16.2.2011 | 22:24
Hvenær þjóðaratkvæði?
Í Kastljósi kvöldsins lét Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar þau orð falla að hún teldi ekki að fjárlög, lánasamningar og milliríkjasamningar ættu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hváði, spólaði og hlustaði aftur, - og fékk staðfest að ég hafði heyrt rétt. Milliríkjasamningar ættu ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þýðir þetta þá að það á ekki að greiða atkvæði um ESB samninginn þegar hann liggur loksins fyrir?
ESB samningurinn er samningur á milli Íslands og þeirra fjölmörgu ríkja sem standa að ESB. Öll hin aðildarríkin þurfa að samþykkja samninginn áður en hann verður fullgiltur. Hann þýðir heilmikil fjárútlát fyrir íslenska ríkið, - ég hef ekki enn þá rekist á neinn sem segir að við þurfum ekki að greiða með okkur inn í Evrópusambandið og engin fullvissa er um hversu mikið það verður til framtíðar.
En samt má kjósa um ESB samninginn.
Breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu geta haft bein áhrif á fjárlög íslenska ríkisins. Ef þjóðin kýs að fara þá fyrningarleið sem Samfylkingin hefur talað fyrir mun það hafa í för með sér ófyrirséð fjárútlát fyrir íslenska ríkið í gegnum m.a. meirihluta eignarhald þess á Landsbankanum.
En samt má kjósa um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Af hverju segja því fulltrúar Samfylkingarinnar ekki einfaldlega að þeir vilja ekki fara með Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að þeir telja að þjóðin muni hafna samningnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
There also have been fears that Britain and the Netherlands, who are also owed billions and included in Wednesday's deal, would block Iceland's application to join the European Union until an Icesave agreement is signed into law
Read more: http://www.express.co.uk/posts/view/229474/Iceland-MPs-back-repayment-deal/Iceland-MPs-back-repayment-deal#ixzz1EAKj8cqH
og http://www.dw-world.de/dw/article/0,,14845630,00.html?maca=en-topstories-83-rdf
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu á eftir að verða okkur dýr.
Helga (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 23:06
Ágætis punktur Eygló. Þessi ríkisstjórn predíkar þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en alls ekki um milliríkjamál.
Gunnar Waage, 17.2.2011 kl. 00:41
Af orðum hennar í gærkvöldi, þá hentar ESB samningurinn EKKI til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef alltaf verið svolítið hræddur um að þetta væri leiðin sem ætti að fara með ESB þetta er nokkurn veginn staðfesting á því......
Jóhann Elíasson, 17.2.2011 kl. 14:02
Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að það ætti með ráð og dáð að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.Alveg eins og með Icave.Engar upplýsingar engar umræður í þjóðfélaginu vegna þess að enginn veit neitt.Einhverjir þykjast vita allt en geta samt ekki miðlað sínni vitneskju með öðrum.Hver hefur lesið sér til um stjórnarskrá ESB? Hvernig er hægt að fá hana og hvar?.Er stjórnarskrá ESB til þýdd á Íslensku? Hafa allir alþingismenn lesið það plagg og skilið það,ég virkilega meina SKILIÐ ÞAÐ? Nú vil ég líka vita hvort allir alþingismenn hafi lesið þennan ICAVE samning hinn síðasta og virkilega SKILIÐ HANN.Hvað þýðir hann fyrir okkur aumingjana í þessu landi sem ekkert vitum né skiljum að mati Jóhönnu Sigurðadóttur forsætisráðherra? Hvað þurfum við að borga í raun?Ekki eitthvað ef þetta verður svona þá eigum við að borga svona mikið eða jafnvel miklu meira.Þar sem mér finnst sem ég hafi aldrei heyrt eða séð einhver rök fyrir því á hvorn veginn sem er að borga eða ekki borga þá vantar allar upplýsingar fyrir fólk,svona venjulegt fólk.Nú vil ég skora á þig Eygló Harðardóttir að koma með vel framsettar upplýsingar um ICAVE samninginn fyrir okkur hin sem ekkert vitum eða skiljum.
Birna Jensdóttir, 17.2.2011 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.