Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra?

Fagur dagur er runninn upp, sólin skín og í fyrsta skipti í töluverðan tíma þarf ég ekki að gera neitt.  Heill dagur, bara með fjölskyldunni. 

Niðurstöður kosninganna eru vonbrigði, formaðurinn og Jónína úti.  Staðan hér í Suðurkjördæmi hefði getað verið betri en við náðum okkar mönnum inn á þing.  Bjarni á eftir að standa sig vel næstu fjögur árin.  Valgerður stóð sig einnig vel, tók tvo með sér og hefur virkilega staðið sig vel á undanförnu.  Herdís komst því miður ekki inn á NV.  Flottu fréttirnar eru að sjálfsögðu að Siv komst inn sem kjördæmakjörin og um tíma leit út fyrir að Samúel Örn færi inn með henni.

Flestir hægri menn á blogginu eru að láta sig dreyma um að Sjálfstæðismenn nái að lokka Samfylkinguna yfir til sín.  En hvað myndi það þýða?  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 16 ár og hafa skilið bæði Alþýðuflokkinn og minn flokk eftir í sárum.  Er það eitthvað sem hugnast Ingibjörgu Sólrúnu? Sérstaklega þar sem að Samfylkingin tapar tveimur mönnum.  Og ég get bara ekki trúað því að VG vilji fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem talaði í gegnum allar kosningarnar fyrir áframhaldandi uppbyggingu stóriðju.

Ég bendi á athyglisverðan pistil Egils Helgasonar á visir.is þar sem hann veltir fyrir sér ýmsum möguleikum.  Samkvæmt hans greiningu og niðurstöðu kosninganna er raunverulega bara einn möguleiki til staðar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu til að verða forsætisráðherra. Það er VG+S+Framsókn, - eða endurreisn R-listans undir hennar stjórn.

En líkt og Jón sagði þá er það ekki okkar að ákveða hverjir verða næst í stjórn. 

 

 


mbl.is Miklar sviptingar í þingsætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

ætli þið eigið nú ekki smá sök á ykkar gengi í þessum kosningum. Það er ódýr lausn hjá þér Eygló að segja að Sjálfstæðisflokkurinn skilji ykkur eftir í sárum. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að færa ykkur völd umfram fylgi undanfarin ár, ekki gleyma því.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.5.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fráleitasta hugmyndin yrði S.V+B undir forsæti Ingibjargar Sólrúnu. R-listasamstarfið þurrkaði Framsókn út á höfuðborgarsvæðinu undir pílsfaldri Ingibjargar Sólrúnar. Ef Framsókn vill pólitískt sjálfsmorð væri það að fara í slíkt samstarf. Fyrir Framsókn er aðeins tennt til. Áframhaldandi stjórn þ.s núverandi formaður yrði ráðherra og  gæfist kostur á að byggja upp flokkinn eða að fara í stjórnarandstöðu sem ekki er heldur fýsilegur kostur. - En, Guð minn góður, ekki hlaupa undir písfaldar Ingibjagrar aftur..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 11:57

3 identicon

Og myndi hún þá gera eins og þegar hún var í R listanum? Yfirgefa hele familien? Neibb Eygló mín held ekki að þið Egill hafið rétt fyrir ykkur í þessu. Annars er ég nú ekki meiri pólitíkus en það að ég er mest fúl út í RUV að nota ekki alþingisrásina fyrir fyrstu úrslit kosninganna og leyfa okkur hinum að njóta Eurovision!!!! Þar sem síðustu tölur komu hvort eð er ekki fyrr en rétt fyrir 9 í morgun.... Nei það þurfti að eyðileggja síðasta hálftímann af Eurovision þann hálftíma sem skiptir máli ef maður hefur á annað borð áhuga á þesskonar pólitík.  En hinu er ég sammála góður og fallegur dagur:)

kv. Ásta

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Var a setja inn á blogg mitt nánar um þetta og vísa hér með í það....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 14:56

5 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Ég tel skilaboð þessara kosninga skýr skilaboð til okkar um að nú eigum við að vera utan ríkkistjórnar. Við þurfum að fara yfir stöðuna og einbeita okkur að því að byggja flokkinn upp á næstu árum. Það er allveg öruggt að kjósendur munu aftur kalla okkur framsóknarmenn aftur að stjórn samfélagsins.   

Gunnlaugur Stefánsson, 13.5.2007 kl. 15:15

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Guðlaugur. Hvernig ætlar þú að byggja upp flokkinn með sjálfan formannin utan
þings, úti á túní?  GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT!!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2007 kl. 00:53

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mér finnst athyglisvert að þetta er annað framsóknarbloggið sem ég les þar sem ekkert er rætt um sigur Magnúsar Stefánssonar sem náði sama árangri í sínu kjördæmi og Guðni náði í Suðurkjördæmi.

Það er ljóst að Valgerður, Magnús og Guðni hafa fínt umboð til að verða ráðherrar.  Jón Sigurðsson hefur það hins vegar ekki.

Ef hann vill vinna sér inn stig og vinna inn stig fyrir flokkinn til lengri tíma en samt vera í ríkisstjórn þá fer hann í ríkisstjórn með þrjá ráðherra með gott umboð en bakkar sjálfur út úr ríkisstjórn og stjórnar af hliðarlínunni. 

Gerir þetta með hógværð og auðmýkt og einbeitir sér að innri uppbyggingu flokksins ásamt Siv sem var langt undir 10% í sínu kjördæmi.  Með þessu myndi hann skora stig meðal kjósenda sem gæfi Framsókn byr undir báða vængi fyrir næstu kosningar 2011.

Ekki vera "fíll í postulínsverslun".  Ekki fara inn án umboðs eins og í borgarstjórn.  Það er það síðasta sem Framsókn þarf við þessar aðstæður.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.5.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband