Í villu og svima, Geir...

Ein helstu rök Geirs H. Haarde fyrir að núverandi ríkisstjórn haldi áfram er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vilji það. Sú fullyrðing virðist ekki eiga við rök að styðjast miðað við svör Mark Flanagan, yfirmanns áætlunar sjóðsins gagnvart Íslandi við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir: "Mörg ríki hafa farið í gegnum kosningar og sum hafa jafnvel skipt um ríkisstjórn á meðan unnið er eftir áætlun Sjóðsins, án þess að áætlunin truflist mikið," og "Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja góðar stefnur og eins lengi og viðeigandi stefna er við lýði á Íslandi mun áætlunin halda áfram."

Geir virðist því vaða í villu og svima um hversu ómissandi Sjálfstæðisflokkurinn er í núverandi ástandi miðað við svör Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

En MBL virðist telja stórhættulegt að skipta út ríkisstjórninni, en það er s.s. allt í lagi að skipta út eins og einum forsætisráðherra tímabundið, ef ég skil fréttina rétt.

 


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég leyfi mér Eygló, að fullyrða, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki önnur markmið varðandi Ísland, en að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Sú afstaða hefur ekki alltaf verið ríkjandi hjá IMF gagnvart löndum í neyð. Þannig beitti sjóðurinn sér fyrir falli Suharto (1921 - 2008) í Indónesíu, árið 1998. Þetta var gert að undirlagi Bandaríkjanna.

Efnahagskreppan í Asíu 1997/98 kom illa við Indónesíu og til stóð að koma þar á Myntráði. Talið var öruggt að það myndi koma efnahagnum á sléttan sjó, en jafnframt var talið fullvíst að efnahags-stöðugleiki myndi tryggja Suharto áframhaldandi völd. Þetta féll ekki í kramið hjá Liðhlaupanum frá Arkansas, Bill Clinton.

Clinton misnotaði því IMF til að þvinga Indónesíu, að búa við seðlabanka og halda gjaldmiðlinum á floti með háum lánum. Allt endaði þetta auðvitað með efnahagshruni og Suharto hrökklaðist frá völdum. Hér er hægt að lesa grein um þetta, frá fyrstu hendi, eftir Steve Hanke:

http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=7772

Myntráð myndi leysa okkur undan háu lánunum frá IMF og þetta myndu þeir samþykkja, því að fjármagn skortir um allt. Ekki er nein ástæða til að taka mark á bullinu í Gylfa Zoega.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er bara hræðsluáróður (það eru þeir sem eru hræddir)!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Heidi Strand

Kosningar núna kemur sér illa fyrir sumir flokka.

Eygló, mig langar til að benda ykkur á að bein þýðing af Framsóknarflokkinn á norsku er Fremskrittspartiet. Það er sama nafnið á norska flokkinn sem líkastur Dansk folkeparti og Frjálslynda hér, bara hann er miklu meira hægrisinnaður en það íslenska.
Fremskrittspartiet er dökk blátt.
Norskir fjölmiðlar segi oft að Selvstendighetspartiet var í stjórn með Fremskrittspartiet. Þetta er mjög villandi.

Þegar ég þýði yfir á norsku segi ég að þið eru það sama og Senterpartiet í Noregi.

Heidi Strand, 25.1.2009 kl. 10:55

4 identicon

Loftur, og ég sem hélt að IMF hefði lánað Geir þetta persónuleg:)

itg (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú veitst þú betur Heidi !

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2009 kl. 11:43

6 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 25.1.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband