Stór stund framundan

Á laugardaginn göngum við til kosninga.  Val okkar á kjördag mun hafa áhrif á líf okkar næstu fjögur árin.  Stjórnmál snúast nefnilega um líf okkar; skólagöngu barnanna okkar, hversu mikið við greiðum í Herjólf, aðgang að heilbrigðisþjónustu, umönnun afa okkar og ömmu og síðast enn ekki síst hversu mikið við fáum í launaumslagið um hver mánaðarmót. 

Gráu og grænu flokkarnir
Þrýstihópar hafa komið fram að undanförnu og hvatt fólk til að velja á milli gráu eða grænu flokkana.  En hverjir eru hvað? Hversu grár væri veruleikinn ef félagar Steingríms J. í Alþýðubandalaginu hefðu fengið sínu framgengt og bannað litaútsendingar í sjónvarpi?  Birtist gráminn ekki líka í tillögum VG, a la George Orwell og 1984, um netlögreglu og hertan útivistartíma barnanna okkar.  Viljum við að landinu verði stjórnað af fólki sem hefur ekki trú á getu okkar sjálfra til að velja og hafna?  Viljum við að landinu verði stjórnað af fólki sem telur sig betur hæft til að ráðstafa okkar peningum en við sjálf?  Viljum við að landinu verði stjórnað af fólki sem predikar boð og bönn, höft og hömlur?

Kjósum árangur
Ég segi nei! Veljum frekar fólk sem vill byggja upp enn öflugra og kröftugra samfélag hér á Íslandi.  Veljum flokk sem vill árangur áfram, ekkert stopp.  Setjum X við B þann 12. maí.

Greini birtist í Vaktinni í gær.


mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Árangur? Gjafakvóta. Rafmagn á gjafverði til útlendinga en á okurprís fyrir okkur.Einkavæðingu og siðspillingu. Hryðjuverk gegn náttúru landsins.Morð- og eyðileggingaræði í Írak sem Halldór þinn lét okkur bera ábyrgð á. Gera hina ríku ríkari og auka ójöfnuðinn. Vonandi ber þjóðin gæfu til að hafna framsóknarflokknum í dag. Sem löngu hefur kastað öllum gömlu hugsjónunum á rauslahaugana og aðeins spillingin og valdasýkin eru eftir.

Sigurður Sveinsson, 12.5.2007 kl. 07:06

2 identicon

Ég segi kannski ekki alveg gangi ykkur vel á landsvísu, elsku Eygló - kýs nú ekki Framsókn í þetta sinn, en segi samt góða skemmtun og vonandi verður nú dagurinn bara ágætur og gengi Framsóknar með betra móti í þínu kjördæmi - þá eru meiri líkur á því að þú dettir eitthvað inn á þing!

Heyrumst vonandi fljótlega!

Kær kveðja,

Soffía

Soffía (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....gulir blýantar eru mjög áhrifamiklir í dag, ekki á morgun.

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Hagbarður

Ég skil nú ekki að svona ung stúlka eins og þú skulir ekki vera búin að átta þig á hvar hin raunverulegu vandamál felast. Ég er fæddur og alinn upp í Eyjum. Flutti upp á land fyrir mörgum árum síðan. Ég fór að vinna 10 ára í frystihúsi og fór síðan á sjó eins og þá tíðkaðist hjá ungum mönnum. Þegar ég bjó í Eyjum var kraftur í fólki og ekkert slen. Menn voru áræðnir, þorðu að taka áhættu, hugsuðu stórt og við áttum fótboltalið sem gat orðið Íslandsmeistara ef ekki þetta sumarið þá örugglega það næsta. Við vorum stoltir og enginn sló okkur út. Við vorum bestir.

En svo breyttust hlutirnir. Okkur voru sett mörk, við gátum ekki gert það sem okkur langaði til. Sumir fóru, þar á meðal ég. Kerfinu var breytt og með tímanum urðu til Lénsherrar sem áttu réttindin sem ég, pabbi minn, afi minn og langafi höfðu átt í aldir og höfu nýtt sér til handa, fjölskyldum sínum og samfélaginu öllu. Ég fór vegna þess að það var engin framtíð fyrir mig í Eyjum. Ég fór til að afla mér og mínum lífsviðursværis vegna þess að ég vildi ekki vera leiguliði hjá lénsherra sem gat ráðið því hvort ég gæti borgað það sem ég hafði tekist á hendur eða ekki. Ég vinn núna á kvótalausum markaði, fjármagnsmarkaði.

Ég hef alltaf miklar taugar til Eyjanna minna og finnst dapurlegt hvernig komið er fyrir þeim. En breytingarnar eru ekki náttúrulegar, þær eru mannana verk. Við settum á kefi sem takmarkar möguleika fólks til að framfleyta sér í nágrenni við eina mestu auðlind hér á jörðinni. Þess vegna er bara bull að vera að tala um að halda úti byggð þarna. Það er í rauninni þannig. Eyjarnar eru verstöð, ekkert annað. Þýðir ekkert að vera að skreyta þær með einhverjum afdönkuðum embættismönnum og reyna að halda úti byggð á þeim forsendum. Það þarf að halda úti sjósókn þar sem einstaklingsframtakið fær ráðið eins og var hér áður fyrr. Göng, nýr Herjólfur og Bakkafjöruhöfn er bara vitleysa við núverandi aðstæður. Byggðin miðað við núverandi kerfi á ekki að vera nema í mesta lagi 500 manns og þá í þjónustu við þá sem fjármagnið eiga og ráða heimildunum sem áar mínir nýttu.

kv.

Hagbarður

Hagbarður, 12.5.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband