit ég til að Sigurður Einarsson hafi verið í Framsókn og ekki Hreiðar Már það var einhvertíma sýnt  frá landsfundi Sjálfstæðismanna þá man ég eftir að hafa séð Sigurð Einarsson þar þannig að landið ætti að líta í enginn barm og horfa á sýna menn og skamma þá. Jónína Ben ég skil ekki hvað þú ert að fara ekki vildir þú vera í Sjálfstæðisflokknum og nú sýnist mér að þú viljir að Framsókn fari í stjórn með þeim það gerum við ekki nærri strax nema annað sé fullreynt.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 22:56

11 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Það má nú deila um það , hver á þetta sorprit . skuldar þetta rit ekki 4.5 miljarða .

Vigfús Davíðsson, 29.1.2009 kl. 07:22

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hættir Morgunblaðið daðri sínu við Sjálfstæðisflokkinn?

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn að komast í stjórnarandstöðu eftir 17 ára setu á valdastólum. Hann fær að minnsta kosti þriggja til fjögurra mánaða frí. Þetta er alveg ný staða fyrir flesta þingmenn flokksins og fróðlegt verður að sjá hvernig þeir höndla hana. Munu þeir reyna að tæta allt niður sem nýja stjórnin leggur til, eða jafnvel hjálpa til við að ýta vagninum upp brekkuna, sem þeir áttu svo ágætan þátt í skapa?

Svo er annað. Hvernig bregst Morgunblaðið við nýju stjórninni? Sem áskrifanda er mér ekki sama. Ég vil að blaðið gæti hlutleysis, en leggist ekki á sveif með nýju stjórnarandstöðunni. Nú er allt svo breytt hjá okkur. Mogginn getur tekið þátt í breytingunni með því að hætta daðri sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Hann græðir ekkert á því lengur og hefur kannski aldrei gert..

Björn Birgisson, 29.1.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband