Svei ykkur!

Það er einkennilegur siður hjá sumu Samfylkingarfólki, bæði þingmönnum og vannabís, að geta bara gagnrýnt en ekki hrósað þegar vel er gert.  Upp á síðkastið hef ég ítrekað orðið vör við þetta hegðunarmynstur hjá fylgismönnum þessa flokks.  Þegar eitthvað misferst eða er ekki gert eins og þeir vilja, er hamast á viðkomandi þingmanni eða ráðherra, hann borinn öllum illum sökum og að lokum jafnvel krafist að hann segi af sér.

Þegar viðkomandi gerir síðan eitthvað vel, á frumkvæði að nýjungum, bregst við ákveðnum ábendingum eða leiðréttir misfellur í framkvæmd laga eða reglna þá virðist flokkslínan vera að alls ekki má hrósa!  Alls EKKI má segja: "Vel að verki staðið," eða "gott hjá þér"!  Nei, þá er staðið á því fastara en fótunum að þeir (þ.a.s Samfylkingin) hafi átt hugmyndina og þar með heiðurinn.  

Vefsíða feminískra jafnaðarmanna gerir þetta í gær með pistli um hið ágæta verk Magnúsar Stefánssonar um að breyta hvernig fæðingarorlofslaun eru reiknuð þegar foreldrar eignast tvö börn á þriggja ára tímabili.  Foreldrar höfðu komið fram í fjölmiðlum, bent á að í þessu fælist ákveðið óréttlæti og Magnús fór strax í að breyta þessu. Skv. Rósu Þórðardóttur, húsfreyju og bónda á Suðurlandi, má þakka þetta Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Bryndís Ísafold og Oddný Sturludóttir.  Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hafði að hennar mati nákvæmlega ekkert með þetta að gera...  

Annað dæmi er rammakvein væntanlegs varaþingmanns Samfylkingarinnar, Ástu Ragnheiðar Jóhannsdóttur, um bækling sem heilbrigðisráðherra gaf út til að kynna nýja stefnumótun og áherslu í uppbyggingu öldrunarþjónustu.  Margoft hafði verið óskað eftir að áætlunum og frumkvæði ráðuneytisins í uppbyggingu öldrunarþjónustu yrði komið vel á framfæri og hafði m.a. áðurnefnd Ásta Ragnheiður verið í þeim hópi.   Heyrðum við Ástu Ragnheiði einhvern tímann hrósa ráðherranum fyrir frumkvæðið eða að hafa tekið vel í ábendingar hennar?  

Nei, - bara að það væri allt ómögulegt við þetta og ef það væri eitthvað jákvætt þá væri það bara vegna þess að hún, eða bara einhver annar kom nálægt þessu máli.

Ég segi bara svei ykkur! 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er eðli vinstrimennskunar að vera nógu neiðkvæður og nánast á móti öllu!


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.2.2007 kl. 15:20

2 identicon

Blessuð Eygló

Ég undirituð  verð að furða mig á þessum ummælum þínum um konur úr Samfylkingunni, þú mættir vera glöð með  þitt ævistarf ef þér tekst að áorka þó ekki væri nema 50% af því sem Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir hafa áorkað. Að skrif frá þér um að Ásta R. sé væntanlegur varaþingmaður er umhugsunarefni fyrir mig ,en hvað með þig ? Það væri bara gott að sjá eitthvað jákvætt frá þér hvað ætlar þú að gera til að bæta atvinnulíf og mannlíf í Vestm. eyjum eitthvað sem Framsóknraflokkurinn hefur ekki gert ,ef þú verður eitthvað annað en varaþingmaður Kveðja Sólveig Adólfsdóttir

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sjálfsagt, Sólveig mín.

Ég er að vinna í að fella niður fargjöld farþega með Herjólfi, stunda sjálf atvinnurekstur hér, vinn hörðum höndum að því að fjölga íbúum Eyjanna bæði með eigin framleiðslu og innflutningi , vann í að auka fjárframlög til Hraunbúða og nú til Heilbrigðisstofnunarinnar, auk þess sem ég kom að undirbúningi vaxtarsamningsins fyrir Vestmannaeyjar og Suðurland til að nefna eitthvað.

Hvað varðar þær stöllur Ástu Ragnheiði og Jóhönnu þá situr bærinn uppi með 100 milljóna króna skuldir í félagslega íbúðakerfinu eftir hana Jóhönnu og í svipinn man ég ekki eftir neinu sem liggur eftir hana Ástu Ragnheiði hvorki er varðar Vestmannaeyjar, Suðurkjördæmi eða landið allt frá því hún hætti í Framsóknarflokknum. 

Endilega hresstu upp á minnið hjá mér með því að pósta inn lista yfir einhver mál sem hún hefur komið í gegn. 

Bkv. Eygló 

Eygló Þóra Harðardóttir, 8.2.2007 kl. 23:11

4 identicon

Komið þið sæl !

Mæl manna heilust, Sólveig Aólfsdóttir. Okkar ágæta Eygló skyldi minnast orða Galdra- Imbu forðum: ''það er ekki allt sem sýnist''.

Það skyldi enginn vanmeta þær Jóhönnu og Ástu Ragnheiði, þær eru ekki lakastar fylgikvenna stórfrænku minnar, Ingibjargar Sólrúnar, frá Haugi í Gaulverjarhreppi. Sólveig ! síðast, en ekki hvað sízt hefi ég, í skrifum mínum, jafnt til Eyglóar, sem og hennar ágæta meðframbjóðanda, Bjarna Harðarsonar hvatt þau eindregið til brotthvarfs, frá einhverju sóðalegasta og óþjóðlegasta spillingardíki íslenzkra stjórnmála, í dag, hvert í daglegu tali er nefnt Framsóknarflokkurinn. Það er ósvinna, Sólveig; já...... og þið öll, hversu landshögum hefir hrakað, um liðinn áratug, með samstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokkanna, öllum er jú kunnugt frjálshyggjufárið og annað göglerí, hverju Sjálfstæðismenn hafa áorkað, líka sem hin skelfilega alþjóðavæðing, á kostnað íslenzkrar tungu og menningar, sér í lagi. Innan Sjálfstæðisflokksins fyrirfinnast þó öndvegismenn, má þar nefna Sturlu frænda minn Böðvarsson, Björn Bjarnason og Einar Kr. Guðfinnsson, líka sem Kjartan alþm. Ólafsson, reyndar þarf Sturla að leiðrétta Herjólfs ambögur sína gagnvart Eyjamönnum, SEM OG LJÚKA SUÐURSTRANDARVEGI, marglofuðum.

Minni ykkur, að lokum á fíflagang Sæunnar Stefánsdóttur, í þinginu; varðandi innflytjendur og þeirra stáss. Sú hin sama Sæunn hefði gott af því, að skjótast sem snöggvast yfir til hinna Norðurlandanna, og sjá hvernig þeir Múhameðsku vaða uppi; með sínar kenjar og dellur, alveg burtséð frá því, hversu heimamönnum hvers lands líkar. ! Ætli þetta sé sú heimsmynd, hverri Framsóknarmenn vilji troða upp á okkur Íslendinga, í framtíðinni ? Er okkur Íslendingum ekki þýðara, í eyrum, hljómur kirkjuklukkna okkar; en eitthvert gól múllanna úr mínarettum moskanna ? Að minnsta kosti kann ég, persónulega betur að meta spangól og ýlfur íslenzka fjárhundsins.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband