15.2.2007 | 11:06
Geir og jafnréttið
Fyrir nokkrum dögum bloggaði ég um ræðu Geirs H. Haarde á viðskiptaþingi og velti þá sérstaklega upp áherslu hans á skattalækkanir fyrir fyrirtæki frekar en ellilífeyrisþega og öryrkja. Nokkrir bloggarar bentu á hvernig Geir skreytti ræðu sína með nokkrum setningum um launamun kynjanna, en virtist ekki hafa hugmynd um hvernig væri hægt að draga úr honum.
Því vil ég gjarnan benda honum á nokkrar tillögur sem MBA nemendur við Háskóla Íslands lögðu fram um hvernig væri hægt að draga úr launamun kynjanna. Tillögurnar voru um margt mjög athyglisverðar:
Stofnun jafnréttiseftirlits.
VR velji Jafnréttisfyrirtæki ársins.
Kynjakvóti í stjórnun.
Skylda að setja inn stuðul í ársreikninga um launamun milli kynja í fyrirtækinu.
Jafnlaunavottun.
Afnám launaleyndar
Greina grunnskólanemendum frá launum einstakra starfa.
Upplýsingar um laun sem hluti af námsráðgjöf.
Sérstaklega fannst mér tillögurnar um stofnun jafnréttiseftirlits og kynjakvóta í stjórnun áhugaverðar. Jafnréttiseftirlitið myndi hafa sömu stöðu og samkeppniseftirlitið til að fylgja eftir ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það gæti standið fyrir rannsóknum að eigin frumkvæði og annarra og ákvarðar sektir/refsingu ef lögunum er ekki framfylgt. Norðmenn hafa þegar innleitt kynjakvóta í stjórnir opinberra og skráðra fyrirtækja, og hefur það leitt til stóraukins hlut kvenna.
Maður hefði talið eðlilegt að Geir H. Haarde sem þykir nokkuð nákvæmur maður hefði getað komið með allavega eina af þessum tillögum inn á þingið í stað þess að hvetja til enn meiri skattalækkana fyrirtækja.
En það hefði væntanlega varla vakið jafnmikla hrifningu meðal karlanna á viðskiptaþinginu...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur velt fyrir þér hvað margar af þessum hugmyndum er fasískar í uppruna?
Ég vissi ekki að Framsóknaflokkurinn væri að daðra við slíka hugmyndafræði.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:41
Það á ekkert skylt við fasisma að jafna launamun kynjanna með öllum tiltækum ráðum. Sömu laun fyrir sömu vinnu, er það fasismi í Lagadeildinni?! Á fyrri hluta síðustu aldar fengu konur lægri laun hér en karlar fyrir að breiða út saltfisk. Var það kannski sanngjarnt og var það fasismi að breyta því?! Ja, mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín sagt. Hún hefði rassskellt þig, Vilhjálmur, og farið létt með það!
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:52
Tilgangurinn helgar meðalið er það sem þú ert að segja það er ekkert fasistadaður við það nei nei.
• Stofnun jafnréttiseftirlits - Hver á að borga fyrir það? Hvaða völd hefur það?
• Kynjakvóti í stjórnun - Eigendur fyrirtækja meiga semsagt ekki ráða því hver situr í stjórn þess. Hvað ef meirihluta eiganda eru karlmenn og vilja sitja sjálfir í stjórn á að banna þeim það? Fasistmi halló, hringja engar bjöllur hjá þér?
• Jafnlaunavottun - Hver á að sjá um það og hver á að borga það? Hvaða völd hefr slíkur aðili til að komast í gögn fyrirtækja?
• Skylda að setja inn stuðul í ársreikninga um launamun milli kynja í fyrirtækinu - Meiri kvaðir á fyrirtæki og einstaklinga engin fasmi í því er það nokkuð, bara eðliegt að segja fólk hvernig það á að stjórna lífi sínu.
• Afnám launaleyndar - Persónunjósnir humm ekkert fasismalegt við það, bara eðlilegt.
• Greina grunnskólanemendum frá launum einstakra starfa - Ekki læra þetta vegna þess að þetta er skemmtilegt og áhugavert efni líttu á launin, komon hvað hefur þetta með jafnrétti að gera?
,,Sömu laun fyrir sömu vinnu, er það fasismi í Lagadeildinni?" Nei og leggja áherslu á námið sem ég er í hefur ekkert upp á sig og styrkir röksemdafærslu þína ekkert.
Hugmyndir sem komu hér fram í færslu Eygló eru hins vegar fasistalegar. Grafití eða krot eins og kalla það er vandamál sem þarf að stöðva en að ganga manna á milli sem stunda þetta og skjóta þá er engin lausn þó það leysi grafítíkrot vandan eflaust.
En þú trúir því að tilgangurinn helgi meðalið, ég læt því ekki sjá mig með spreibrúsa í bænum af hræðslu að verða fyrir skoti af tja... sumum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 02:47
Ef þessi speki er það sem þú hefur upp úr því að fara í Lagadeildina þarf greinilega að laga deildina. Þetta er svo mikil steypa hjá þér, súkkulaðisnúðurinn minn, að hún nægir í aðra Kárahnjúkavirkjun og ég vil ómögulega fara að hræra í henni. Það myndi bara gera illt verra þínum litla kolli.
Eiríkur Kjögx, Bláregnsslóð 2 (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:22
Mjög ómálefnalegt hjá þér Eiríkur og sýnir að þú hefur engin rök gegn mér. Það er mjög dæmigert þegar menn hafa lítið sem ekkert fyrir sér eins og þú hefur í þessu máli að þeir leiti á þau mið sem kallast Ad hominem í rökfræði.
Takk fyrir að sýna mér að ég hef rétt fyrir mér þú reyndir kannski næsta að svara mér ef þú hefur getu til þess.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:51
Af hverju er það fasismi að vilja sjá til þess að lög og reglur sem við setjum í samfélaginu sé fylgt eftir?
Enginn hefur t.d. ásakað Samkeppniseftirlitið um að vera fasismi, eða ríkisskattstjóra fyrir að taka fyrirtæki í tékk vegna skattskila, eða efnahagsbrotadeild lögreglunnar fyrir að rannsaka brot fyrirtækja (nema vera skyldi lögmenn Baugs).
Finnst þetta vera hreinlega af sama meiði. Ef fyrirtækin gera þetta ekki sjálf, þá þarf að grípa til aðgerða og við höfum beðið nógu lengi eftir aðgerðum.
Eygló Þóra Harðardóttir, 16.2.2007 kl. 21:10
Ég geri ráð fyrir að þú hafir heyrt tal frjálslyndra um útlendinga. Persónulega finnst mér þeirr bölvaðir rasistar og afturhaldsseggir, ég veit ekki með þig. Ég get farið fram á að allt rasista tal verði bannað, við erum sammála um að slíkt tal hjálpar engum og elur á fáfræði og þröngsýni. Ef ég legg til að heft verði tjáningarfrelsi rasista er ég engu betri en þeir. Ég reyni því eftir besta megni að gagnrýna rasista tal og benda fólki á að dæma ekki einstaklinga út frá kyni, litarhætti, trúarbrögðum eða þjóðerni. Sama á við um jafnrétti, launamunur milli kynja fyrir sömu vinnu er kjánalegur. Það ofboðslega furðulegt að enn skuli vera til fyrirtæki sem greiða konum lægri laun fyrir sömu vinnu og karlmenn vinna. Ef við ætlum að skylda fyrirtæki til að greiða sömu laun erum við að afsaka eitt óréttlæti með öðru. Við erum að ganga á sjálfsákvörðunarrétt eiganda fyrirtækja, ég minni á afstöðu þíns flokk í hvalveiðimálum. Það er allt í lagi að ýta undir það að fyrirtæki taki til hjá sér með verðlaunum eða einhverju slíku en ekki með ofbeldi. Þú spyrð ,,Af hverju er það fasismi að vilja sjá til þess að lög og reglur sem við setjum í samfélaginu sé fylgt eftir?" Það þarf ekki alltaf að vera það en það getur orðið það. Við felum okkur ekki bakvið lögin. Er eina ástæðan fyrir því að þú rænir ekki verslanir að það er bannað samkvæmt lögum? Margir hafa gagnrýnt samkeppniseftirlitið m.a. ég og oft. Sú stofnun hefur allt of ríkar heimildir og sjálf samkeppnislögin eru misvísandi. Ekki eru samt hugmyndir að nýjum lögum betri. En það breytir ekki því óréttlæti sem þú vilt beita einstaklinga í samfélaginu til að koma þínum gildum að.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:24
Já, fasisminn í Noregi er náttúrlega hryllilegur fyrir menn eins og þig, Villi litli:
http://www.ilo.org/public/english/bureau/inf/features/05/femalefuture.htm
Eiríkur Kjögx, kokkur á kútter frá Sandi (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 13:55
Afhverju eru þeir sem eru í slæmri málefnastöðu alltaf að uppnefna andstæðinga sína? samanber ummælin: "Villi litli" "Þetta er svo mikil steypa hjá þér, súkkulaðisnúðurinn minn,"
Fannar frá Rifi, 19.2.2007 kl. 00:37
Í fyrsta lagi er málefnastaðan mjög góð hjá okkur, í öðru lagi er þetta tóm steypa hjá honum Villa litla og í þriðja lagi er hann algjör súkkulaðisnúður þangað til hann vex úr grasi.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.