Framboð til formanns LFK

Næstkomandi laugardag, 18. ágúst verður haldið í Reykjavík landsþing Landssambands Framsóknarkvenna.  Ljóst er að Bryndís Bjarnason, núverandi formaður LFK, hyggst hætta formennsku.

Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í LFK.

Undanfarin ár hef ég tekið mjög virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins. Ég var í 4. sæti á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir síðustu tvennar alþingiskosningar og sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður.  Ég hef verið mjög virk í starfi á vegum flokksins og er m.a. ritari Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins og gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja.  Að auki hef ég gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Vestmannaeyjabæjar, m.a. verið aðalmaður í skólamálaráði, setið í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, Visku,- fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og sem stjórnarformaður Náttúrustofu Suðurlands.

Ég hef haft mikla ánægju af störfum mínum fyrir Framsóknarflokkinn og lagt mig fram um að halda málefnum kvenna á lofti.  Innan Framsóknarflokksins  hefur LFK gegnt lykilhlutverki við að tryggja framgang kvenna og málefni er varða konur.  Árangurinn hefur verið ótvíræður.  Hlutfall kynja á listum flokksins og í nefndum á vegum flokksins hefur verið mjög jafnt.  Þannig sátu jafnmargar konur og karlar í fyrstu sætum framboðslista í síðustu tvennum alþingiskosningum og enginn flokkur hefur haft jafnmarga kvenráðherra og Framsóknarflokkurinn. 

Á þessum góða árangri vil ég byggja í samstarfi við stjórn LFK, landsstjórn og Framsóknarkonur um allt land því ég tel að sterk staða kvenna innan Framsóknarflokksins sé lykillinn að framtíð hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Vona að þú verðir kosinn formaður, þú verður frábær þar! Það hefur verið gaman að fylgjast með hinum öflugu kvennasamtökum innan Framsóknarflokksins og ég hef kynnst miklum valkyrjum í starfinu í Reykjavík t.d. Sigrúnu Sturludóttur, Áslaugu og Sigrúnu Magnúsdóttur. ég hugsa að endurreisn Framsóknarflokksins byggi ekki hvað síst á starfi kvennahreyfingarinnar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.8.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Sæl Eygló,
 mikið lýst mér virkilega vel á að þú bjóðir þig fram og vona svo sannarlega að þú verðir kosin!    Veit ekki enn hvort það hafist hjá mér að mæta, en gangi þér vel á morgun!

Albertína Friðbjörg, 17.8.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk kærlega! Ég vona að ég sjái ykkur báðar á laugardaginn á Hverfisgötunni :)

Bkv. Eygló 

Eygló Þóra Harðardóttir, 17.8.2007 kl. 09:51

4 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Til hamingju með ákvörðunina og gangi þér sem allra best. Vonandi nærð þú kjöri.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 17.8.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband