17.3.2007 | 19:25
Björgum breskum kusum
Country Living, uppáhaldstímaritið mitt, hefur hafið baráttu til að bjarga breskum landbúnaði og landslagi. Átakið heitir Fair trade for british farmers og byggist á að aðeins 18% breskra neytenda velja að kaupa breskar landbúnaðarvörur. Afleiðingin er að á síðustu 50 árum hefur mjólkurbændum fækkað úr 200.000 í 12.000.
Ekki bara hefur bændum fækkað, heldur eru 14 af 41 tegundum af nautgripum í útrýmingarhættu og 9 hafa þegar horfið. Önnur líkleg afleiðing er að landslagið í Bretlandi á eftir að taka miklum breytingum eftir því sem bóndabýlum fækkar. Landbúnaður hefur mótað landið og án hans hverfa graslendur, gróðurtegundum fækkar og skógar og votlendi breiða úr sér.
Í mjólkurframleiðslu er vandamálið einfalt. Það kostar 21p að framleiða 1 L af mjólk en bændur fá bara greitt 17p. Útsöluverð á lítranum úr búð er 50 p. Þegar búið er að fara í gegnum alla kostnaðarliði á virðiskeðjunni segir breska Landbúnaðarráðuneytinu að um 18p séu óútskýrð í verðlagningunni. Aukin hagræðing, meiri mjólkuframleiðsla pr. kú og aukin eftirspurn eftir mjólk og mjólkurvörum hefur engu breytt. Talið er að eftir 5-10 ár muni Bretar þurfa að flytja inn stóran hluta af neyslumjólk sinni.
Mér fannst þetta frekar athyglisvert sérstaklega þar sem það kemur fram í greininni að líkt og Íslendingar telja um 86% af Bretum að landbúnaðarvöru eigi að vera framleiddar í heimalandi þeirra. Eflaust myndu þeir svara jákvætt um að þeir vilji gjarnan kaupa breskar landbúnaðarvörur, líkt og Íslendingar, - en raunin reynist svo allt önnur þegar valið stendur á milli ódýrs nautakjöts frá Suður Ameríku eða kjöts sem kostar eitthvað meira frá Bretlandi.
Eftirsóknarvert eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætlar eingin að bjarga síðasta framsóknar manninum.
Georg Eiður Arnarson, 17.3.2007 kl. 21:56
Flestir vilja kaupa ódýrustu landbúnaðarvörurnar sem í boði eru en sumir eru reiðubúnir að kaupa þær bestu og dýrustu. Fólk á að geta valið þar á milli. Ég keypti nýsjálenskt ket í Bónus um daginn og ég fann engan mun á því og íslensku keti.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 22:14
Þú drepur nú þessa stofna "með oddi og egg", Þrymur minn. Betra að stofna engum stofnum í lífshættu og fara varlega í öllu vopnaglamri.
Sonur minn, Alexander söngvari í Soundspell, var að syngja hjá Jóni Ólafs í kvöld og ef þú hefur áhuga geturðu séð myndir af honum og hlustað á hann syngja hér, Eygló:
http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=95075938
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:53
Það er alltaf verið að spá í hvernig legan á þessum jarðgöngum á milli lands og Eyja eigi að vera. Verða þetta þá ekki bara leggöng fyrir rest?!
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 01:46
Við skulum ekki hafa áhyggjur af breskum kúm.Best væri ef þar væru engar kýr, og Bretar keyptu hágæða mjólkurafurðir af okkur.Guðni þarf að skreppa með Dorriet þegar hún fer til London í fyrramálið og þau gata tekið með sér nokkrar skyrdollur og fleira.Riðuveiki í kúm fer ekki úr minni breta á næstunni og heilsubylgja er að skella á í Bretlandi eins og annarsstaðar á vesturlöndum.Bretar þekkja vel gæði íslenska línufisksins og þessvegna væri kanski tilvalið að hafa mjólkur afurðirnar við hliðina á þorskinum í búðarglugganum.
Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 11:09
Að bjarga breskum kusum! Þú fyrirgefur! Ertu ekki í pólitík?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2007 kl. 00:50
P.S. Allavega hef mun meiri áhuga á að bjarga núverandi ríkisstjórn en einhverjum
breskum kusum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2007 kl. 01:28
Nei, ég er ekki að fara bjarga breskum kusum eða kaupa erlendar landbúnaðarafurðir hér heima. Heldur var ég að benda á að við tölum mjög mikið um að fara flytja inn erlendar landbúnaðarafurðir, lækka verðið o.s.frv. en gerum okkur ekki grein fyrir að með þessu erum við fylgja í fótspor Breta = útrýma landbúnaði í landinu!
Það mun hafa áhrif á allt, frá byggð manna yfir í hvernig landið mun líta út.
Eygló Þóra Harðardóttir, 19.3.2007 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.