23.1.2009 | 13:33
Blendnar tilfinningar
Það eru mjög blendnar tilfinningar sem bærast í brjósti mér þessa stundina.
Rétt fyrir hádegi bárust fréttir af því að höfuðmein Ingibjargar Sólrúnar væri góðkynja, en skömmu síðar tilkynnti Geir H. Haarde að greinst hafi illkynja æxli í vélinda hans. Hugur okkar hlýtur að vera með Geir, ættingjum hans og vinum, nú þegar hann hefur þá þrautagöngu sem Ingibjörg hefur verið á undanfarið misseri. Við getum aðeins vonað að rætist úr hjá honum eins og virðist vera að gera hjá formanni Samfylkingarinnar.
Það hlýtur þó að vera fagnaðarefni, mitt í þessari persónulegu sorg, að báðir stjórnarflokkarnir virðast samstíga um að boða til þingkosninga í vor. Geir hefur gefið út að þær verði 9. maí og verður það að teljast ásættanlegt, þó Framsóknarmenn hefðu gjarnan viljað kjósa fyrr, úr því sem komið er.
Það er þó áhyggjuefni ef ætlunin er að framlengja líf þessarar ríkisstjórnar fram að kosningum. Það aðgerðaleysi og pattstaða sem einkennt hefur stjórnina frá því efnahagshrunið varð er ekki það sem þjóðin þarf á að halda næstu mánuði. Við þurfum nauðsynlega að hreinsa til í stjórnkerfinu og bankakerfinu og það strax. Sú hreinsun verður ekki gerð á vakt núverandi stjórnarflokka. Svo mikið er víst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér líður nákvæmlega eins og þú ert að lýsa.
Mér finnst þrátt fyrir sorglegar fréttir að fólk megi ekki missa stjónina á því að það verður að slíta þessari stjórn. Hún er jafn vanhæf og hún hefur verið.
Svo vil ég þakka þér alveg frábæra ræðu sem þú hélst í gær á Alþingi.
Þú hreinlega kveiktir í hjartanu á mér.
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:37
Aðeins of fljót á mér.
Á að standa "missa sjónar á" (held ég). Haha
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:37
Það er ánægulegt að fylgjast með því hvernig Framsóknarmenn virðast ætla að taka forustu um nýja efnahagsstefnu. Einhver hlaut auðvitað að verða fyrstur til að greina stöðuna rétt og sýna skilning, sem sárlega hefur vantað hjá flestum stjórnmálamönnum landsins. Þótt ég sé ekki í Framsóknarflokki fagna ég samt frumkvæði Framsóknar.
Lykilatriði í núverandi stöðu, er að taka upp nýjan gjaldmiðil og festa verðmæti hans með stoðmynt, sem gjarnan ætti að vera US Dollar. Af traustum gjaldmiðli leiðir óhjákvæmilega efnahagslegur stöðugleiki, sem lýsir sér í að verðbólga mun nær hverfa, vextir lækka, eignabruni stöðvast og lánskjaravísitala verða óþörf.
Framsókn þarf að gera nákvæmari grein fyrir hvernig við tökum á efnahagsmálunum. Ef það verður gert á sannfærandi hátt mun flokkurinn uppskera í nærstu kosningum eins og til er sáð.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.1.2009 kl. 20:14
Tek undir með henni Jenný að ofan. Þú ert að koma mjög sterk inn Eygló og skyggðir algjörlega á framboðsframbjóðandann hjá Ingva Hrafni um daginn. Auðvitað erum við öll harmi sleginn yfir veikindum Geirs. Þetta er manneskjulega hliðin á stjórnmálunum. En það breytir því ekki að halda þarf áfram að takast á við gríðarlegan vanda sem bíður okkar. Eftir fréttir dagsins finnst mér enn meiri ástæða að leysa upp stjórnina. Hver á svo sem að taka við stjórnartaumunum í núverandi stjórn?
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:20
Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.