Hættan við vasilín

Flugfarþegar hafa á undanförnu uppgötvað að ýmislegt, sem þeir töldu tiltölulega meinlaust vill umbreytast í stórhættuleg efni þegar farið er um flugstöðvar heimsins.  Þetta fengu tónlistarmenn í Sinfóníunni að reyna þegar þeir reyndu að komast um borð með vasilín og lúðraolíu.  Ekki er heldur langt síðan það komst í heimsfréttirnar að brjóstamjólk þótti eitthvað varasöm og móðir var látin drekka mjólkina til að sýna að hún væri skaðlaus.

Vinkona mín fór nýlega frá Íslandi til síns heima í Kanada með börnin sín tvö, fimm og tveggja ára.  Hún þurfti að fara í gegnum 6-7 tékk á leiðinni, þar sem þau urðu að setja allan handfarangur, yfirhafnir, belti og skó í gegnumlýsingu.  Ekki fékk hún að halda á yngra barninu í gegnum hliðin, heldur varð hún að vekja hann og láta hann ganga einan í gegn sem var nú ekki sérstaklega auðvelt að útskýra fyrir úrvinda barninu.

Einhvern veginn fær allt þetta mann til að finnast eins og Osama bin Laden og kumpánar hans hafi unnið, unnið fyrir langa löngu.  

Svo hefði ég mikinn áhuga á að einhver útskýrði fyrir mér hættuna við vasilínið? 


mbl.is Vasilín hættulegra en oddhvassir prjónar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, ég skil þetta ekki...er þetta virkilega svona?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.2.2007 kl. 20:41

2 identicon

Vasilín er að mig minnir búið til úr steinoílu og því eitthvað eldfimt. Þó varla eldfimara en sumar vörur sem seldar hafa verið á Saga Boutique hingað til, svo mér er eins og ykkur spurn..

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: valdi

Sæl,Já mynd,þarf ekki einhverjar græur í það?ég er nefnilega að byrja í bransanum.Ég hef brennandi áhuga á þjóðmálum og drekk allt í mig hér á blogginu,en hef ekki skrifað mikið sjálfur.Ég hef lesið það sem þú hefur skrifað,það er gott fyrir þinn flokk,en við verðum ALDREI sammála í pólitík ha ha

valdi, 16.2.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Einmitt: Einhvern veginn fær allt þetta mann til að finnast eins og Osama bin Laden og kumpánar hans hafi unnið, unnið fyrir langa löngu. 

Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 23:25

5 identicon

Já, Vaselin Topalov, stórmeistari í skák, getur trúlega ekki flogið lengur.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:00

6 Smámynd: Birgir Guðjónsson

"Vaselín" er líklega mest notað af bændum og rafvirkjum. Veit ekki hvaða reynslubrunn þú hefur Eygló mín en skal skjóta á að þú hafir aldrei búið erlendis. Það er stórhætta af þessum " hreðjuverkamönnum". Og þú spyrð um vaselín og prjóna og þá oddhvassa, hum?  Osama og barnið eru kjarnin í málinu , kjarnin í ótttanum. Það geta báðir "hlutirnir" borið sprengju. Hefur þu aldrei igrundað þessi mal á leiðinni til Spánar!

"""fyrirgefið stafstafsetsetningarvillur" Það fo0r "coke a lyklaborðið"

Birgir Guðjónsson, 17.2.2007 kl. 02:38

7 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Birgir, - endilega passa að hafa tappa á kókinu nálægt lyklaborðinu.

þú verður endilega að kíkja á upplýsingar um höfund til að sjá hvort ég hafi búið erlendis eða ekki.  

Ég nota vaselín aðallega til að bera á hendur dóttur minnar, en hún er með mjög þurra húð.    

Hryðjuverkamenn nota ótta sem sitt helsta vopn.  Það vissu íbúar Londonar sem neituðu að láta hryðjuverkamenn taka yfir líf sitt, líkt og Bandaríkjamenn.  Þeir hafa reynsluna eftir margra ára baráttu við IRA, og vita að ef einhver ætlar sér að vinna fólki skaða er lítið sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir það.  Og ef allt okkar líf fer að snúast um hugsanlega hryðjuverkaárás, þá eru þeir búnir að vinna.



Eygló Þóra Harðardóttir, 17.2.2007 kl. 10:51

8 identicon

Fyrst rætt er um öryggi í flugi þá rifjast upp  tvö atvik: Ferðafélagi minn hefur annars vegar komist  í gegn með skæri og hins vegar með prjóna.  Skærin voru ekki með oddi (föndurskæri) og prjónarnir voru bambusprjónar. Ergo: Ekki varasamur varningur.

 Hins vegar þurfti undirritaður að láta af hendi hálf-flösku af eðalviskíi sem keypt var í Fríhöfninni. Andsk ... !

Flosi Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband