10.3.2007 | 20:18
Sænska Melodifestivalen
Svíar halda loka-forkeppni sína í Eurovision eða Melodifestivalen, eins og þeir kalla það, í kvöld. Ég er áskrifandi að Evrópupakkanum hjá Skjánum og ætla að fylgjast með. Þetta eru svona leifarnar af nærri fjögurra ára búsetu í Stokkhólmi. Ég get alltaf haldið með bæði Svíum og Íslendingum, allavega þegar það er búið að sparka okkur út nema auðvitað þegar Charlotte vann Selmu (sem ég bara skil ekki enn þá).
En þeir skildu heldur aldrei hinn mikla áhuga minn á Eurovision, það voru engin Eurovision partý og ég átti alltaf í miklum erfiðleikum með að finna stöðina sem sendi hina alvöru Eurovision keppni út. Sem hefur örugglega átt einhvern þátt í að ég íhugaði ekki einu sinni að setjast að í Svíaríki!
Kannski er ástæðan sú að þeir hafa ekkert fyrir því að vinna, - eða senda þokkalega sigurstranglega slagara á hverju ári í Eurovision.
En þetta hefur greinilega breyst til batnaðar, allavega er sent beint út á SVT og DN veðjar á að The Ark með the Worrying kind vinni. Þeirra Eiríkur Hauksson í ár er líka tiltölulega síðhærður, en minnir frekar á Boy George eða Adam Ant.
Jæja, poppið og kókið er allavega tilbúið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Ég bjó í Svíþjóð í samtals 4 og hálft ár og held bæði með Íslendingum og Svíum í keppninni . Haha..varðandi áhuga Svíanna á þessari keppni þá var ég einmitt í Svíþjóð árið 1984 þegar að "Herreys" unnu með Diggelo diggelei. Ég sat EIN inní stofu hjá aupair-fjölskyldunni minni , borðaði rækjur og ÖSKRAÐI upp þegar að úrslitin voru ljós í aðalkeppninni! Allir í fjölskyldunni hristu höfuðið og enginn tók undir með mér
Ester Júlía, 10.3.2007 kl. 21:04
Sænskir eru svo miklir sossar að það hálfa væri nóg. Ég var í námi í Svíaríki, var þar með sænskri stelpu og hún gjörsamlega þjóðnýtti mig á öllum sviðum. Versta júrólagið er alltaf látið vinna hérna vegna þess að við eigum ekkert tónlistarhús. Við förum ekki að júrósyngja í tjaldi eins og Eistarnir, enda þótt það sé gaman að syngja með Eistunum. Kerfið klikkaði í Efstaleitinu þegar Selma vann hér '99 en þeir redduðu því á síðustu stundu með því að hafa samband við Bosníumenn og grátbiðja þá um að láta Svíana vinna, våra bästa vänner och fränner. Enda er aðalatriðið að vera með. Við förum ekki að klúðra því. Jajamensann!
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 21:18
1993-1996 og bjó m.a. á Lappkärssberget við Frescati og Sundbyberg. Bjóst þú ekki líka í Svíþjóð?
Smá update: The Ark vann, líkt og hafði verið spáð.
Eygló Þóra Harðardóttir, 11.3.2007 kl. 09:19
Ég bjó nokkuð lengi í Svíþjóð og flutti heim árið sem Herry´s unnu með sina gylltu skó. Vont lag.
Það er einhver stemmari yfir Melodifestivalen þrátt fyrir að músikin í þessu prógrammi yfirhöfuð höfði ekki sérstaklega til mín.
Heja Sverige!!
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 18:53
Ég heiti Samfylking og kenna á því fæ,
klukkan sjö á morgnana er mér dröslað niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó að heyrist lítið kvein,
Imba þarf að vinna en er orðin alltof sein.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
Imba er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér.
Svo inn í grunnskólann mér dröslað er í flýti,
mig sárverkjar í handleggina eftir Imbu tog.
En þar drottnar Össur með ótal andlitslýti,
eins og hann hafi fengið hundrað þúsund flog.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.
Bráðum verð ég sjö ára en það er fyrsta maí,
daginn þann ég dröslast alein niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó ég hangi þarna ein,
Imba með kröfu um forsætið en er orðin alltof sein.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 03:12
Geiri mælti til Imbu:
Ég skal greiða þér
lokka við Galtará,
gefa þér anímónur,
allt sólskinið í Súdan,
tunglskinið á Ægissíðu
og hjarta mitt á silfurfati,
ef þú fellur fram og tilbiður mig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:21
"Landslagið er komið til að vera" skrifaði ég eitt sinn í fyrirsögn þegar ég vann á Mogganum og hafði það eftir einhverjum tónlistarspekúlant þegar fyrsta Landslagið fæddist. Hins vegar bar það fljótt beinin, varð aldrei barn í brók, þannig að nú eigum við ekkert landslag og þjóðin er þar að auki eignalaus, eins og allir vita. Evrusjónin byggist á pólitík eins og Evrópusambandið og hefur ekkert að gera með gæði tónlistarinnar. Ef menn vilja komast að því hverjir verma efstu sætin í Helsinki verður því að leita til stjórnmálamanna. Í þessu tilliti, eins og mörgum öðrum, skiptist Evrópa í nokkur svæði, Norður, Suður og Austur, þar sem þjóðir gefa hver annarri atkvæði innan sama svæðis.
Við tilheyrum náttúrlega Norðursvæðinu en vægi þess hefur stórlega minnkað, því Austursvæðið hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum vegna hruns kommúnismans. Þannig vega Eika rauðar hærur ekki upp á móti aflitun rauðu hættunnar í austri. Þetta er allt Bíbí að kenna, því gerskir menn sáu villu síns vegar og sína sæng upprétta þegar þeir lásu hvert Reykjavíkurbréfið á fætur öðru og notuðu síðan á sínum kömrum, því lítið var um salernispappír þar eystra. Þannig komu Reykjavíkurbréfin að góðum notum í tvennu tilliti og eru menn því ævinlega þakklátir Mogganum þar fyrir austan fjall.
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.