12.2.2007 | 17:56
Fylgistap í Fréttablaðinu
Stundum verður maður að velja á milli þess að gráta eða hlæja. Ég hef alltaf verið frekar meira fyrir hláturinn og flissaði því brjálæðislega yfir tilhugsuninni um Valgerði mína og Guðna minn í 2 manna þingflokki sem "...yrði varla þingflokkur sem myndi dansa vangadans á rauðum rósum gleðinnar" líkt og Stefán Friðrik Stefánsson orðaði í pistli sínum um niðurstöður könnunar Fréttablaðsins um helgina.
Góðu fréttirnar í könnuninni eru að þetta er 800 manna úrtak og um 40-45% af aðspurðum voru að heiman, vildu ekki svara eða voru óákveðnir. Sama og var í könnun Blaðsins fyrir um viku síðan. Einnig að það var ekkert sem hafði gerst síðustu vikuna sem hefði getað réttlætt þetta fylgistap, úr 9-10% sem við höfum alla jafna verið að mælast með síðustu misseri.
Varla voru það ummæli Valgerðar Sverrisdóttur um vilja hennar til að halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi, enda löngu ljóst að það samstarf hugnast henni mjög vel. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði eru ekki jafn hrifnir og ég hefði gjarnan viljað sjá þá bæta við í ályktun sinni að ef Framsóknarflokkurinn fær undir 10% fylgi í kosningunum þá á hann ekki setjast í ríkisstjórn.
Því ef svo fer, þá er alveg ljóst að mínu mati að íslenska þjóðin telur að sá árangur sem land og þjóð hefur náð undir leiðsögn Framsóknarflokksins er ekki ásættanlegur, - og þá er ekki um neitt annað að ræða en að endurskoða starf og stefnu flokksins.
Við sem störfum í stjórnmálum getum heldur ekki farið bara í fýlu yfir niðurstöðum kannana. Auðvitað geta miklar sveiflur virkað ruglandi, - en ég heyrði engan Framsóknarmann lýsa því yfir að pólitísk óvild lægi á bakvið mikla sveiflu Frjálslynda flokksins í könnun Blaðsins, þar sem þeir misstu rúman helming fylgis frá síðustu könnun Þjóðarpúlsins.
Nei, ég segi að við eigum heldur að gera orð Jóns Baldvins að okkar: "Come hell or high water...."
Framsóknarmenn, nú brettum við upp ermar og berjumst fyrir því sem við stöndum fyrir!
Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki kominn tími til að Framsóknarflokkurinn hverfi endanlega af hinu pólitíska sviði? Framsóknarflokkurinn eða restin af honum gæti síðan ráðið Jón Sigurðsson til að halda áfram að skrifa sögu Framsóknarflokksins í framhaldi af bókum Þórarins Þórarinssonar?
En það væri til heilla fyrir íslensku þjóðina að Framsóknarflokkurinn hyrfi endanlega af hinu pólitíska sviði. En ef Guðni og Valgerður myndu mynda næsta þingflokk Framsóknarflokksins verður þá Guðni ekki Formaður?
Siggi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:01
Ennþá er Björn Ingi samur við sig.
Fyrst er það spillingin með Óskar Bergsson þar sem hann setti vin og samflokksmann beggja megin borðs við eftirlit á fjármunum okkar borgarbúa. Og síðan setur hann bróður sinn sem stjórnarmann í Reykjanesfólksvangi.
Ég segi það enn og aftur, Björn Ingi Hrafnsson er spilltasti stjórnmálamaður Íslands og líklegast íslandssögunnar.
Sigurður Svan Halldórsson, 12.2.2007 kl. 19:31
"gráta eða HLÆJA", ekkert g. Sögnin með -g- er annarrar merkingar.
Ingunn Snædal (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:04
Eg vil láta Framsoknarflokkin njót sammælis i mörgu !!!!en þó hann nái synu fylgi eitthvað aftur á hann ekki a' fara í næstu Rikistjórn/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 12.2.2007 kl. 20:49
Sæl Ingunn, takk fyrir ábendinguna. Þetta er hér með leiðrétt.
Eygló Þóra Harðardóttir, 12.2.2007 kl. 22:52
Ætla mætti að varaþingmaðurinn sé ekki í miklum tengslum við samfélagið. Allar kannanir hafa sýnt fylgishrun flokksins, einungis mismikla. Hvers vegna !! Er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og fara í greiningu á vandamálinu. Fyrsta spurningin ? Af hverju ríkir pólitísk óvild í garð flokksins frá almenningi. Nú, ef þingmenn og varaþingmenn flokksins geta ekki svarað þessu, þá ráðlegg ég 10 manna "focus group". Líklegast færðu svarið þitt. Gangi þér annars vel í baráttunni.
Birgir Guðjónsson, 12.2.2007 kl. 22:54
er nokkuð viss um að framsókn muni fá slatta af þessum óákveðnu eins og vanalega, en að fylgið sé bara 4-5% er auðvita alveg út í hött, fólk mun fara að hugsa um eigin hag þegar nær dregur kosningum og munu kjósa áframhaldandi atvinnuöryggi. með sjalla og frammara í forystu
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 02:05
Næsta ríkisstjórn:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir samgönguráðherra
Þuríður Backman landbúnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson sjávarútvegsráðherra
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Kristján L. Möller fjármálaráðherra
Ögmundur Jónasson menntamálaráðherra
Mörður Árnason iðnaðarráðherra
Atli Gíslason dómsmálaráðherra
Katrín Júlíusdóttir forseti Alþingis
Ágúst Ólafur Ágústsson formaður þingflokks Sf
Katrín Jakobsdóttir formaður þingflokks Vg
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.