Frjálslyndir karlar

Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að klára listana sína fyrir Alþingiskosningarnar.  Athygli vekur að eftir að Margrét Sverrisdóttir yfirgaf skútuna er eins og frjálslyndu karlarnar hafi bara gefist upp á konum.  Allavega virðast þeir ætla að skipta bróðurlega á milli sína fyrstu sætunum á listunum, og konur verða væntanlega bara neðar svona til "skrauts" eins og Jón orðað svo pent í títtnefndum tölvupósti.

  • Grétar Mar Jónsson í Suðurkjördæmi
  • Magnús Þór Hafsteinsson í Reyjavík
  • Jón Magnússon í Reykjavík
  • Valdimar Leo Friðriksson í Kragann
  • Guðjón Arnar og Kristinn H. í NV-kjördæmi
  • Sigurjón Þórðarson í NA-kjördæmi

Svo er bara að sjá hvort þeim takist að draga upp einn útlending eða tvo  á listana til að halda sama hlífiskildi yfir flokknum og Margrét gerði árum saman gagnvart konum. 

 

 


mbl.is Magnús Þór væntanlega í framboð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Já þetta "lookar" mjög karlrembulegt því miður en verst finnst mér að sjá góðan félaga Valdimar Leó kominn í þennan hóp.

Guðmundur H. Bragason, 22.2.2007 kl. 12:45

2 identicon

Monty Python's Flying Circus ætti nú ekki að vera í vandræðum með að fá Pussy Galore's Flying Circus í lið með sér.

http://en.wikipedia.org/wiki/Monty_Python's_Flying_Circus

http://en.wikipedia.org/wiki/Goldfinger_(film)

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er ansi mikið hrútayfirbragð á þessum listum hehe :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú hefðir kanski átt að bjóða þig framm hjá okkur,allavega áttu ekki upp á pallborðið hjá þínum flokki

Georg Eiður Arnarson, 22.2.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband