Málefnin á oddinn!

Stjórnarslit urðu í dag og Geir H. Haarde skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forseta seinni partinn í dag. 

Ég er algjörlega sammála forseta Íslands um að víkja hefðum til hliðar.  Það gerði forsetinn þegar hann kynnti hugmyndir sínar um brýnustu verkefnin framundan.  Þau eru að hans mati:

1) Ná samfélagslegri sátt svo að átök lægði í samfélaginu.
2) Ákvarðanir yrðu teknar af öryggi og ábyrgð.
3) Kjósa ætti til Alþingis sem fyrst.
4) Fundinn yrði farvegur fyrir umræðuvettvang til að ræða nýja stjórnskipan og nýja stjórnarskrá, nýtt lýðvelda eins og það hefði verið orðað í opinberri umræðu undanfarið.

Þetta er algjörlega í samræmi við tilboð Framsóknarmanna um stuðning við minnihlutastjórn Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar.  Þar segir: "Þetta er háð því að kosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs. Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins."

Ný ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, varðhundi auðvaldsins, og hreinsun í stjórnkerfinu ætti að leiða til þess að átök lægi.  Taka þarf ákvarðanir, punktur, ólíkt þeirri ákvarðanafælni sem einkennt hefur ríkisstjórn Geirs H. Haarde og gæta hagsmuna fólksins í landinu.  Kosið verði sem fyrst, og þá í síðasta lagi 25. apríl skv. okkar tillögu.  Að lokum eru Framsóknarmenn tilbúnir með farveg fyrir gerð nýrrar stjórnarskrár, eins og kemur fram í ályktun okkar um stjórnlagaþing.

Þetta á ekki að snúast um einhverja stóla eða hver getur ausið meiri drullu yfir hvern.

Þetta á að snúast um málefnin og velferð þjóðarinnar.


mbl.is Ekki verið samið um neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Almáttugur Eygló mín ! Ekki vissi ég að Framsókn vildi í kommabandalag.

Jónína Benediktsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Málefnin á oddinn sagðir þú! Hvaða málefni setti nýr framsóknarformaður sem skilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar?

Hér duga sýnilega vettlingatökin best - sýnist mér!

Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæl Jónína og velkomin heim!

Ekkert bandalag, aðeins stuðningur og alltaf með málefnin nr. 1, 2 og 3 og hagsmuni fólksins. 

Eygló Þóra Harðardóttir, 26.1.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

og síðan verði öllu fórnað á altari ESB með því að segja já við þúsund milljarða skuldum sem leggjast á okkur vegna Icesave?

Fannar frá Rifi, 26.1.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það væri þokkalegur fjandi ef Jónína ný-framsóknarmaður verður að skipta strax um flokk útaf einhverju ekkesens kommabandalagi. Og hver ætti hún svosem að fara kerlingaranginn? Heim í fagradal Sjálfstæðisflokksins? Eða í selskap með Trukka-Stulla og Ástþóri Magg?

Jóhannes Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Til hamingju með  kjörið. En hvers vegna tók ekki Framsókn til í ranni frjálshyggjunnar þegar hún sat í Ríkisstjórn? Hvað með samvinnusjóðinn sem nú er tómur, og var í umsjón framsóknarmanna.?Andlitslyfting er bara fegrunaraðgerð sem sýnir breyt útlit, en grunnurinn er sá sami. Því miður. En til hamingju en og aftur og vertu bara þú sjálf.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 26.1.2009 kl. 23:13

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er öllum ljóst, nema einhverjum kommaræflum sem eru aldrei til friðs og jafnvel ekki í eigin flokki,að framsókn ræður.Og vitanlega er það klókt og mjög gott að láta  kommana og kratana kála hvor öðrum, með því að dengja þeim saman í ríkisstjórn en koma samt ekki of nálægt þeim.Það verður ekki jafnmikill gorgeir í þér Jóhannes eftir kosningarnar í vor.Þú þarft ekkert að óttast kommana Jónína, þeir kála hver öðrum eins og þeir hafa alltaf gert.

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2009 kl. 23:39

8 Smámynd: Haukur Kristinsson

gaman verður að sjá vinstristjórn vinna saman, það verður brandari sem verður dýrkeyptur, er búinn að taka út sorgina af vinstristjórn með því að gráta í 2 daga, vona að það dugi

Haukur Kristinsson, 27.1.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband