Kveðjustund

Ég þakka Jóni Sigurðssyni fyrir störf hans sem formaður flokksins og óska honum alls hins besta í framtíðinni. 

Hann tók við flokknum við erfiðar aðstæður og lagði sig fram um að vinna honum heilt.  Ég er sannfærð um Jón mun halda áfram að vera einn af burðarstólpum flokksins þótt hans tíð sem formaður Framsóknarflokksins sé lokið.

 


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það getur ekki verið eftirsjá í manninum sem Halldór Ásgrímsson setti yfir flokkinn með handafli og lýsti þar með vantrausti á eftirsitjandi þinglið. Það gat enginn búist við því að flokkurinn ætti traust kjósenda við slíkar aðstæður. Vonandi hafa flokkar vit á því að láta ekki gömlu formennina skipa arftaka sína með þeim hætti sem gerst hefur bæði hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum nýlega. Þetta virkar ekki, það á bara eftir að koma líka í ljós síðar með Geir Haarde.

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sá sem þetta ritar kynntist Jóni Sigurðssyni fyrir 34 árum þegar mikil átök voru í Framsóknarflokknum vegna fólks sem var í flokknum og hafði þá stefnu að best væri að taka upp sem mesta ríkisvæðingu, og ekki síst í sjávarútvegi, sem þá átti í rfiðleikum.Jón var þá fenginn til að skipuleggja skóla á vegum flokksins, sem hafði þann tilgang að koma í veg fyrir eyðileggingu sosiallista á flokknum.Þetta tókst og sósialistarnir hurfu úr flokknum og í kjölfarið varð Framsóknarflokkurinn öflugur flokkur.Því miður er svipuð staða komin upp nú í Framsóknarflokknum.Vonandi tekst flokknum að vinna sig út úr þessu eins og hann gerði fyrir 30-40 árum.

Sigurgeir Jónsson, 23.5.2007 kl. 09:55

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Haukur hvað áttu við með Geir ? Var hann ekki kosinn af fólkinu í flokknum ?

Jens Sigurjónsson, 23.5.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jens, Davíð ákvað að Geir yrði eftirmaður sinn. Landsfundurinn hlýðir með sömu formerkjum og áður, greiðir atkvæði eins og formaðurinn vill. Fundir hjá Sjálfstæðisflokknum eru alltaf einróma og glaðlyndar já-samkomur fyrir formanninn hverju sinni.

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Enn eruð þið framsóknarmenn í kastljósinu, og svo verður áfram þar til nýr formaður verður kosinn. Það er algjör nauðsyn fyrir framsókna að nýr formaður taki sem fyrst við, svo uppbygging geti átt sér stað. Þessi fjögur ár eru lýgilega fljót að líða.

Guðmundur Örn Jónsson, 23.5.2007 kl. 12:37

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já en Haukur Geir var varaformaður og tók auðvitað við þegar Dabbi fór sína leið, síðan var hann formlega kjörinn formaður af flokknum og þá var hörku slagur milli Kristjáns Júlíussonar og Þorgerðar Katrínar um varaformanninn þar sem Þorgerður hafði betur. Dabbi lýsti ekki vantrausti á varaformanninn sinn eins og Dóri gerði og Ingibjörg er að gera í dag.

Jens Sigurjónsson, 23.5.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband