Má ríkið græða á vændi?

Í Alþingi var samþykkt breyting á almennum hegningarlögum hvað varðar kynferðisbrot.  Nú er ekki lengur ólöglegt að stunda vændi. Hins vegar er áfram ólöglegt fyrir þriðja aðila að græða á vændi.  Maður hringdi inn á Bylgjuna í gærmorgunn og spurði: Má ríkið þá skattleggja vændi? 

Við gætum hugsanlega lent í því að ferðamenn komi hingað til að stunda vændi, líkt og brasilíska konan hér um daginn (nema núna þarf hún að hafa atvinnuleyfi), passa sig að auglýsa ekki opinberlega, og þeir síðan neitað að borga skatta... þar sem ríkið væri þar með að hafa atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra.  

Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur hjá ríkisskattstjóra talar þannig í frétt á visir.is eins og ætlunin sé að skattleggja vændi, væntanlega bæði með virðisaukaskatti og tekjuskatti.  Segir hann að horft verði til danskra laga, þar sem líka er löglegt að stunda vændi og vændiskonur hafa getað fengið ýmis rekstrarkostnað endurgreiddan af starfsemi sinni.

Þar á meðal brjóstastækkanir... 

En væri ekki þar með hægt að dæma skattstjóra til fangelsis allt að 4 árum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er í anda Björns bónda, dóms og fjallkirkju, að lögleiða hér vændi. Þessi lögleysa finnst honum sniðug. Og skattleggur svo herlegheitin. Það er víða matarholan hjá Sjöllunum, enda þótt þeir séu nú voða mikið á móti því að ríkið sé með nefið ofan í hvers manns koppi. En blautur er nebbinn á Bíbí og er kominn hefðarréttur á þá bleytu alla. Ekki datt honum í hug að gera það bara ólöglegt og refsivert að kaupa hér vændi, sem einfaldast og affarasælast var í málinu. Sænskar leiðir eru svo rosalega sossalegar eitthvað, óálandi og óferjandi öllum bjargráðum. Hér falbjóða erlendar dráttarvélar þjónustu sína nánast daglega á einkamálavefjum og kostar drátturinn 25 þúsund kall. Björn bóndi skattheimtumaður og farísei mætir síðan í dyrunum og innheimtir vaskinn, sem færi nú aldrei í vaskinn, og tekjuskattinn: "Ðö VAT is 6125 krónur, þenk jú verí möts for ðis prógramm, end dónt forgett tú pei ðí inkom tax, gúdbæ!"

Í athugasemdum með frumvarpinu um þetta idiótí segir meðal annars:

"Í öðru lagi er það sjónarmið, sem vegur mun þyngra, að þeir sem hafi viðurværi sitt af sölu kynlífs séu í flestum tilvikum illa settir andlega, líkamlega og félagslega. Þeir séu yfirleitt þolendur sjálfir, t.d. vegna fátæktar, fíkniefnaneyslu eða kynferðislegrar misnotkunar (samkvæmt upplýsingum Stígamóta hafa 65–85% kvenna sem stunda vændi orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi)."

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:10

2 identicon

Já, þar sem ríkisstjórnin hefur nú lögleytt vændi Íslandi, þá á að fara að telja tekjur af því fram til skatts og væntanlega verðu líka stofnaður lífeyrissjóður fyrir þennan iðnað. Það gæti hinsvegar orðið erfitt fyrir ríkissjóð að innheimta þessar tekjur þótt fullkomlega löglegar séu.

Stefán 

Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:33

3 identicon

Vatnsútflutningur héðan mun aukast gríðarlega á næstu árum, því meira en milljarð manna skortir vatn. Þessu hefur Framsókn ekki tekið eftir, því hún er öll í aqua vitae, lífsins vatni. Fjallagrös hafa verið tínd hér um aldir, enda þótt það hafi alveg farið framhjá Framsókn og heldur vildi  Grasa-Gudda ganga fyrir björg en ganga í Framsóknarflokkinn, samkvæmt gömlum heimildum. Fjallalömbin, villibráðin okkar, lifa hér á rándýru timíani (blóðbergi) og eru verðlögð eftir því. Ætli báðir Framsóknarmennirnir geri ekki í brækurnar af hlátri yfir þessari firru og furðum öllum?!

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:19

4 identicon

Framsóknarmenn geta sko bara sótt um pólitískt hæli á Klörubar á Kanarí eftir afhroð kosninganna í vor. Mér sýnist að Guðni sé búinn að ganga frá því þar og hann getur þá átt náðuga daga með hinum gamlingjunum sem búa þar á veturna.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:43

5 identicon

A þýðir atlotin þín,
B að í bölvun skín,
D nú fölsk og fáráð,
F smá og forsmáð,
I-ið bara iss og piss,
S-ið þó ekkert diss,
VG-ið fögur fyrirheit,
heit ertu, ung og feit,
S-ið og VG-ið vildi fá,
ef velja þrjá stafi má.

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:47

6 identicon

Ekki nóg með að þessar tekjur séu tekjuskattsskyldar. Hið nýja "lögmæti" atvinnugreinarinnar felur í sér að tekjurnar bera líka virðisaukaskatt í hærra skattþrepinu eins og önnur vinna og þjónusta. Sá ekki að Steinþór minntist á veltuskattinn í fréttinni  

Alveg magnaður andskoti. Skil ekki ennþá hvernig þeir fengu þessa niðurstöðu.

Soffía (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 20:21

7 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Gott að fá umsögn svona sérfræðings í skattamálum... 

Eygló Þóra Harðardóttir, 22.3.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband