Kostnaður við prófkjör

Í frétt sem Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar í Fréttablaðið í dag er því haldið fram að ég hafi ekki svarað fyrirspurn um kostnað vegna prófkjörs. Það er ekki rétt. Hið rétta er að ég sendi Jóni eftirfarandi tölvupóst þann 5. desember, eftir að ég hafði frétt af fyrirspurninni eftir krókaleiðum.

From: Eygló Þóra Harðardóttir
Sent: 5. desember 2008 10:53
To: jse@frettabladid.is
Subject: Svar við fyrirspurn

Sæll Jón,

hér er svarið mitt:

Prófkjörsbarátta mín í Suðurkjördæmi kostaði á milli 700-800 þús. kr. Ég greiddi sjálf stærsta hluta kostnaðarins auk þess sem fjölskylda mín studdi mig fjárhagslega. Lítill hluti kom frá einstaklingum og fyrirtækjum mér ótengd, eða innan við 100 þús. kr.

bkv. Eygló
-------------------
Eygló Harðardóttir

þingmaður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega ekki nógu krassandi frétt fyrir hann Eygló.  Mér finnst þess virði fyrir hanna að hefja rannsókn á kostnaði þeirra sem ekki vildu svara honum.  En geri ráð fyrir að eigendahagsmunir leyfi það ekki miðað við atburðarrásina í DV. Langar að varpa til þín einni spurningu:  Telur þú að þú hefði náð "betri" árangri í prófkjörinu ef þú hefðir eytt hærri upphæð?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Einar,

Nei, ég er ekkert viss um að ég hefði náð meiri árangri með því að eyða meiri fjármunum.  Ég var með önnur flest atkvæðin af frambjóðendum á heildina litið og er mjög stolt af því og ánægð með þann stuðning sem ég fékk í prófkjörinu.

Hins vegar er ég ekkert viss um að prófkjör séu endilega besta leiðin til að velja á lista fyrir kosningar. Þau kosta mikið, hjálpa ekkert við nýliðun og skilja oft eftir sig mikil sárindi og reiði. 

Það finnst engum gaman að tapa, sérstaklega þegar mikið er lagt undir.

Eygló Þóra Harðardóttir, 17.12.2008 kl. 22:16

3 identicon

Takk fyrir svarið Eygló.  Er vonandi mörgum öðrum til eftirbreytni. Líst vel á þína sýn og skoðanir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband