Stofnfjárbréf eftirsótt?

Samkvæmt frétt á bloggsíðunni Markaðurinn þá virðist vera mikill titringur í kringum stofnfjárbréfin í Sparisjóðnum í Vestmannaeyjum.  Allavega einn aðili hefur auglýst eftir bréfum og þegar áhugasamir hringdu svaraði lögmaður í umboði kaupenda.  

Talað hefur verið um að stofnfjárbréfin munu fara á allt að fjörutíu til fimmtíu milljónir króna, sem þykir ágætis ágóði fyrir þá sem lögðu upphaflega fram 55 þúsund krónur eða minna.  

Þeir sem helst eru grunaðir um að sækjast eftir bréfunum eru víst Byrs-menn og Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður.  Skv. Markaðsblogginu er víst talið betra að hafa Guðmund þar, en í einu af fjöreggjum Eyjamanna,  Vinnslustöðinni.

Menn verða þó að stíga varlega til jarðar og hafa í huga hver upphaflegur tilgangur stofnfjáreigenda var og markmið sjóðsins.

Að styðja við samfélagið Vestmannaeyjar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Sparisjóðurinn hlut í VSV ?

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 09:24

2 identicon

Sparisjóðurinn á 0,85% í Vinnslustöðinni svo það er langsótt að Guðmundur ætli inn í gegnum hann.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband