Allt í gríni hjá VG

VG vill ekki í stjórn.  Það virðist vera niðurstaðan eftir að hafa hlustað á Steingrím J., Ögmund Jónasson og Álfheiði Ingadóttur í gærkvöldi og morgunn.

Steingrímur J. virðist hafa meiri áhyggjur af ímynd sinni, en þátttöku flokksins í næstu ríkisstjórn.  Enn á ný virðist hann ætla að sanna að VG eru ekki stjórntækur flokkur. Nýjasta útspilið eru ægileg sárindi hans yfir auglýsingu sem Ungir Framsóknarmenn birtu síðustu vikuna fyrir kosningar. 

Pétur Gunnarsson bendir á í góðum pistli á vefnum hjá sér að það væri kannski nærtækt fyrir Steingrím og félaga hans að líta sér nær.  Hver hefur gleymt bókinni Aldrei kaus ég Framsókn eftir Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson sem var uppfull af níði um Framsókn.  Bók sem var dreift í gríð og erg af stuðningsmönnum VG, auk þess sem mér minnir að framleidd hafi verið barmmerki með þessari setningu.  Og við Framsóknarmenn eru ekki búnir að gleyma barmmerkinu Zeró Framsókn.

Allt bara ágætis grín að mati Steingríms.

Og hver man ekki eftir borðanum þar sem lagt var til að drekkja Valgerði, sem var bara hluti af því einelti sem Steingrímur J. lagði Valgerði Sverrisdóttur í á þinginu.

Allt bara ágætis grín að mati Steingríms.

Nei, - er ekki kominn tími til að Steingrímur J. fari að haga sér eins og fullorðinn maður í stað þess að liggja í gólfinu, baðandi út öllum öngum, argandi og gargandi eins og illa uppalið hrekkjusvín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nei, - er ekki kominn tími til að Steingrímur J. fari að haga sér eins og fullorðinn maður í stað þess að liggja í gólfinu, baðandi út öllum öngum, argandi og gargandi eins og illa uppalið hrekkjusvín."

Þú líkt og Pétur virðast ekki sjá muninn á því hvort flokkurinn sé tekinn fyrir eða persónan. Framsókn ákvað að ráðast á persónuna Steingrím J. en ekki flokkinn í því fellst munurinn.

Þessi langsótta tenging þín við borða sem einhver hafði gert í mótmælum gegn álvæðingu væru líflátshótanir Steingríms sjálfs eru grafalvarlegar og eðlilegt að taka það út af síðunni.

Ef framsóknarmenn hafa einhverja sambærilega auglýsingarherferð vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á hendur persónum Framsóknar komið með þær.

Ég skora á þig að endurskoða þennan pistil enda þykir mér lokahnykkurinn segja meira um ykkar egin vonbrigði frekar en raunverulegt innlegg í þessa umræðu.

Með kærri kveðju

Andrés Kristjánsson

Andres (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Kæri Andrés.

Það að Steingrímur skuli vera að heimta einhverja afsökunarbeiðni frá Jóni Sig. fer auðvitað í taugarnar á framsóknarmönnum. Allt síðasta kjörtímabil hefur hann haldið uppi miklum og oft á tíðum lítið málefnalegum áróðri á hendur framsóknarflokknum. Þú veist líka að Steingrímur er ekki alltaf sá kurteisasti sem mælir í þinginu. Dæmin sem Pétur Gunnarsson nefnir í sínu bloggi og eru endurtekin hér fyrir ofan eiga fullan rétt á sér. Steingrími fannst þetta allt léttvægt grín. Ef ég man rétt þá meira að segja varði hann líflátshótanirnar á hendur Valgerði enda komnar frá flokksmönnum hans.

Auðvitað fer það í taugarnar á Framsóknarmönnum að Steingrímur skuli í öðru orðinu vera að biðla til framsóknarmanna um stuðning eða stjórnarsamstarf en í hinu svo tal um flokk sem ætti þjóðin hefði hent ein og hverju öðru rusli og þar fram eftir götum.

En svo ég komi með mína skoðun á Steingrími þá er hún sú að ég vona að þjóðin þurfi aldrei að upplifa hann við völd!!

Arnfinnur Bragason, 14.5.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Góður pistill hjá þér. Niðurstaða mín eftir lesturinn ó pistlinum: Steingrímur J. er farinn að lifa sjálfan sig í pólitík. Það besta sem hann gerði fyrir flokkin sinn væri að hætta og Katrín tæki við. Svon "stálkjaftur" eins og Steingrímur hefur ekki lengur áhrif á ungu kynslóðina, hún tekur ekki mark á honum lengur. Heyrir sögunni til er ekki lengur í "tísku."

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 14.5.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Mér fannst nú krafa Steingríms um afsökunarbeiðni í sjálfu sér ekkert vitlaus fyrst hann lagði þessa merkingu í auglýsinguna. Hitt fannst mér undarlegt að hóta einhverjum "eftirmálum". Já, hann sagði að ef Jón bæðist afsökunar þá yrðu engin eftirmál. Hvað átti maðurinn við? Nú er ég alls ekki framsóknarmaður heldur talsmaður þess að menn takist almennilega á í pólitík og mega menn vera stóryrtir að vild og orðljótir ef því er að skipta. En rætnir... neeeee.

Ég held satt að segja að þið Framsóknarmenn verðið að sýna Ögmundi vini mínum örlítinn skilning og pínulitla samúð. Ég held hann sé einlægur í því að vilja vinstristjórn með Framsókn. En Steingrími líður eins og þið hafið svikið æskuhugsjónir hans enda held ég að hann sé Guðni inn við beinið. Líklega er tekist á um þetta innan VG.

Ef þið ætlið ykkur að eiga pólitíska framtíð skuluð þið hætta að kalla ykkur miðjuflokk. Það er í rauninni ekki sniðugt. Í því felst eins konar yfirlýsing um að þið séðuð hafnir yfir eitthvað og ætlið ykkur að deila og drottna og velja ykkur samstarsmenn eftir hentugleikum. Takið það besta frá öllum og þykist miðla málum. Ykkur væri nær að rifja upp gamlar hugsjónir framsóknarmanna sem fæddir voru á árunum 1910-1930 og kalla ykkur einfaldlega félagshyggjuflokk sem er nefnilega býsna gott íslenskt orð. Svo verða forgangsmál ykkar í pólitík auðvitað að vera í samræmi við þetta. Þið hafið málefnalega verið að renna saman við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta hefur valdið mörgum kjósendum ykkar vonbrigðum. Þeir kusu ykkur á allt öðrum forsendum heldur en kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem hafa enga ástæðu til að vera óánægðir því þeirra flokkur gerði það sem þeir ætluðust til. Eða verður fylgistap ykkar annars skiljanlegt meðan Sjallarnir hafa ekki tapað neinu?

Pétur Tyrfingsson, 15.5.2007 kl. 00:46

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Pétur, - en hvernig skýrirðu að skv. síðustu skoðanakönnunum þá voru kjósendur okkar frá því 2003 að fara yfir á Sjálfstæðisflokkinn, ekki VG.  VG tók frá Samfylkingunni, ekki okkur.

Ég get alveg viðurkennt að mér finnst ekkert að því að skoða hugmyndina um félagshyggjustjórn enda líta margir félagar mínir á sig sem félagshyggjufólk.  En það er nánast ómögulegt að opna fyrir þann möguleika á meðan Steingrímur J. lætur svona.  Maður gæti trúað að markmið hans sé að vera í stjórnarandstöðu þar sem eftir er. 

Algjörlega óskiljanlegt!

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.5.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband