25.4.2007 | 09:49
Ágætis borgarafundur
Ég horfði á borgarafundinn í sjónvarpinu í gær um félag- og menntamál. Greinilegt er að stjórnendurnir og gestirnir eru að slípast í þessu fundarformi.
Mér fannst sérstaklega gaman að fylgjast með seinni hlutanum um menntamál. Þorgerður Katrín var einstaklega afslöppuð og eiginlega hálfhlóg af viðleitni stjórnarandstæðinga til að gera lítið úr hinum geysilega árangri síðustu ára. Jón formaður stóð sig alveg sérstaklega vel. Hann var mjög skýr og það kom einkar vel fram hversu vel hann er inni í þessum málaflokki. Björgvin blaðraði bara, Katrín Jakobsdóttir fór í hringi og var á tímabili farin að hljóma eins og talsmaður menntamálaráðherra á meðan Magnús Þór og Margrét sátu stillt og prúð hlið við hlið.
Ég hefði nefnilega einmitt haldið að fulltrúar flokkanna sem tala um mikilvægi þess að virkja mannauðinn og byggja atvinnulif 21. aldarinnar á hugviti hefðu mun skýrari stefnu um hvað þeir ætla að gera öðruvísi en núverandi stjórnarflokkar. Þessi stjórnarflokkar, sem stjórnarandstæðingar, telja bara hafa sinnt "álinu og orkunni".
Nei, - engar hugmyndir um breytingar. Bara halda áfram á sömu braut og núverandi ríkisstjórn
Ekki skrítið að Þorgerður Katrín skyldi bara brosa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Ljóskan í Menntamálaráðuneytinu" er náttúrulega bara flottust Og þá er ég að tala út frá stjórnmálum, svo feministar misskilji mig ekki
Guðmundur H. Bragason, 25.4.2007 kl. 11:35
Þegar stjórnarandstaðan fattaði að hefðbundni söngurinn um að ekkert hefði verið gert í málaflokknum og allt væri í tómu rugli, væri ekki að virka þá tóku stjórnarandstæðingarnir í þættinum upp á því að hrósa sjálfum sér fyrir gott ástand í málaflokknum!
Björg K. Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 13:09
mer finst nú ver að gleima fólki sem þar meri að stoð í skólum. það er veri að sinna fólkin sem það þar ekki að hafa firir náminu.
en það er ver að glemma hinum..
Eva Lind , 26.4.2007 kl. 13:32
Eygló mín ég veit að í hjarta þínu veistu betur Þorgerður Katrín er t.d. búinn að margfalda skólagjöld í landinu.
ragnar bergsson, 27.4.2007 kl. 21:43
Já, Steini. En hver hefur gleymt laununum sem hafa hækkað margfalt til að geta borgað allt þetta.
Og ekki kvarta undan verðunum á jörðunum. Ég þekki margann bóndann sem hefur allt í einu getað fengið einhverja fyrirgreiðslu einmitt vegna hækkandi jarðarverðs. Haft eitthvað veð, þar sem áður var bara hnussað.
Ragnar, - en af hverju gat stjórnarandstaðan ekki mótmælt þessu? Flestir virtust telja það allt í lagi að rukka skólagjöld fyrir t.d. MBA nám. Á sama tíma hafa námslán hækkað og tekjuskerðingin lækkað.
Námsmöguleikarnir hafa aldrei verið meiri, og við sem höfum stundað nám vitum að ef við förum erlendis í nám þurfum við að greiða einhver gjöld. Skoðaðu bara námsskránni í Bretlandi eða Bandaríkjunum! Jafnvel í Svíþjóð þarf að greiða smá skólagjöld.
Eygló Þóra Harðardóttir, 28.4.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.