Sammála Grími!

Grímur Gíslason skrifar pistil á heimasíðu sinni um hvernig Vestfirðingar eru að bregðast við byggðavanda sínum.  Ég hef einmitt að undanförnu verið að velta fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að halda baráttufund líkan þeim sem haldinn var á Vestfjörðunum víðar á landsbyggðinni.

Við þurfum að halda svona fundi í Vestmannaeyjum, Vík, Hornafirði, Raufarhöfn, Húsavík, og svona væri hægt að telja áfram hringinn í kringum landið.  Grímur segir í grein sinni: “Vandi Ísafjarðar er vandi ýmissa jaðarsvæða á landsbyggðinni í hnotskurn.”  

Þessu er ég algjörlega sammála!

Ólína Þorvarðardóttir var ein þeirra sem skipulagði baráttufundinn á Ísafirði.  Á Rás 2 sagði hún að staðan væri orðin þannig að þetta snérist ekki lengur um pólitík og flokka, heldur um að taka höndum saman og snúa þróuninni við.  Spurt var í viðtalinu af hverju það er alltaf þannig að ef rétta á hlut landsbyggðarinnar, fjölga opinberum störfum eða jafna stöðu fyrirtækja s.s. með skattaívilnunum eða lækkun flutningskostnaðar þá er talað um ölmusu til handa landsbyggðinni. 

  • Þrátt fyrir að margítrekað hafi verið bent á að 70% opinberra starfa er á höfuðborgarsvæðinu, en bara 62% íbúa. 
  • Þrátt fyrir að margítrekað hafi verið bent á ósanngirnina í álagningu ýmissa opinberra gjalda s.s. olíugjaldið og virðisaukaskattur á vöruflutninga.    

Þetta er því engin ölmusa, - heldur sanngjörn krafa!

Því vil ég taka undir orð Gríms um að tími sé til kominn að Eyjamenn eða bara landsbyggðarmenn í heildina hefji upp raust sína og krefjist viðlíkra aðgerða og Ísfirðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsavík?! Sínum augum lítur hver á Silfrið en þar hafði Hafliði Jónsteinsson Húsvíkingur og ljósvakans Ljósvíkingur manna hæst, sérstaklega við sessunaut sinn, Ögmund hinn græna. Í hvaða flokki er Hafliði og hverjir geta þá unnið best saman? Er þessi Sjóliði atvinnulaus og er yfirhöfuð eitthvert atvinnuleysi á Húsavík? Eða ætla Húsvíkingar að fjölga sér svona mikið á næstunni og stendur Hafliði fyrir því í eigin persónu? Er flutningskostnaðurinn orðinn svona mikill vegna minni sjóflutninga að Húsvíkingar hafa ekki lengur efni á að kaupa pilluna og reisa þarf álver sem allra fyrst yfir allan krakkaskarann sem er í burðarliðunum? Hefur Hafliði talið ólétturnar í Housewich City? Og hvers vegna er vefur Verkalýðsfélags Húsavíkur á ensku og pólsku? Eru einhverjir Íslendingar eftir á Húsavík, fyrir utan Hafliða og Pétur ljósmyndara, sem er búinn að vera aðkomumaður á Húsavík í 40 ár?

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gummi Steingríms er með frábæra hugmynd fyrir byggðarþróun. En það er rett að eyjamenn verða að standa betur saman. Taka öllu fagnandi, sama hvaðan það kemur.

Tómas Þóroddsson, 14.3.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála þessu. Því breiðari samstaða, því meiri von um árangur. Byggðarlögin geta skipst á að halda áreitinu á lofti svo þessi mikilvæga umræða sofni ekki eins og svo mörg þjóðþrifamál, sem hafa verið flutt fyrir daufum eyrum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Týpiskt Ad Hominem þarna í fyrsta kommenti. Vona að menn hafi þroska til að stýra sér út úr slíkum díalóg.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 23:27

5 identicon

Lenín var afbragðsræðumaður og bæði Steini og Bíbí hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í ræðustól Alþingis. Ég gef hins vegar Hvell-Geira, Framsóknar-Jóni, Hveragerði og hinum Frjálsblinda Magnúsi Þór hálfa stjörnu fyrir viðleitni í þessu eldhúsi í kveld. Ríkisstjórnin er greinilega fyrir löngu komin í Fallin spíta en Imba var fögur sem forðum er hún með öllum sínum kvenlega yndisþokka brosti til mín á brúnni yfir Tjörnina. Ekki komast karlanir með tærnar þar sem hún hefur háu hælana í þeim efnum, nema Steini. Þau munu því að öllu forfallalausu ganga í heilagt hjónaband í vor og biðja nú um tilfinningalegt svigrúm eftir að hafa opinberað trúlofun sína í kvöld.

Boðskortin hafa nú þegar verið send út og Addi Kitta Gau mun verða svaramaður Steina. Einnig einkaþjónn í sjávarútvegi ef á þarf að halda á heimilinu, þó enginn verði hann slordóni. Og Imba leyfir Steina að vera húsbóndi á sínu heimili. En að sjálfsögðu mun hún stjórna öllu í reynd, sjá um innkaup og annað á heimilinu, og eyða þar mestu fé, eins og aðrar konur gera. Á meðan dundar Steini sér í garðinum. En Addi mun, ef á þarf að halda, sjá um húsverk, afþurrkun alla og ryksog, enda vel til þess fallinn. Og ekki vill hann ráða til þess erlendar vinnukonur, þannig að hann verður að sjá um allt slíkt sjálfur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:21

6 identicon

Þetta er fín hugmynd hjá þér Eygló. þú gætir þá væntanlega komið því að á þessum fundum hvort fólki í sjávarbyggðum Suðurlands, td. Garði,Reykjanesbæ,Sandgerði, Grindavík,Þorlákshöfn,Stokkseyri,Eyrarbakka,Hornafirði og þinni heimabygð, Vestmannaeyjum, hugnist það að ríkið þjóðnýti staðbundin fiskimið þessara byggða með uppboðum á aflaheimildum, og gjaldþrotum sjávarútvegsfyrirtækja á þessum stöðum.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:46

7 identicon

Formaður flokks þíns sagði í eldhúsumræðunum í gærkvöld um þjóðnýtingarfrumvarpið,,náttúruauðlindir þjóðarinnar fá sama sess og þjóðgarðurinn á þingvöllum við Öxará´´.Nú sting ég upp vegna þessara ummmæla að þú og varaformaður flokks þíns, vegna þess að hann býr á Selfossi og þekkir kanski eitthvað betur til á Þingvöllum en formaðurinn,að þið farið til sýslumannsins á Selfossi, svo formaðurinn geti séð hver er skráður eigandi Þinvalla.Þá mun formaðurinn sjá ,og þú líka ef þú vilt að íslenska RÍKIÐ er þinglýstur eigandi jarðarinnar Þingvalla.Þið getið lýka séð þar að jörðin Þingvellir var ekki tekin til ríkisins með eignarnámi eða þjóðnýtingu.Með lögum skal land byggja.Ég vona að þið í Framsóknarflokknum séuð ekki að sjá þessi orð í fysta skipti.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 08:15

8 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sigurgeir minn, er ekki kominn tími til að þú fáir þér eigin bloggsíðu? 

M bkv. Eygló

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.3.2007 kl. 11:11

9 identicon

Hættu að gráta, hringaná,
heyrðu ræðu mína:
eg skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki þína. 

Hættu að gráta hringaná;
huggun er það meiri:
ég skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki fleiri. 

Hættu að gráta hringaná,
huggun má það kalla:
ég skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki þær allar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband