Mogginn skýtur á Geir

Í leiðara Morgunblaðsins í gær var skotið föstum skotum að Geir H. Haarde, forsætisráðherra og ræðu hans á viðskiptaþingi um skattamál.  Gagnrýndi leiðarhöfundur að Geir skyldi verja af miklum móð núverandi fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts, og það óréttlæti sem felst í að þeir sem hafa tekjur af launavinnu greiði yfir 30% skatt á meðan þeir sem lifa á fjármagnstekjum greiða aðeins 10% skatt.  

Í leiðaranum segir:  "Ein réttlæting Geirs Haarde fyrir lágum fjármagnstekjuskatti er að hann sé brúttóskattur, sem leggist m.a. á verðbætur, sem ekki séu raunverulegar tekjur.  Þá hlýtur Geir H. Haarde jafnframt að vera reiðubúinn að leggja aðeins 10% skatt á verðbætur, sem menn fá greiddar af iðgjaldaeign sinni úr lífeyrissjóðum.  Í dag eru þær skattlagðar eins og launatekjur.  Er eitthvert réttlæti í því?"

Ég get ekki svarað fyrir Geir H. Haarde, en ég get svarað fyrir mig:  

Nei, það er ekkert réttlæti í því! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eygló,með svona athugasemdum gætir þú yfirtekið hlutverk Kristins Gunnarssonar í  Framsóknarflokknum fyrr en þig grunar. Ertu tilbúin að axla þá ábyrgð?

Haukur Nikulásson, 9.2.2007 kl. 21:19

2 identicon

smá hliðarspor, mikið lifandi skelfingar óskapar er ég hrifinn af myndinni þinni á síðunni þinni, ert svo lífleg og náttúruleg

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hér er ekki um sambærilega hluti að ræða sem nærri útilokað er að skoða í samhengi. Hvað varðar lífeyrisjóðina þá væri eðlilegt að skattleggja þann hluta teknanna sem fyrirtækin leggja á móti launþega að fullu. Þann hluta sem launþegi greiðir á að vera skattlaus með öllu.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 10.2.2007 kl. 09:05

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Haukur Nikulásson,

Ef hlutverkið er að lofsyngja ekki allt sem kemur út úr Sjálfstæðisflokknum og benda vinstri mönnum reglulega á hvað það er að vera á miðjunni,  já þá er ég tilbúin að axla þá ábyrgð.  Einhvern veginn virðast margir ekki skilja lengur eða vita hvað það er að vera á miðjunni, að vera Framsóknarmaður.  Það þýðir að ég er ekki sammála Sjálfstæðisflokknum og ég er ekki sammála hinum svokölluðu "sameinuðu" vinstri mönnum.  

Ég trúi ekki á frjálsa markaðshyggju, heldur vil ég nýta hana til að geta aukið velferðina.  Ef hún gerir ekki það, þá þarf að leita annarra leiða.  Svo hefur Geir bara alls ekki staðið sig nógu vel á undanförnu í rökstuðningi við sinn málflutning, og þá er hreinlega ekki hægt að láta kyrrt liggja

Haukur Kristinsson,

ég þakka kærlega.  Ég er líka mjög ánægð með þessa mynd.

Sigríður Laufey,

Ég er ekki sammála þér.  Þetta eru sambærilegir hlutir, eins og leiðarhöfundur Moggans bendir á.  Ég get bara ekki tekið undir að það eigi endalaust að lækka skattbyrði fyrirtækja og ríka fólksins, - en það megi alls ekki ræða lækkun skattbyrði aldraðra og öryrkja eða almennings í heildina, líkt og mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn gera alltof oft.  Sérstaklega þegar rökin eiga jafnvel við báða hópana.  

Bkv. Eygló 

Eygló Þóra Harðardóttir, 10.2.2007 kl. 10:40

5 identicon

Ég er sammála þér um þetta mál, enda þótt þú sért ljóshærð og sexí.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband