1.3.2007 | 16:52
Myndavélar um borð?
Ég velti fyrir mér hvort þetta opni fyrir möguleika á að vera með myndavélar um borð í skipum, í stað veiðieftirlitsmanna?
Gaman væri að vita hvort sé dýrara...
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar til starfa hjá FAO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Eygló Þóra Harðardóttir
er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Sendu henni póst á eyglohardar@althingi.is
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Gylfi er klár náungi. Það er nú langt síðan hægt var að sjá á hvaða fimmeyringi viðkomandi fiskiskip væri statt og á hvaða siglingu það væri, hraða og stefnu. Og ef menn nota njósnahnetti sem svífa hér yfir okkur er hægt að sjá rassskoruna á þeim sem eru að bogra á dekkinu. Hins vegar þurfa veiðieftirlitsmenn að fara stundum um borð til að mæla fiska og fleira en það kemur sér náttúrlega betur fyrir þá að vera í fiskamerkinu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 19:19
Það er alltaf hægt að setja tyggjó í linsuna.
Einar Sigurjón Oddsson, 1.3.2007 kl. 21:41
Það var reynt hjá Samherja hf.
Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 01:01
Lestu Jón Kristjánsson fiskifræðing í Fréttablaðinu í dag
Það er kerfislægur galli, sem hvetur til brottkasts. Ef kvótakerfið væri afnumið, eins og Frjálslyndir hafa barist fyrir, mætti slá tvær flugur í einu höggi: Auka verðmæti sjávarafurða og spara eftirlitið.
Sigurður Þórðarson, 2.3.2007 kl. 10:19
Tyggjó í linsuna, - en hvað ef útgerðin ber fjárhagslega ábyrgð á að myndavélin sé í lagi. Ef hún "bilar" óeðlilega oft þá þýðir það sekt og önnur viðurlög sem nú gilda um brottkast og ólöglegar veiðar.
Við ættum að geta keypt ansi margar myndavélar fyrir 700 milljónir kr. á ári. Ef veiðidagbækurnar eru líka orðnar rafrænar og tölvur myndu tékka af allt ósamræmið þá held ég að við ættum að geta losað okkur við stóran hluta af þeim kostnaði sem nú tilfellur vegna alls eftirlitsins.
Níels: Hvernig gekk hjá Samherja?
Eygló Þóra Harðardóttir, 2.3.2007 kl. 13:35
Af hverju ekki að fjarlægja kerfisgallann? Kvóti hefur ekki leitt af sér neitt annað en:
1. Helmingi minni fiskistofna 2. Margfaldar skuldir sjávarútvegsins. 3. Gríðarlegt brottkast. 4. Mikinn og vaxandi kosnað við tilgangslaust eftirlit. 5 Óöryggi sjávarbyggða. 6. Þrælahald leiguliða.
Sigurður Þórðarson, 2.3.2007 kl. 15:22
Brottkast hafði verið í umræðunni í einhvern tíma í öllum fjölmiðlum landsins eins og oft áður. Þetta var á þeim tíma sem Þorsteinn Már Baldvinnsson forstjóri Samherja hf, mátti ekki sjá hund míga þá varð hann að gelta og urra. Hann sór allt brottkast af sínu fyrirtæki og sagði slíkar sögusagnir uppspuna og lyga þvælu og máli sínu til áréttingar bauðst hann til að láta setja myndavélar um borð í togarana sína. Fjölmiðlafólk og fleiri gripu þetta á lofti og skoruðu á Másann að standa við stóru orðinn.
Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 16:07
Það er skemmst frá því að segja að myndavélarnar voru settar um borð í Baldvinn Þorsteinsson EA, og súmmað á öll færibönd og slóg damma sem fluttu úrgang frá skipinu. Vélarnar voru tengdar búnaði sem varpaði þeim í beinni upp í gerfitúngl og þaðan í Skyggnir. Þetta átti að vera trygging fyrir því að allir landsmenn gætu linkað sig inn á vélarnar um borð hvar sem skipið væri statt við landið á hvaða tíma sólarhringsins sem var.
Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 16:18
Það var bara eitt sem klikkaði. Áhöfnin var ekki í stakk búin undir að takast á við breytt vinnubrögð enda mjög eðlilegt þar sem ekki dugar eitt og sér að koma upp myndavélum heldur hafði láðst að gera ráð fyrir því hvað ætti þá að gera við hratið, kramda fiskinn, blóðsprengda fiskinn, flökin sem komu gölluð úr vélunum, fiskana sem voru hausaðir fyrir aftann miðjan búk, fiskana sem voru of stórir fyrir flökunnarvélarnar, hausana sem í flestum tilfellum voru með 20% af hnakkastykkinu áföstu, þunnyldunum og hryggjunum með áföstu 5-15% fille. Tilrauna útsendingar stóðu í nokkrar mínótur sem ekki fóru í dreifingu en þá skyndilega bilaði búnaðurinn og myndin varð eins og þegar maður gleymir að borga af Stöð 2. Gekk þetta með þeim hætti í stuttan tíma en þegar skipið kom úr veiðiferðinni var myndavélunum kastað í land með öllum tilheyrandi búnaði og sú skýring gefin að þetta drasl virkaði ekki neitt. Í staðin voru settar mjög öflugar hakkavélar við endann á færiböndunum. "Sjávarútvegsráðherra talaði um ótrúlega mikkla aðlögunarhæfni sjávarútvegsins" Hann hlýtur að hafa verið að tala um hakkavélarnar ?
Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 16:35
Norðmenn hafa verið að gera tilraunir með hvað eigi að gera við það sem fellur til í sjóvinnslunni. Mér skilst að Ný-Sjálendingar hafi líka gert þetta. Þeir settu þá reglu að það megi ekkert, og þá á ég við ekkert fara út fyrir borð. Settir eru geymslueiningar fyrir hratið o.s.frv. og það síðan nýtt þegar komið er í land. Einhverjir hafa bent á að gera mætti áburð eða lífdísel úr þessu, aðrir að vinna mætti prótein úr þessu sem væri hægt að nota í fæðubótarefni eða jafnvel sprauta aftur í fiskinn (RF). Hafa búið til fjölda nýrra afurða og starfa úr þessu.
Hvað er gert við það sem sett er í hakkavélarnar?
Ég held að það mætti alveg endurtaka þessa tilraun, byrja t.d. á hafró-röllunum eða þegar fiskieftirlitsmennirnir eru um borð til að sjá hvort "draslið" virki ekki alveg.
Eygló Þóra Harðardóttir, 2.3.2007 kl. 17:15
Það sem fer í hakkavélarnar verður bara súpa sem brunndælurnar dæla af miklu afli í hafið enda er blóð spýjan á eftir þessum skipum langar leiðir.
Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 17:26
Það er til 100% betri leið. Færeyjingar ráku öll vinnsluskip út úr sinni lögsögu fyrir mörgum árum enda hefur það gefist vel fyrir efnahag þeirra og aukið velsæld í sjávarbyggðunum sil muna.
Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 17:30
Ég tel nú betra að reyna að jafna skilyrði land- og sjóvinnslunnar, = herða starfsskilyrði sjóvinnslu frekar en að reka þau úr lögsögunni.
Er ekki tískuyrði núna hagrænir hvatar?
Ótrúlegt að heyra af þessari blóðspýju, - því skv. mínum upplýsingum væri hægt að nota þetta til að draga umtalsvert úr eldneytiskostnaði útgerðanna með gerð lífdísel.
Eygló Þóra Harðardóttir, 3.3.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.