Elizabeth Edwards með brjóstakrabbamein

John Edwards ætlar ekki að hætta baráttu sinni fyrir tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar.  Þetta var hann að tilkynna nú fyrir nokkrum mínútum, þrátt fyrir að konan hans hafi verið að greinast aftur með brjóstakrabbamein, og nú ólæknandi.  Krabbameinið hefur dreift úr sér og er komið í rifbeinin. 

Ég veit ekki hvortþað séu fleiri sem lifa með krabbamein í kringum mig nú en áður, eða hvort fjölgunin sé eðlilegur fylgifiskur þess að eldast.  Allavega finnst mér ég þekkja miklu fleiri í dag, en fyrir 5 árum sem eru að berjast við krabbamein, og deyja úr krabbameini. 

Næsta laugardag fer ég í jarðarför góðrar vinkonu og félaga, sem lést úr krabbameini.  Byrjaði í brjóstinu og fór síðan út um allan líkamann. Yndisleg kona sem kvartaði aldrei og vildi vera bjartsýn á framtíðina.

Edwardshjónin eiga alla mína samúð. Þetta er ekki og verður ekki auðvelt... 

 

 


mbl.is Edwards hættir baráttu fyrir útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samhryggist þér, Eygló mín.

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk, Steini.

Eygló Þóra Harðardóttir, 22.3.2007 kl. 19:30

3 identicon

Sá þau í Oprahþætti um daginn sem verið var að endursýna einn morguninn á Stöð 2 (fæðingarorlofið er mun skemmtilegra með Opruh, það verður að segjast eins og er...) þar sem hún var að kynna bókina sína, minnir að hún hafi heitið Saving Graces eða þ.u.l. Þar segir hún frá því þegar þau misstu son sinn og þegar hún greindist með krabbamein í fyrri kosningaherferðinni um útnefningu Demókrata. Þá fann hún hnúð í brjóstinu en gerði ekkert í því strax þar sem þau voru ekki ennþá búin að klára yfirreiðina um austurströndina ef ég man rétt. Þarna var pólitíkin og samkeppnin um útnefninguna sett í fyrsta sæti og heilsan þarna einhvers staðar lengst á eftir. Hún sagði ekki eiginmanninum sínum frá þessu heldur fyrr en seinna. Hann var nefnilega svo upptekinn í kosningabaráttunni....

Soffía (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 20:27

4 identicon

Ég á nú bara einn son og ég myndi engan veginn meika það að missa hann. Það getur ekkert verið verra í lífinu en að missa börnin sín.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 01:06

5 identicon

Sæl Eygló!

Hef stundum kíkt á bloggið þitt og vangaveltur um líf, tilveru og tilgang.  Ætla að gauka að þér bloggara sem hefur það að atvinnu að velta þessu fyrir sér.  Hann stendur á tímamótum núna og fortíð og framtíð umhugsunarefni hjá honum.  http://gudjon.blogg.se/  Kíktu á hvað hann er að skrifa þessa dagana það skemmir ekkert fyrir sálartetrið.

Kv

Valgerður

Valgerður Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband