Allt annað líf með VG

Vinstri Grænir auglýsa í gríð og erg um allt annað líf sem kjósendum býðst undir stjórn flokksins og formannsins Steingríms Jóhanns Sigfússonar. Hvernig verður þetta líf? Oft getur verið gott að rifja upp fortíðina til að sjá hvað mun liggja í framtíð okkar undir stjórn Steingríms og félaga.  

Sigla frekar en fljúga
Steingrímur hefur verið ötull baráttumaður gegn ýmsum ógnunum sem hann hefur séð steðja að íslensku samfélagi.  Má þar fyrst nefna stærð Leifsstöðvar.  Steingrímur hafði miklar áhyggjur af stærð flugstöðvarinnar þegar bygging hennar var áformuð en áætlað var að hún yrði 12 þús m2.  Lagði hann fram þingsályktunartillögu um að skera hana niður all verulega.  Ástæðan var m.a.: “… framboð á sætum með skipum milli Íslands og nágrannalandanna hefur farið vaxandi og í vaxandi mæli kjósa menn nú þann ferðamáta að ferðast með farþegaskipum og taka jafnvel bifreið sína með. Á þeim vettvangi verða flugsamgöngurnar naumast samkeppnishæfar á næstunni.”

Sem betur fer var tillaga hans ekki samþykkt og Leifsstöð er í dag orðin 55 þús m2 og árlega hafa verið slegin met í farþegaflutningum í gegnum hana.  Hins vegar hélt hann um stjórnartaumana þegar Herjólfur var smíðaður og ákvað þá að stytta skipið um 8m.  Heila átta metra sem hefði verið hægt að nota til að flytja fleiri bíla á milli lands og Eyja.

Sjónvarp í lit
Á flokksþingi VG var töluvert rætt um mikilvægi eftirlits á netinu og nefndu nokkrir framámenn í flokknum nauðsyn þess að setja á stofn netlöggu.  Hræðslan við nýja tækni er ekki ný af nálinni hjá VG, enda arfleið Steingríms frá Alþýðubandalaginu. Steingrímur var t.d. nýkominn á þing fyrir Alþýðubandalagið þegar allt ætlaði um koll að keyra í flokknum vegna stórhættulegra hugmynda um að hefja sjónvarpsútsendingar í lit.

Efnahagslegur stöðugleiki?
Í stefnuskrá VG er talað m.a. um að innleiða ábyrga efnahagsstjórn og skapa hagstæð skilyrði til nýsköpunar og þróunar í atvinnulífinu.  Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og formaður BSRB útskýrir hvað þetta þýðir fyrir bankana í landinu í pistli á vefsíðu sinni.  Þar segir hann að það sé til þess vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Félagi Ögmundur virðist þannig enn sjá kosti kommúnismans a la Kúbu og Sovétríkjanna, þar sem enginn mátti eiga neitt meira en annar.

Boð og bönn, höft og hömlur, - allt annað líf með Vinstri Grænum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mikið rétt.

Napur og dapur verður sá veruleiki ef VG komast til valda.  Nýjustu kannanir sýna að flokkurinn er kominn niður í rúm 17% eftir ævintýralegt flug að undanförnu.  Gleður margan að þeir séu að missa flugið enda kjósendur farnir að rýna vel í heildarpakkann svona korteri í kosningar.  Held að margir sem snérust á sveif með VG um stund (stundarbrjálæði) vegna umhverfisfasisma áherslum flokksins (hvimleitt tízkufyrirbrigði um stund) séu komir aftur til meðvitundar og ætli sér að kjósa annað og betra

Örvar Þór Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og ekki má gleyma stórkostlegum störfum og uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu undir styrkri stjórn Framsóknar sl áratug eða svo. Lesið um frábæra þjónustu og stuðning við þá sem veikjast hér...

www.gjonsson.blog.is

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: halkatla

" Steingrímur hefur verið ötull baráttumaður gegn ýmsum ógnunum sem hann hefur séð steðja að íslensku samfélagi. "

ummm, það er óneitanlega mun skárra en að skrá okkur í stríð gegn hryðjuverkum. Finnst þér gaman að vera blóðug upp fyrir haus Eygló? og í afneitun? Ertu að fela þig undir rúmi með félögunum, dauðhrædd við hryðjuverkamennina????

"Hræðslan við nýja tækni er ekki ný af nálinni hjá VG, enda arfleið Steingríms frá Alþýðubandalaginu. "

Já allir í vinstri grænum eru svo sannarlega hræddir við nýja tækni. Annað en fjósamennirnir í Framsókn, þeir eru svo flottir. Siv á mótorhjól og Guðni talar við kindur, dæmi um þvílíkar tækniframfarir.

" Boð og bönn, höft og hömlur, - allt annað líf með Vinstri Grænum."

Það er sko annað hjá ykkur þarsem fólk má bara taka sér peninga annarra, semsagt stela, ykkar fólk fær ýmsa bitlinga sem allir vita að eru óheiðarlega veittir, þið fáið sérstakar undanþágur fá t.d ríkisborgararéttarlögum og fleira og fleira. Af nógu væri sko að taka.  

 Þegar ég var fyrst að spá í pólitík þá sló það mig alveg hvað framsóknarflokkurinn var ómerkilegur og skítlegur flokkur. Það fer þér virkilega vel að tilheyra honum miðað við það sem ég hef lesið á blogginu þínu. Öll verk flokksins á heildina litið, hafa komið íslandi afturábak. Allir sem eiga bágt þurfa að bíða eftir aðstoð og frammámenn flokksins eru alræmdir fyrir spillingu og að stunda klíkuskap og undirferli mjög grimmt. Ég vissi að ég gæti aldrei tilheyrt svona ótrúlegri glæpaklíku sem færi jafn illa með samborgara sína.... Hvað varð til þess að þú gafst þig svona viðbjóði og rugli á vald? 

Það er líka merkilegt hvað þið eruð rætið fólk, berið út óhróður og eruð ekki einu sinni að reyna að hafa gætur á sannleikanum.  Blogg ykkar snúast dag eftir dag og þið skrifið alltaf öll um það sama og hafið öll nákvæmlega sömu skoðunina. Það virðist ekki vera neitt hugsanafrelsi í Framsókn.

ég ætlaði aldrei að alhæfa svona um flokka en pistillinn þinn á það einfaldlega skilið.  

halkatla, 4.5.2007 kl. 12:44

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Anna Karen, -

Eygló Þóra Harðardóttir, 4.5.2007 kl. 13:06

5 Smámynd: Andrea

Mér fannst þetta mjög ómálefnaleg athugasemd hjá Önnu Karen við annars mjög málefnalegum og góðum pistli. Ég er sjálf enginn aðdáandi framsóknarflokksins, enda sjálfstæðismaður, en þetta gekk nú alveg fram af mér.

Það er eitt að lesa yfir heilum flokki, en annað að ráðast út í persónu árásir, sbr.

"Þegar ég var fyrst að spá í pólitík þá sló það mig alveg hvað framsóknarflokkurinn var ómerkilegur og skítlegur flokkur. Það fer þér virkilega vel að tilheyra honum miðað við það sem ég hef lesið á blogginu þínu."

Mér finnst merkilegt hvað það virðist einkenna meðlimi vinstri flokka að missa sig í einhverjum tilfinningahita og gleyma því að tjá skoðanir sínar málefnilega.

Annars vildi ég bara taka undir þennan pistil, hann er góður.

Kveðjur frá bláum.

Andrea, 4.5.2007 kl. 15:13

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mjög málefnanlegt að vanda hjá Önnu

Virkilega smekklegt orðaval og vandð til verks.  Biturleikinn skín í gegn, ekki veit ég út í hvað hún er svona bitur.  Ákaflega bitur skrif.

"Hvað varð til þess að þú gafst þig svona viðbjóði og rugli á vald?"

Þessi ummæli dæma sig sjálf, hreinlega döpur. 

Annars tek ég undir með Andreu, góður pistill

Örvar Þór Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 15:25

7 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að þetta hljóti að vera fylgishrunið sem er farið að fara í VG fólk þessa dagana. Umhverfisæðið er að renna af þjóðinni og þá sést hvað er undir grænu slikjunni, afturhaldssinnaður bannflokkur sem er á móti öllu eins og þú komst réttilega að í pistlinum. Maður fer næstum því að vorkenna fólki sem hefur ekki meira stjórn á skapi sínu og fer í svona skítkast. Held samt að fólk ætti að fara varlega í skítkast á Framsóknarmenn því að við eigum jú heilt fjós af skít til að svara með

Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.5.2007 kl. 15:28

8 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég er nú ekki stuðningsmaður Framsóknar   en ég átti bara ekki til orð yfir færslu Önnu hér að ofan. Segi bara eins og krakkarnir " Djí mar wow!!"

Guðmundur H. Bragason, 4.5.2007 kl. 17:26

9 identicon

Eins og með allar aðrar ,,minns flokkur er bestastur og ykkars bara prump" bloggfærslur ættaðar úr sandkössunum rétt fyrir kosningar þá tek ég ekki eitt einasta mark á þessari. Skal taka mark á þér og öðrum pólitískum bloggurum EFTIR kosningar.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:17

10 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Eygló, allt þetta sem þú telur upp er hænsnaskítur miðað við það sem þínum flokki hefur tekist bara síðustu 4 ár. Nefnum bara blóðbaðið og hörmungarnar í Írak, sem þinn flokkur varði fram í rauðan dauðan.. (reyndar er formaður ykkar nýfarinn ap tala um að það hafi verið mistök) Og svo seinna Kárahnjúkaógæfan sem þið dembduð yfir landið okkar!

Gaukur Úlfarsson, 4.5.2007 kl. 21:07

11 identicon

Ein besta framboðsræða sem birt hefur verið Eygló. Þú gleymir bara aðeins að ympra á Því af hverju Steingrímur er svona fúll yfir náungakærleiknum hjá framsókn. Bara einn og einn banki til vildarvina og flokksbræðra. Bara eitt og eitt skipafélag til vildarvina og flokksbræðra. Bara eitt og eitt tryggingarfélag til vildarvina og flokksbræðra. Strákar hirðið þetta bara þetta er hvort sem er ónýtt drasl. Ég held þér stæði nær að hnippa í þennan eina hugsanlega þingmann úr ykkar röðum í kjördæminu og atuga hvort hann vill ekki beita sér fyrir niðurfellingu eftirlaunalaganna sem alþigi samþykkti 2003 og er ekkert annað en enn eitt ránið úr ríkissjóði, Það er að segja ef hann kemst þá á þing. Við skulum ekki gera grín að siglingum milli landa v/flugi. Væntanlega stöndum við fyrr en síðar frammi fyrir því að niklar hömlur verða settar á flugsamgöngur. Þá er nú eins gott að við Árni verðum búir með göngin. Að lokum, ég votta þér mína dýpstu samúð með skjólstæðinga þína í Írak.

Þórbergur Torfason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:51

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Góð athugasemd hjá Önnu Kareni og hægt að taka undir hvert orð sem hún segir. Sömuleiðis tek ég undir með Gauki og Þórbergi.

Svo þetta með Steingrím J. og litasjónvarpið. Ef ég man rétt þá var sjónvarp í lit komið í gagnið á Íslandi nokkrum árum áður en Steingrímur settist á þing. Þetta er svipað og þvættingurinn í framsókanar mönnum þess efnis að Ögmundur Jónasson hafi sagt að það ætti að reka bankana úr landi.

Er ykkur framsóknarmönnum fyrirmunað að segja satt eða fara rétt með?

Jóhannes Ragnarsson, 4.5.2007 kl. 23:14

13 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Jóhannes tekur undir þvættinginn hjá Önnu, það dæmir sig sjálft og varla vert að eyða orðum í.

Þið vinstri menn dragið sífellt inn umræðu um ábyrgð íslenskra stjórnvalda á blóðbaðinu í Írak.  Það veit það hver heilvita maður að okkar stjórnvöld bera enga ábyrgð á því þrátt fyrir að vera á lista hinna viljugu!  Ekki frekar en að hinn almenni borgari sem hefur einhverju sinni keypt sér t.d Nike vöru beri ábyrgð á barnaþrælkun.  Þessi umræða ykkar er barnaleg og ógeðfellt að þið séuð að reyna að fá samúðarfylgi með því að benda á hörmungar og þjáningar írönsku þjóðarinnar.  Ekki var ykkur unnt um Írak og þegna landsins þegar Saddam stjórnaði með harðri hendi og ekki voru minni hörmungar þá.  Nei, nei nýta sér hörmungarnar til að veiða inn eitt og eitt atkvæði. 

Örvar Þór Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 23:37

14 Smámynd: Oddur Ólafsson

Staðreyndir:

Sjónvarpið fékk leyfi til að senda út í lit haustið 1975.

SJS fór á þing 1983.

Þessvegna er þetta ómálefnalegt bull í þér.  Þú ert ekki með staðreyndir á hreinu.

Gangi þér betur næst. 

Oddur Ólafsson, 4.5.2007 kl. 23:46

15 Smámynd: Þórbergur Torfason

Örvar, hver talar um vinstri, hægri, upp eða niður nema útdauðir, vantrúa framsóknarmenn. Ekki ætla ég að axla ábyrgð á Saddam Hussein það vita allir nema kannske hálfdauður þingheimur framsóknarmanna, hverjir studdu hann dyggilegast til valda. Kannske má líkja þeirri gjörð best með samlíkingunni við refaveiðar breska háaðalsins. Friða refinn svo hann geti skotið hann. En eitt gætir þú kannske verið mér sammála um en það er að fella úr gildi eftirlaunalögin frá 2003 þar sem pöpullinn sem ekki telst nú beinlínis "nösulbeina" tók sér það vald að ganga í ríkissjóð með sannkallaðri ránshendi.

Þórbergur Torfason, 4.5.2007 kl. 23:47

16 identicon

Þvílíkur biturleiki hjá Önnu Karen.  Þar fórstu yfir strikið.  Ertu með réttu ráði??  Varstu ölvuð og á lyfjum þegar þú skrifaði þetta??

Þetta eru stór orð Anna Karen og skýtkast þitt er þér og þínum flokki til skammar og lýsir best innræti ykkar!  Athugasemdir þínar eru bæði móðgandi og særandi og varða jafnvel við lög.  Orð þín lýsa þér vel.  Þú sakar frammámenn heils stjórnmálaflokks um glæpastarfsemi og spillingu, og sakar flokksmenn um að fara illa með fólk.  Anna Karen, það er hægt að kæra þig til lögreglu fyrir svona illa rökstuddar og rætnar dylgjur.  Ég skora reyndar á fólk að gera það.  Vg tapar mörgum atkvæðum út á svona háttasemi. 

Hverjir hafa t.d. verið með einelti gegn Framsóknarflokknum og heillri iðngrein, álframleiðslu.  Eru það ekki fólk eins og þú Anna Karen, og félagar þínir í Vg-halelújah grátkórnum?  Hugmyndafræði ykkar er hugmyndafræði öfundarinnar.

Vinstrivitringarnir eru svo hörundssári að þeir þola engin mótrök hvað þá heldur gagngrýni.  Margir vinstri-bloggarar aðgagnsstýra bloggsíðum sínum og ritskoða athugsemdum þar, því þeir þola ekki að heyra sannleikann.  Sannleikurinn er versti óvinur vinstrafólks.  

Örninn (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:49

17 identicon

VG er mjög fast í stríðinu í Írak. Gleymum samt ekki að á öllum málum eru fleirri en ein hlið. Þið viljið sem sagt halda því fram að ástandið hafi verið betra í tíð Husseins?! Hitti Íraka um daginn sem sagði að ástandið væri mun betra en í stjórnartíð harðstjórans. Munurinn er bara sá að í þá dagana var það ekki fréttnæmt þótt nokkrir tugir kúrda féllu eða óvinir Husseins létu lífið á skelfilegan hátt. VG áhangendur vilja kannski ólmir koma á einræði í Írak aftur? Af skrifum þeirra að dæma virðist svo vera.

En það er náttúrulega flott að andmæla pistli um afturhaldssemi VG og benda á að við viljum aftur fá gamla "góða" Írak! Já og svei þeim sem studdu brottfall harðstjórans.

Daníel (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 08:06

18 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Eygló ég veit nú ekki betur en að það hafi líka verið einn þingmaður framsóknarflokksins sem nú er látinn og hét Ólafur Þórðarson sem barðist gegn litasjónvarpinu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 5.5.2007 kl. 16:52

19 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl Eygló. Var að vinna í dag og hefi ekkert verið við tölvuna, en mig langaði bara að koma þessu á framfæri. Þegar smíði Herjólfs var samþykkt og styttingin á Herjólfi 1990 , man ég ekki betur en Framsóknarfokur hafi verið í ríkistjórninni og lagt blessun sín á verk Steingríms. Hélt nú satt að segja að þið Frammarar væru hreykin af þessu eina raunhæf verki sem gert hefur verið í samgöngubótum okkar Eyjamanna s.l. 16 ár, allavega hefur lítið gerst síðan.

Þorkell Sigurjónsson, 5.5.2007 kl. 18:37

20 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Nú vill Steingrímur opna bjórverksmiðju.....hehehehe

Allt annað líf með og án VG

þurfum reyndar að hafa svona lið til þess að hrista upp í öllu.. en að koma því til valda yrði glapræði. 

Örvar Þór Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 20:20

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eygló Harðardóttir og Steingrímur J. eru klárlega sammála um eitt.Það er að þjóðnýta sjávarútveginn það er að hann verð Ríkiseign, þjóðareign.

Sigurgeir Jónsson, 6.5.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband