3.3.2007 | 13:49
Á skítugum skónum
Í viðtali við Fréttablaðið ásakar varaformaður Sjálfstæðisflokksins okkur Framsóknarmenn um að hafa engar hugsjónir. Þar segir hún að eina ástæðan fyrir því að við erum að berjast fyrir auðlindaákvæðinu eru prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Orðrétt segir hún: "Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum."
Það liggur við að morgunkaffið hafi frussast út úr mér þegar ég las þetta. Þorgerður Katrín er sama manneskjan og hefur staðið í óformlegum stjórnarviðræðum við Samfylkinguna á bakvið samstarfsflokk sinn. Hún er ein þeirra Sjálfstæðismanna sem samþykkti stjórnarsáttmálann þar sem stendur skýrt að ákvæðið um að auðlindir þjóðarinnar eru sameign eigi að fara í stjórnarskrá. Þetta er manneskja sem hefur staðið fyrir hverju klúðrinu á fætur öðru í Menntamálaráðuneytinu (sem hefur haft lítil tengsl við einhverjar hugsjónir) sem mitt fólk hefur neyðst ítrekað til að bera í bætiflák fyrir.
Ég var ein þeirra sem börðust af mikilli hörku fyrir að þetta ákvæði færi inn sem kosningamál fyrir fjórum árum síðan og veit að mikil áhersla var lögð á að setja þetta í stjórnarsáttmálann. Því var ljóst í upphafi stjórnarsamstarfsins á þessu kjörtímabili að við myndum ekki gefa þetta eftir. Vinna stjórnarskrárnefndar hefur staðið yfir þetta kjörtímabil og mitt fólk hefur unnið þar að fullum heilindum og trúað því að það sama gilti um Sjálfstæðismenn.
En eitthvað virðist hafa breyst eftir að nýir menn tóku við í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum. Fyrst byrjar Geir H. Haarde að tala um að tryggja nýtingarrétt útgerðarmanna á LÍÚ þingi, síðan leggur hann fram frumvarp um að afhenda þjóðlendur Landsvirkjun og nú á að svíkja undirritaðan sáttmála á milli stjórnarflokkanna.
Þolinmæði okkar Framsóknarmanna er mikil. En Þorgerður Katrín og Geir þurfa að fara gera sér grein fyrir að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga oft yfir mann á skítugum skónum!
Það liggur við að morgunkaffið hafi frussast út úr mér þegar ég las þetta. Þorgerður Katrín er sama manneskjan og hefur staðið í óformlegum stjórnarviðræðum við Samfylkinguna á bakvið samstarfsflokk sinn. Hún er ein þeirra Sjálfstæðismanna sem samþykkti stjórnarsáttmálann þar sem stendur skýrt að ákvæðið um að auðlindir þjóðarinnar eru sameign eigi að fara í stjórnarskrá. Þetta er manneskja sem hefur staðið fyrir hverju klúðrinu á fætur öðru í Menntamálaráðuneytinu (sem hefur haft lítil tengsl við einhverjar hugsjónir) sem mitt fólk hefur neyðst ítrekað til að bera í bætiflák fyrir.
Ég var ein þeirra sem börðust af mikilli hörku fyrir að þetta ákvæði færi inn sem kosningamál fyrir fjórum árum síðan og veit að mikil áhersla var lögð á að setja þetta í stjórnarsáttmálann. Því var ljóst í upphafi stjórnarsamstarfsins á þessu kjörtímabili að við myndum ekki gefa þetta eftir. Vinna stjórnarskrárnefndar hefur staðið yfir þetta kjörtímabil og mitt fólk hefur unnið þar að fullum heilindum og trúað því að það sama gilti um Sjálfstæðismenn.
En eitthvað virðist hafa breyst eftir að nýir menn tóku við í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum. Fyrst byrjar Geir H. Haarde að tala um að tryggja nýtingarrétt útgerðarmanna á LÍÚ þingi, síðan leggur hann fram frumvarp um að afhenda þjóðlendur Landsvirkjun og nú á að svíkja undirritaðan sáttmála á milli stjórnarflokkanna.
Þolinmæði okkar Framsóknarmanna er mikil. En Þorgerður Katrín og Geir þurfa að fara gera sér grein fyrir að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga oft yfir mann á skítugum skónum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu Eygló mín. Viltu nokkuð útiloka áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðismenn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2007 kl. 13:59
Þar mæltist þér vel Eygló. Fóli verður oft tíðrætt um að Framsóknarmenn hafi setið lengi í stjórn en hvað þá með sjálfstæðismenn. Þeir hafa setið 4 árum lengur og eru að verða hoknir af valdahroka. Vona allavega að Framsóknarmenn beri giftu til að styðja ekki þann flokk til áframhaldandi setu að afloknum kosningum.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.3.2007 kl. 14:13
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinar segir.
,, ÁKVÆÐI UM AÐ AUÐLINDIR SJÁVAR SÉU SAMEIGN ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR VERÐI BUNDIÐ Í STJÓRNARSKRÁ".
Getur þetta verið skýrara? Er nema eðlililegt að eftir þessu ákvæði sé gengið
og ríkisstjórnin standi við þessi fyrirheit nú í lok kjörtímabils?
Trúi ekki öðru en að formenn stjórnarflokkanna ræði þessi mál strax eftir
helgi og að Alþingi verði látið samþykkja þetta fyrir þinglok.
Annað er ekki bara svik við stjórnarskrána. Heldur þjóðina líka
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2007 kl. 14:20
Frábært að Framsókn sé að vakna svona korter fyrir.... og takið eftir það eru kournar sem vakna - þeim er nóg boðið. Mikið vildi ég að þær hefðu rumskað fyrr.
Framsókn var með öflugar konur inn á þingi en þær hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum silkihönskum á kjörtímabilinu af sínum samstarfskörlum.
Þær eru nú örgglega reynslunni ríkari og ætla kannski ekki að láta karlana stúta flokknum endanlega.
Hjálmfríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 15:29
Frábært að Framsókn sé að vakna svona korter fyrir.... og takið eftir það eru kournar sem vakna - þeim er nóg boðið. Mikið vildi ég að þær hefðu rumskað fyrr.
Framsókn var með öflugar konur inn á þingi en þær hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum silkihönskum á kjörtímabilinu af sínum samstarfskörlum.
Þær eru nú örgglega reynslunni ríkari og ætla kannski ekki að láta karlana stúta flokknum endanlega.
Hjálmfríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 15:29
Já, það er náttúrlega lágmark að Sjallarnir þurrki af skónum áður en þeir ganga yfir Framsókn. Skyldi Framsókn hætta að sofa hjá Sjöllum þangað til hún fær sitt fram og heldur hún framhjá þeim með Samfó, Grænum og Frjálsblindum? Skilur Framsókn við Sjallana að borði og sæng og fær hún lögskilnað í vor? Verður hún ólétt og hver er þá faðirinn? Er það satt að Hvell-Geiri sé búinn að gefa allt úr búinu án þess að tala fyrst við Framsókn? Er Kata með Samfó og er það leyndó eða vita allir af því? Eru allir með öllum? Ekki missa af næsta þætti. Allt getur gerst á Rás sex!
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 15:29
Það er engin hætta á að Framsókn yfirgefi íhaldið.Hagsmunir þessa flokka liggja eins og þræðir hvor inn í annan.Nýtingaréttur fiskveiðiheimilda var í reynd breytt í eignarrétt með sölu og leigu kvóta l991, þetta vita allir.Stór hluti af verðmætum fiskveiðiheimilda hefur verið komið í verðbréf í óskyldum rekstri m.a.í skattapardís "skúffufyrirtæka. " Þessa stolnu sameign vill nú Framsóknarfl.fá bundna í Stjórnarskrá.Er ekki best að skila henni til þjóðarinnar fyrst?Í banka-tryggingar - og olíumálum og víðar liggja eigna-og fákeppnis hagsmunir þessara flokka saman.Það er yfirlýst stefna beggja flokkanna að halda áfram stjórnarsamstarfi,svona sýninga spýja frá Sif og Jóni rétt fyrir kosningar tekur engin kjósandi alvarlega.Framsókn er viðbrennd við íhaldið og verður það áfram vegna sameiginlegra hagsmuna.
Kristján Pétursson, 3.3.2007 kl. 18:16
Því skyldu íslendingar taka upp þjóðnýtingarstefnu gjaldþrota sovétmarxískar hugmyndafræði? Er það ekki skref afturábak?
grímnir (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 21:48
Einn maður - eitt atkvæði er ekki lengur málið, heldur einn flokkur á mann. Ómar er búinn að segja að hann verði ekki sjálfur í framboði. Samfó og Vinstri grænir á vinstri vængnum og Framsókn, Frjálsblindir, Hægri grænir og Sjallar á hægri vængnum. Ef vinstri flokkarnir ná ekki meirihluta í vor geta þeir valið á milli Frjálsblindra og Hægri grænna, ef þessir flokkar næðu inn mönnum. En fyrst yrðu þeir að tala við Frjálsblinda út af kaffinu. Og ekki fara þeir að mynda stjórn með tæpan meirihluta, þannig að stjórnarflokkarnir gætu orðið fjórir. Samfó fimm ráðherrar, Vinstri Grænir fimm, Frjálsblindir einn og Hægri grænir einn. Addi Kitta Gau sem sjávarútvegsráðherra og Magga sem umhverfisráðherra. Eða bara stuðningur Frjálsblindra og Hægri grænna. Ef Frjálsblindir heimta ráðherra fengju þeir ekki að vera með og sama uppi á teningnum með Hægri græna. En þá gætu þeir snúið sér að Sjöllum og Framsókn. Köttur úti í mýri...
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 23:55
Hvað eruð þið framsóknarmenn að gera? Vakna núna rétt fyrir kosningar og ætla þá að fara gera eitthvað! Come on, þetta er ekki trúverðugt.
Bendi á blogg mitt, Ótrúverðug Framsókn, fyrr í dag.
Sveinn Ingi Lýðsson, 4.3.2007 kl. 12:10
Sjávarauðlindin er fyrst og fremst auðlind landsbyggðarinnar.Það er aumkvunarvert og lýsir undirlægjuhætti hvernig þingmenn og frambjóðendur af landsbyggðinni liggja hundflatir fyrir 101 RVÍK,í stað þess að verja hagsmuni fólks og sveitarfélaga úti úti á landi.Þú minntist ekki einu orði á stefnu þína í sjávarútvegsmálum þegar þú komst hingað á suðurnesin í prófkjörsbaráttu,að öðru leyti en því að þú sagðist hafa fengið fé hjá LÍÚ til að stofna þitt fyrirtæki.Í fiskveiðistjórnunarlögunum stendur að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar.Það er meira en nóg.græðgin og frekjan í 101 er orðin yfirgengileg.Það talar um,,landið okkar´´Sem þarf að vernda,, fyrir fólki úti á landi´´Ég ætla rétt að vona að það fólk sem kaus þig í prófkjöri hafi ekki keypt köttinn í sekknum, hvort sem það fólk er í Vestmannaeyjum,Grindavík,Þorlákshöfn,Reykjanesbæ,Hornafirði,Sandgerði eða annarstaðar í kjördæminu.Ef sett er í stjórnarskrá að fiskimiðin séu þjóðareign þýðir það ekkert annað en þjóðnýtingu og eignaupptöku að soveskum hætti.Sameign þjóðarinnar er annað orð og þýðir allt annað.Ég ætla rétt að vona að þú hafir eitthvað lært af þjóðlenduklúðrinu, þar sem ríkið er að ræna landsbyggðina. Ykkur hefði verið meira mannsæmandi að láta brjóta á því máli.Undirritaður leggur til ef þú endilega vilt að eitthvað fari í stjórnarskrá varðandi sjávarútveg,að þar standi ,,Fiskimið við ísland innan tvö hundruð mílna lögsögu frá landi eru eign Íslensku landsbyggðarinnar. Þetta orðalag er ekki síður skiljanlegt en eitthvað rugl um þjóðareign eða sameign.Að lokum ætla ég að vona að þú og þitt fyrirtæki blómstri í Vestmannaeyjum,í samvinnu við þann myndarlega sjávarútveg sem þar er.Kveðja Sigurgeir
sigurgeir jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 12:10
Sæll Sigurgeir, - ég vil að eitt sé alveg á hreinu varðandi fyrirtækið mitt, Þorsk á þurru landi. Það er í eigu fjölskyldu minnar, og LÍÚ eða einhver sjávarútvegsfyrirtæki eiga ekkert í því og hafa aldrei. En þótt sjávarútvegsfyrirtæki ættu nánast allt fyrirtækið hjá mér, þá myndi það ekki breyta því hvernig ég tjái mig eða mínum skoðunum.
Það kaupir mig enginn!
Ég hef líka bent stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja á að fiskeldi er eina leiðin til að tryggja fyrirtækjum raunverulegan eignarrétt á fiski á Íslandsmiðum.
Varðandi mína skoðun í sjávarútvegsmálum, þá talaði ég fyrir þessu ákvæði fyrir fjórum árum síðan og sú skoðun mín hefur ekkert breyst. Ég hef líka talað fyrir því að ég sjái engan tilgang í auðlindagjaldi nema þeir fjármunir skili sér til sjávarbyggðanna. Ég hef líka birt greinar í landsfjölmiðlum þar sem ég hef talað fyrir mikilvægi þess að tryggja nýliðun og nýsköpun með auknu aðgengi að hráefninu með því að tryggja að ákveðið hlutfall af fiski fari í gegnum fiskmarkaðina. Ég hef líka talað fyrir línuívilnun, og hef þá sérstaklega horft til umhverfisþátta hvað hana varðar.
Þetta er m.a. hægt að finna hér á bloggsíðu minni og ég mæli með því að þú flettir í gegnum þá pistla og greinar sem hér er að finna áður en þú ferð að gera mér upp einhverjar skoðanir eða skoðanaleysi.
Eygló Þóra Harðardóttir, 4.3.2007 kl. 13:49
Ég er að spá í að vera góður við Framsókn í viku. Það er ljótt að vera vondur við minni máttar, alla vega til skemmri tíma litið.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.