Kyrktu jarlinn

Fyrir helgi voru systkinin Jamila og Mohammed M´Barek sakfelld í frönskum rétti fyrir að hafa myrt eiginmann Jamilu, 10th jarlinn af Shaftesbury.  Jarlinn hafði víst í hyggju að losa sig við umrædda Jamilu, sem var þriðja eiginkona hans. 

Kynni þeirra hófust á alræmdum kampavínsbar þar sem menn geta keypt óheyrilega dýrt kampavín handa hálfklæddu kvenfólki og "spjallað" (að mér skilst).  Þegar jarlinn varð þreyttur á Jamilu, sem hafi víst ætíð meiri áhuga á veskinu hans en manninum sjálfum, og hafði fundið konuefni númer fjögur á öðrum álíka bar ákváðu systkinin að grípa til sinna ráða og kyrktu greyið þegar hann kom við hjá henni til að ræða skilnaðinn.

Árangurinn erfiðisins átti að vera arfur upp á €2 milljónir eða um 170 milljónir íslenskra kr. Bróðirinn fékk €150.000 í sinn hlut og líkið var falið í afskekktu skóglendi ekki langt frá Cannes þar sem morðið átti sér stað.

Frakkar og Bretar hafa fylgst af mikilli athygli með réttarhöldunum, þar sem vitnin hafa verið einkar athyglisverð blanda af undirheimum Ríveríunnar yfir til breska háaðalsins. 

Bæði systkinin fengu hámarksrefsingu fyrir morð í Frakklandi, eða 25 ár og eiga þau möguleika á að losna eftir ca. 10 ár.  En fyrst er það víst sjálfkrafa áfrýjunin.

Ég hef einnig fylgst með af mikilli athygli, fyrst lesið fréttirnar á ensku á timesonline.co.uk og svo reynt að stafa mig í gegnum greinarnar á Le Monde á frönsku (með smá hjálp af Babelfish þýðingarforritinu). Enda kominn tími til að slappa af, fara velja krimmana fyrir sumarfríið og krossa puttana um að veðrið verði nú þokkalegt í júní.  

Ekki satt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi kynnirðu þér franskan sjávarútveg og breskan í fríinu, en kannski ætlarðu að snúa þér að sakamálum.

Sigurgeir Jónsson, 31.5.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband