Framtíðarsýn Geirs

Í Silfri Egils í dag var Sigurði Kára Kristjánssyni, Sjálfstæðismanni og alþingismanni, bent á hina einstöku framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins í stóriðjuuppbyggingu.  Hún er að innan 10 ára verði starfandi hér sex stór álver. Staðsetningarnar verða væntanlega þessar:  Grundartangi, Straumsvík, Reyðarfjörður, Helguvík, Þorlákshöfn og Húsavík. 

Ekki var annað en hægt, en að dást að viðbrögðum og leikarahæfileikum þingmannsins unga.  Hann bliknaði hvorki né brást við á nokkurn máta við þessu heldur tók að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir ríflega 40 árum haft frumkvæði að náttúruverndarlögum. 

Vá, bravó, - klapp, klapp!

En ég tel að sumir hefðu líklega átt að þekkjast boð Samfylkingarinnar um sjá myndina an Inconvenient Truth með Al Gore.  Í henni segir hann þessa klassísku setningu:  "Þetta snýst ekki um pólitík lengur heldur siðferði." 

Siðferðislega skyldu okkar allra til að draga úr, ekki auka útblástur gróðurhúsalofttegunda ekki bara í heiminum heldur hér á Íslandi. Ég á því æ erfiðara með að tala fyrir stækkun Straumsvíkur.  Ég sé ekki að það sé nokkuð í atvinnulífinu á suðvesturhorninu sem réttlæti stækkun álversins, og þann aukna útblástur gróðurhúsalofttegunda sem hún mun hafa í för með sér. Eigum við ekki... og trúið mér að þetta er ekki auðvelt að skrifa... að gera eins og sumir í Samfylkingunni leggja til og fresta frekari framkvæmdum?

Blásum á framtíðarsýn Geirs og leyfum umhverfinu að njóta vafans. 


mbl.is Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Og þú líka, Brútus, sonur minn?!" Er þá ekkert siðferði í pólitíkinni? Siggi sæti á ekki séns í Sollu stirðu. Auðvitað eru Sjallarnir grænir og það á að mála öll álverin Framsóknargræn með málningu frá Hörpu Sjöfn Hermundardóttur. Leyfa umhverfinu að njóta vafans? Eftir að Viagra kom til sögunnar ætti frekar að lofa náttúrunni að njóta afans. Og öfugt. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 15:30

2 identicon

Þegar Framsóknarflokkurinn segist ætla að vernda umhverfið koma upp í hugann orð bandarísks hershöfðingja úr Víetnamstríðinu „við urðum að eyða þorpinu til þess að bjarga því.“ Umhverfissóðarnir ætla að bjarga náttúruperlunum! Hjálp!

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

af http://julli.blog.is/blog/julli/entry/137697/?t=1173024607#comments

"Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því meiri en frá öllum samgöngum á Íslandi" segir í greininni.

Ég segi: Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því miklu minni heldur en ef það væri annarstaðar og rafmagn framleitt í það með kolum eða olíu."

Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.3.2007 kl. 16:15

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

þetta er einmitt málið sem fólk virðist ekki vera að átta sig á. Álið verður framleitt einhversstaðar, það er alveg ljóst, álframleiðsla í heiminum kemur bara til með aukast næstu 40 til 50 ár.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.3.2007 kl. 16:16

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Hvernig geturðu verið viss um álframleiðsla muni bara aukast? T.d. skilst mér að flugvélaframleiðendur eru farnir að nota koltrefjablöndur í mun meira mæli, og skipta þar út áli.  Þetta er efni sem er níðsterkt og léttara en ál.  T.d. er um 25% af nýju Airbus 380 risaþotunni úr koltrefjum (styrktu plasti).  Boeing er líka byrjað að nota þetta og bílaframleiðendur eru á fullu að leita að ódýrari framleiðsluaðferðum á efninu til að skipta út áli í framleiðslunni. 

Léttara efni þýðir lægri eldsneytiskostnað = minni gróðurhúsalofttegundir, fyrir utan svo framleiðsluferlið sjálft.  Hér er samanburður á umhverfisáhrifum m.a. áls og koltrefja.

Ég held líka að á næstu árum munu stóriðjufyrirtækin (ekki bara álfyrirtæki) hafa minni og minni möguleika á að flytja sig bara á milli  landa eins og verið er að hóta.  Vakningin á áhrifum gróðurhúsalofttegunda er að verða um heim allan og við höfum raunar ekki nema mjög stuttan tíma til að bregðast við áður en það verður hreinlega of seint.   

Gætum við t.d. frekar notað rafmagnið okkar til að búa til umhverfisvæna orkugjafa?

Guðmundur Guðmundsson, - ég vil bara benda á að Framsóknarmenn voru ekki þeir sem fóru fram hér í prófkjörum í Suðurkjördæmi með tvö álver á málefnaskránni eins og nánast allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.  Ég hef líka margítrekað bent á að ég er ekki umhverfisverndarsinni og frábið mér þann stimpil.  Ég vil bara gjarnan sjá dætur mínar og afkomendur lifa við sambærileg skilyrði og ég hér á jörðinni. 

Þess vegna tek ég undir orð Al Gore um að þetta snýst ekki um pólitík heldur siðferðislega skyldu okkar.   

Eygló Þóra Harðardóttir, 4.3.2007 kl. 17:06

6 identicon

Eygló og Al Gore:
Augað mitt og augað þitt
og þá fögru steina
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann,
allt sem prýða mátti einn mann,
mest af lýðum bar hann.
Engan leit ég eins og þann  
hylji dali og jökul ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Man ég okkar fyrri fund,
forn þó ástin réni.
Nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 17:45

7 identicon

Sæl Eygló, og þið öll !

Þar höfum við það. ! Enn um stund, þykist þið Bjarni Harðarson verða talsmenn ''umhverfisverndar og gegn frekari röskun sunnlenzks lífríkis'';; hvaða helvítis hræsni er þetta, hjá þessum flokksræfli ykkar, slag í slag ?

Hefir Guðni Ágústson ekki gefið það út, að hann styðji stækkun Straumsvíkurálversins, enn og aftur; á kostnað sunnlenzkra orkugjafa ? Á ekkert að hlusta á rök heimamanna, í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslna, gegn frekari framkvæmdum, við miðbik, og efri hluta Þjórsár ?

HVERRA HAGSMUNA, ÆTLIÐ ÞIÐ BJARNI HARÐARSON, SEM OG GUÐNI ÁGÚSTSSON AÐ GÆTA ? OKKAR SUNNLENDINGA, EÐA HINNA ÓSEÐJANDI ÍBÚA MIÐBIKS FAXAFLÓANS ?

Farið, að reka af ykkur aumlegt slyðruorðið Eygló; og komið heiðarlega fram við okkur, íbúa þessa landshluta.!!! Tími til kominn. !!!  

Með kveðju, blendinni þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 17:53

8 identicon

Bull & þvæla !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 20:44

9 identicon

Þetta er steypa!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 20:45

10 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Þú ert ærleg Eygló.

Sigurður Ásbjörnsson, 4.3.2007 kl. 20:50

11 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Eins dauði er annars brauð, ekki eingöngu verið að hugsa um loftmengun. Ef Hafnfirðingar neita þá geta Húsvíkingar fagnað því að fá álver í nágrennið á Bakka.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 4.3.2007 kl. 21:02

12 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Hér er mín skoðun

http://thordursteinngudmunds.blog.is/

Þórður Steinn Guðmunds, 4.3.2007 kl. 21:55

13 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þegar skýrslan sem þú bendir á Eygló er skoðuð þá segir hún ýmislegt um að koltrefjaefni valdi minni umhverfisáhrifum. Hinsvegar er ekki tekið með í dæmið að bílar eru einnig framleiddir með burðargrind úr áli en lausnin sem nefnd er varðandi koltrefjar ,,monocoque" er svo dýr að hún mun trúlega aldrei verða samkeppnishæf. Í dag minnir mig að koltrefjar séu ekki notaðar í neinar bílategundir nema ofurbíla sem kosta gríðarlegar fjárhæðir og menga gríðarlega af þeim sökum. Minnir að ég hafi séð Top Gear þar sem Mercedes SLR var í tveim útgáfum, önnur hefðbundin en hin með koltrefjum. Eini munurinn var koltrefjarnar í boddýinu og það þýddi að bíllinn kostaði þrefalt meira. Það er eflaust hægt að ná framleiðslukostnaði eitthvað niður en þetta verður trúlega ekki framtíðarlausnin. Spurningin er líka hvað menn gera þegar olíuna þrýtur og ekki verður hægt að búa til plast lengur.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.3.2007 kl. 22:02

14 identicon

Það er mun betra að framleiða álið hér en að framleiða það með kolakynntum orkuverum. Þó svo að það sé voðalega sæt hugsjón að banna álver þá gengur það ekki upp því að það verður framleitt annars staðar. Ég veit ekki hvar sú hugmynd kemur að ál sé aðeins notað í flugvélar. Ál er orðið það útbreitt  í notkun að það er orðin nauðsyn. Svo einhverjir hlutir séu nefndir, húsaklæðningar, öldósir, álfelgur á bíla, Óskarsverðlaunastyttur og svo framvegis.

Kristinn (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:23

15 identicon

Nú hlýnaði mér um hjartarætur kæra vinkona!  Finnst þau rök sem birtast hér að ofan að betra sé að framleiða álið á "umhverfisvænni" hátt hér á landi en einhvers staðar annars staðar í heiminum óttalega klén.  Það er ekki að vera að tala um að banna fleiri álver eða álvinnslu í landinu, heldur kannski frekar að hægja á og staldra við. Ég held að það verði ekki álskortur í heiminum þótt stækkun í Straumsvík verði ekki leyfð. Og þótt svo yrði (  )þá einhvern veginn hugnast það mér betur að búa við álskort en eiga ekki lengur neina fallega fossa til að sjá og njóta. Kannski eigingjarnt af manni að hugsa ekki nógu hnattrænt hvað þetta varðar.

Soffía (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:56

16 identicon

Sæl Eygló. Ég sendi þér pistil hér á síðunni þinni í dag þar sem ég sagði að þú hefðir sagt á fundi hér á suðurnesjum að þú hefðir fengið fé hjá LÍÚ þegar þú varst að stofna þitt fyrirtæki.Þú sagðir það,en ég skil ekki af hverju þú þrætir fyrir það núna.Af hverju.Þú segir að það kaupi þig enginn.Ekki voru það mín orð.Það eru þín.Ertu kannski að verða nýr Davíð Oddson sem gaf það í skyn að mönnum hefði dottið í hug að bera á sig fé.Og hvað þýðir orðið þjóðareign.Þú sem verðandi þingmaður hlýtur að geta svarað kjósendum þínum,væntanlegum, því,þar sem þú krefst þess að það verði sett inn í stjórnarskrá.Og af hverju viltu að ríkið slái eign sinni á fiskimið fyrir Suðurlandi,er það betra fyrir íbúa Suðurkjördæmis.Væri ekki nær að þú flyttir tillögu um að íbúar Suðurkjördæmis ættu fiskimiðin undan suður strönd Íslands.Ríkið fer nú rænandi um landsbyggðina og rænir þar löndum og ætlar sér nú að ræna líka fiskimiðunum frá landsbyggðinni, með stuðningi Framsóknarflokksins.Ég vona að sönnu landsbyggðafólki takist að koma í veg fyrir það.Kveðja Sigurgeir. 

sigurgeir jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 00:18

17 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Nei, Sigurgeir.  Ég sagðist hafa farið á fundi með útgerðarkóngum, en ég sagði ekki orð um hvort þeir hefðu tekið þátt í stofnun fyrirtækis míns, Þorsks á þurru landi. 

Tékkaðu bara á hlutafélagaskránni :)

Ákvæði um þjóðareign í stjórnarskrá þýðir ekki að það sé verið að ræna einhverju.  Kvótanum hefur verið úthlutað eitt ár í senn.  Útgerðarmenn hafa alltaf gert sér grein fyrir að það væri ekki verið að úthluta þeim honum varanlega.  Af hverju heldurðu að Geir hafi verið að tala um að tryggja yrði eignarréttinn betur?  Það er vegna þess að kvótinn hefur aldrei verið eign, heldur nýtingarréttur sem er úthlutað einu sinni á ári.  

Sama á að gilda um þjóðlendur (sem ríkið getur sýnt fram á að er einskis manns land), vatnið, loftið, jarðvarminn og annað það sem getur flokkast sem auðlindir okkar Íslendinga. Ríkið er fulltrúi þjóðarinnar í þessu máli að mínu mati og fer með auðlindir þjóðarinnar.   

En varst þú fyrst núna að taka eftir þessu stefnumáli Framsóknarflokksins?  Ég talaði fyrir þessu fyrir fjórum árum síðan, þetta var samþykkt í flokksályktunum og sett í kosningaloforðin og stjórnarsáttmálann.   

Eygló Þóra Harðardóttir, 5.3.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband