8.12.2007 | 22:18
Kurt Cobain vs. Amy Winehouse
Ég stóð nýlega í plötubúð og var að velta fyrir mér hentugum jólagjöfum fyrir frænkur mínar. Fyrir framan var standur af diskum með m.a. Amy Winehouse og Britney Spears.
Eftir að hafa teygt mig eftir Back to black og Blackout stóð ég augnablik og tvísteig. Í gegnum hugann flugu hugsanir eins og hvers konar fyrirmyndir væru eiginlega Amy og Britney. Væri ekki miklu sniðugra að gefa disk með Páli Óskari, þar sem hann virðist lifa svo miklu heilbrigðara lífi en þessar tvær?
Eða var ég kannski að meta tónlist þeirra eftir einhverri annarri forsendu en ég myndi meta tónlist karlmanna?
Ekki lifðu Mick Jagger eða Kurt Cobain sérstaklega heilbrigðu líferni og enn eru þeir feikna vinsælir listamenn. Virtir um allan heim, og skilst mér að nú séu að koma út tvær myndir um Kurt Cobain og líf hans.
Því fannst mér athyglisvert að sjá spjallþráð á washingtonpost.com um nákvæmlega þetta. Þar var spurt af hverju fá karlkyns listamenn ekki sömu neikvæðu umfjöllunina og t.d. Amy Winehouse? Í spjallþræðinum er minnst á Kiefer Sutherland og Pete Doherty. Báðir þessir menn hafa verið nappaðir fyrir áfengis- og fíkniefnamisnotkun, án þess að það hafi haft nein sérstök áhrif á fjölmiðlaumfjöllun eða starfsferil þeirra. Þeir virðast jafnvel fá aukna athygli og allt að því aðdáun fyrir að vera alvörutöffarar.
Eftir að hafa lesið þennan spjallþráð, var ég eiginlega frekar stolt af sjálfri mér.
Ég nefnilega hnussaði yfir mínum eigin hugsunum, skellti Amy og Britney í körfuna og hugsaði um leið að ég væri allavega að borga brotabrot af lögfræðikostnaði þeirra.
Eftir að hafa teygt mig eftir Back to black og Blackout stóð ég augnablik og tvísteig. Í gegnum hugann flugu hugsanir eins og hvers konar fyrirmyndir væru eiginlega Amy og Britney. Væri ekki miklu sniðugra að gefa disk með Páli Óskari, þar sem hann virðist lifa svo miklu heilbrigðara lífi en þessar tvær?
Eða var ég kannski að meta tónlist þeirra eftir einhverri annarri forsendu en ég myndi meta tónlist karlmanna?
Ekki lifðu Mick Jagger eða Kurt Cobain sérstaklega heilbrigðu líferni og enn eru þeir feikna vinsælir listamenn. Virtir um allan heim, og skilst mér að nú séu að koma út tvær myndir um Kurt Cobain og líf hans.
Því fannst mér athyglisvert að sjá spjallþráð á washingtonpost.com um nákvæmlega þetta. Þar var spurt af hverju fá karlkyns listamenn ekki sömu neikvæðu umfjöllunina og t.d. Amy Winehouse? Í spjallþræðinum er minnst á Kiefer Sutherland og Pete Doherty. Báðir þessir menn hafa verið nappaðir fyrir áfengis- og fíkniefnamisnotkun, án þess að það hafi haft nein sérstök áhrif á fjölmiðlaumfjöllun eða starfsferil þeirra. Þeir virðast jafnvel fá aukna athygli og allt að því aðdáun fyrir að vera alvörutöffarar.
Eftir að hafa lesið þennan spjallþráð, var ég eiginlega frekar stolt af sjálfri mér.
Ég nefnilega hnussaði yfir mínum eigin hugsunum, skellti Amy og Britney í körfuna og hugsaði um leið að ég væri allavega að borga brotabrot af lögfræðikostnaði þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tjah, ætli munurinn á Britney og t.d Kurt Cobain sé ekki aðallega sá að Cobain neitaði aldrei sinni eiturlyfjaneyslu, hann eiginlega talaði um hana eins og ekkert væri eðlilegra. Sem gerir það ekki beint eftirsóknarvert fyrir blaðamenn að reyna að "bösta" hann fyrir að neyta fíkniefna, það vissu það allir anyways.
Britney kellinguna hinsvegar er kannski öðru máli farið þar sem hún bjó til ímynd, ímynd um þessa fullkomnu saklausu suðurríkja stelpu sem svaf ekki hjá, reykti ekki og drakk ekki, hvað þá notaði ólögleg fíkniefni. Hún var böstuð, eftir að hafa ítrekað neitað fyrir alla notkun fíkniefna. Hún líka reynir að fela það, eftir bestu getu en þann dag í dag. þrátt fyrir að allir viti betur...
Annars bara mínar pælingar útfrá þessu
Friður!
Signý, 9.12.2007 kl. 01:17
Gott hjá þér !!!! Hef stundum hugsað um þetta og dottið í hug hvort það séu konur sem skrifa mest af þessu um þessar ólánsömu konur?? Einhversstaðar stendur að konur séu konum verstar. En ekkí í þínu tilviki gott hjá þér að kaupa diskana:D En aðal ástæða þess að ég skrifa hér núna er :
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!! Vonandi áttu góðan afmælisdag:) sumt man maður!
kv. Ásta
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.