"Trukkalessa" vann Eurovision...

segir Páll Óskar Hjálmtýsson í beinni útsendingu í sjónvarpinu.  Einhvern veginn held ég að enginn annar hefði komist upp með að láta þetta orð út úr sér í sjónvarpi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Má vera. En af hverju ekki?

Atli Fannar Bjarkason, 13.5.2007 kl. 22:06

2 identicon

Sammála Atla. Mér fannst Páll Óskar setja þetta þannig fram að það meiddi engan, allra síst samkynhneigða. Ég sjálf skynja það þannig að það sé einmitt einn þátturinn í baráttu samkynhneigðra að útrýma fóbíu almennings gagnvart þeim hugtökum sem eru hluti af eðlilegri umræðu hjá þeim sjálfum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 01:35

3 identicon

Ætli Páll Óskar flokkist þá undir leðurhomma?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:16

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að þetta væri Roy Orbison.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.5.2007 kl. 17:00

5 identicon

En er þessi kona lessa? 

Ég er ekkert viss um það, það þykir bara í lagi að kalla hana trukkalessu af því að hún er ein af þeim konum sem hafa í sér meira af karlhormónum en gengur og gerist.

Finnst svo pirrandi að allir kvenlegir karlmenn "hljóti" að vera hommar og karllegar konur geti ekki verið annað en trukkalessur. Síðan hvenær þurftum við allar að meika okkur og klæðast kjólum?

Fannst þetta bara óheyrilega dónalegt hjá Páli Óskari af því hann veit væntanlega ekkert um kynhneigð þessarar stúlku!

Dídí (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband