3.4.2007 | 14:06
Rasismi eða fordómar?
Mikill fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi á undanförnu virðist valda sumum áhyggjum. Frjálslyndi flokkurinn stefnir markviss á að nýta sér þessa hræðslu í kosningunum, og hóf þá ógeðfelldu baráttu ma. með heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í síðustu viku. Sumir hafa viljað kalla málflutning þeirra rasisma.
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og bloggari, mótmælir notkun þessa orðs á þeirri forsendu að orðið rasismi þýðir kynþáttastefna eða kynþáttahatur og telur að í auglýsingunni og væntanlega málflutningi þeirra felist engin slík skilaboð. Væntanlega hefur Páll sleppt því að lesa greinar og erindi Jóns Magnússonar um fólk frá ólíkum menningarheimum eða öðrum trúarbrögðum.
Það getur vel verið að Frjálslyndir hafi passað sig á því að ráðast ekki sérstaklega á kynþætti, en þeir hafa svo sannarlega orðið uppvísir að fordómum gagnvart innflytjendum. Ræða Guðjóns Arnars á flokksþingi þeirra sýndi það og sannaði.
Páll talar um mikilvægi þess að útlendingar aðlagist íslensku samfélagi. Ég get alveg tekið undir að aðlögun skiptir máli. Aðlögun nýbúa og okkar hinna. Fordómar og hræðsla við það sem við þekkjum ekki byggist á fáfræði, og við verðum öll að aðlagast með breyttu samfélagi.
Ég skil heldur ekki hvernig við getum talið það gott og eðlilegt að Íslendingar geti farið út um allan heim, unnið og stundað nám, rekið fyrirtæki og ég veit ekki hvað. En við hikstum þegar borgarar annarra ríkja vilja koma hingað, stunda nám og vinnu og reka hér fyrirtæki.
Einhvern veginn hélt ég að við hefðum náð meiri þroska en þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir mér er þetta hugtaksmunur rasisti eða útlendingahatari. Hugurinn sem á bakvið er er alveg jafn slæmur og því er óþarfi að fara að gera stórmál um muninn á þessu tvennu. Það sem eftir stendur er að Frjálslyndir eru að marka sér svipaða stefnu og Dansk Folkeparti með því að setja baráttu gegn útlendingum á oddinn í sinni baráttu og reyna að keyra á hræðslu við að þeir beri með sér sjúkdóma og glæpi. Í nútíma samfélagi finnst mér þetta afturhaldsviðhorf og ekki eiga heima á Íslandi.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 14:33
Ég get ekki séð að í stefnu Frjálslynda felist útlendingahatur. Það sem þeir eru að benda á undanfarið, er nauðsyn þess að hafa eftirlit og aðgæslu. Hinsvegar eru pólitískir andstæðingar að túlka þetta á sinn hátt og snúa út úr, líkt og með sætustu stelpuna á ballinu o.s.f. Þinn pistill einkennist að sjálfsögðu, af því að þú spilar með þínum pólitísku sérhagsmuna samtökum. Ég hlakka til að sjá hvað vinur þinn "Steini Briem" segir um málið !!
Birgir Guðjónsson, 3.4.2007 kl. 15:16
Já, ég er sammála því að fólk sem hingað kemur á að geta lifað við sömu aðstæður og við hin sem búum hér. Enda tel ég að langflestir erlendir ríkisborgarar eru að fá greidd laun skv. íslenskum kjarasamningum, flestir atvinnurekendur eru að reyna að gera eins vel við það og íslenskt starfsfólk og það nýtur sömu réttinda og við gagnvart mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfinu.
Ég get ekki samþykkt það að við eigum grípa til aðgerða gegn útlendingum, bara af því að það eru svartir sauðir, einstaka atvinnurekendur sem "svindla og svína" á starfsfólki sínu. Tökum frekar á viðkomandi atvinnurekendum, eins og mér hefur sýnst bæði ASÍ og SA vera að gera.
Tölum ekki um að loka landamærunum, líkt og Frjálslyndir gera, heldur setjum aukna fjármuni í íslenskukennslu líkt og núverandi ríkisstjórn hefur gert.
Tölum um það sem hefur verið gert, - en ekki að heiðvirðir erlendir ríkisborgarar séu að koma "sjúkdóma og nauðga konunum okkar" líkt og var haft eftir einum talsmanni Frjálslynda flokksins.
Eygló Þóra Harðardóttir, 3.4.2007 kl. 19:27
Þeir sem skilja þetta sem útlendingahatur hafa ekki unnið með þeim útlendingum sem hingað koma, en það hef ég og hef skráð mig í Frjálslynda flokkinn til að fyrirbyggja áframhaldandi óréttlæti gagnvart þeim og fyrirbyggja láglaunastétt á Íslandi sem hlýtur að fylgja ef ekki verður fylgst með því hvað við erum að bjóða í laun og kjör bæði talandi og ekki talandi íslensku
Miskunnsami samverjinn (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:31
Þeir sem skilja þetta sem útlendingahatur hafa ekki unnið með þeim útlendingum sem hingað koma, en það hef ég og hef skráð mig í Frjálslynda flokkinn til að fyrirbyggja áframhaldandi óréttlæti gagnvart þeim og fyrirbyggja láglaunastétt á Íslandi sem hlýtur að fylgja ef ekki verður fylgst með því hvað við erum að bjóða í laun og kjör bæði talandi og ekki talandi íslensku
Miskunnsami samverjinn (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:32
PALLI ER EINN Í HEIMINUM og harðneitar að bera andlitsblæju í arabaheiminum en finnst svo stórundarlegt að þeir vilji ekki slarfa í sig kviðsvið með drauga-agent Framsóknarflokksins a Suðurlandi, sem er alltaf að reyna að pranga inn á þá Bókinni um veginn sem aldrei kom, í þremur bindum, áritaðri af samgönguráðherra.
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:22
Hvernig er það með þig Eygló? Brestur mig minni eða ert þú ekki viðriðin rekstur starfsmannaleigu sem flytur inn erlenda starfskrafta hingað til lands? Þú fyrirgefur ef ég hef rangt fyrir mér.....
Og hvar nákvæmlega í ræðu Guðjóns Arnars er að finna fordóma sem þú talar um? Þú segir ekki allskostar satt þegar þú segir að við höfum talað um að loka landamærunum, við höfum talað um að við þurfum að hafa stjórn á þeim. Fullyrðingar þínar varðandi tal um sjúkdóma og nauðganir eru einnig færðar hressilega í stílinn.
Magnús Þór Hafsteinsson, 3.4.2007 kl. 23:47
Sæl Eygló.
HVERNIG höfum við Frjálslyndir "orðið uppvísir að fordómum " eins og þú fullyrðir hér ?
Það er ekki nóg að henda fram sleggjudómum og orðum þau hin sömu orð þurfa að standa fyrir eitthvað.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.4.2007 kl. 01:35
Magnús Þór, - þú sast á þingi þegar lög um starfsmannaleigur voru samþykkt. Væntanlega hefurðu einhvern tímann lesið þau, enda sýnt að þú hefur miklar áhyggjur af erlendum innflytjendum. Á vefsíðu Vinnumálstofnunar er listi yfir allar starfandi starfsmannaleigur á Íslandi. Bentu mér á hvar minn vinnustað er þar að finna.
Og já, ég tel að mín starfsreynsla, ólíkt þinnar og þinna félaga geri mig einmitt mjög vel færa um tjá mig um þennan málaflokk af þekkingu. Ekki af fáfræði og fordómum, líkt og mér hefur fundist einkenna málflutning Frjálslynda flokksins.
Síðan bið ég þið vinsamlegast að halda þig við málefnalega umræðu á vefsíðu minni ef þú ætlar að halda áfram að setja inn athugasemdir.
Eygló Þóra Harðardóttir, 4.4.2007 kl. 08:31
Magnús Þór spurði hvort þú rækir starfsmannaleigu. Þú svaraðir ekki beint, en í öllu falli ertu framkvæmdastjóri ráðningarstofunnar Nínukots, sem sérhæfir sig í innflutningi verkafólks til láglaunastarfa. Þú leiðréttir mig ef að ég fer rangt með.
Þú hvetur Magnús til að halda sig við málefnalega umræðu. Veist þú hvað málefnaleg umræða er?
Það á ekkert skilt við málefnalega umræðu að sleppa málefnalegum rökum, en í staðinn, væna menn um fordóma og rasisma og ráðast að persónum með dylgjum og útúrsnúningum. Ef menn hafa góðan málstað ættu þeir ekki að þurfa á slíkum meðulum að halda.
Og Eygló, það eru ekki allir að hagnast á aðsreymi útlends láglaunafólks til landsins, ekki láglaunastéttirnar allavega, sem verða fyrir samkeppni fólks sem 20faldar laun sín með komu til Íslands. Þeir sem hins vegar sjá afkomu sinni ekki ógnað, eða jafnvel hafa beinan peningalegan hag af komu þessa fólks til landsins, finnst þægilegt að geta í leiðinn verið "pólitískt rétthugsandi" og kallað þá sem ekki eru sammála rasista.
Sigurður Björnsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 00:33
Sigurður, - Nínukot er ekki starfsmannaleiga. Við erum ráðningarþjónustu. Allt það starfsfólk sem kemur hingað með milligöngu okkar þiggur laun skv. gildandi samningum og öll kjör og réttindi eru í samræmið við það sem íslenskum starfsmönnum býðst. Við vinnum jafnframt í nánu samstarfi við opinberar stofnanir, vinnumálastofnanir annarra landa, og stéttarfélög á Íslandi.
Þannig tryggjum við að okkar skjólstæðingar njóta sömu kjara og íslenskir starfsmenn.
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.4.2007 kl. 13:39
Og já, það er góð tilfinning að vera rétthugsandi í þessu máli
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.4.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.