Skýrsla...

Jón Baldvin Hannibalsson segir að vandamál Framsóknarflokksins sé að við höfum ekki skrifað skýrslu þar sem við fordæmum vinnubrögð fyrrum forystumanna flokksins.  

Það er greinilegt að Jón Baldvin hefur ekki lesið bókanir okkar í skýrslu þingmannanefndarinnar um einkavæðingu bankanna.  Greinilegt að hann hefur ekki hlustað á fjöldann allan af ræðum okkar á Alþingi. Né afsökunarbeiðnir sem núverandi og fyrrverandi forystumenn hafa flutt á flokksþingum.

Auk þess höfum við gert nokkuð sem enginn annar flokkur hefur gert, endurnýjað meira og minna bæði forystu flokksins, þingflokk og sveitarstjórnarmenn okkar hringinn í kringum landið.

Sumir vilja einfaldlega trúa því versta um Framsóknarflokkinn.  Þeim viðhorfum munum við aldrei breyta, hvorki  með skýrslu eða raunverulegum gjörðum.

Staðreyndin er hins vegar sú að það þarf mikið til, - til að endurheimta aftur traust og stuðning kjósenda.  Það tekur tíma og krefst samkvæmni, trúverðugleika og hugsjóna sem hugnast kjósendum.

Að því erum við að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eygló

Ég efast um að hvorki Jón Baldvin, né almenningur, hafi tíma til að hlusta á eða leita uppi allar ræður alþingismanna. 

Varðandi þessar bókanir í skýrslu þingmannanefndarinnar spyr ég, hefur Framsóknarflokkurinn gert þessum bókunum ítarleg skil? T.d. með því að birta þær á heimasíðu flokksins, og jafnvel að viðbættri gagnrýni á störf t.d. þeirra Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar?

Það yrði flokknum til mikils framadráttar ef afdráttarlaus gagnrýni á glæpalýðinn yrði birt og jafnvel heilsteypt áætlun um það hvernig flokkurinn ætli sér að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.

Eða er þetta eins og hjá restinni af fjórflokknum, og þá sérstaklega ríkisstjórninni, ekkert nema orðin tóm?

Bjarni (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 13:54

2 identicon

Hvort sem þið hafið beðist afsökunar eða ekki, þá eru þið með formann sem á hvergi annars staðar heima en í sjálfstæðisflokknum eða í góðum vinskap við Halldór Ásgrímsson.

Valsól (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 14:00

3 identicon

Því miður hef ég misst af þessum afsökunum framsóknarmanna. Gætir þú birt þær hér á síðunni ?Eðlilegt að byrja á Halldóri , Valgerði og Finni . Fleiri mega fylgja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 15:46

4 identicon

Þið eru búin að gera flotta hluti Eygló !  Og þið eru með flott fólk í forystunni núna.

Jón (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:34

5 identicon

Jón Baldvin og EES stjórnin 1991: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=75200

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:52

6 identicon

Sæl Eygló.

Vissulega ég hef tekið eftir því að þið Framsóknarmenn hafið verið að reyna að þvo henfur ykkar sem mest þið getið og það ber bara að virða það. Allir geta gert mistök líka í pólitíkinni.

Þið þurfið fyrst og fremst að biðjast afsökunar á alræði foryngjaræðisins sem þið upphófuð og innleidduð í flokknum ykkar á Halldórs tímabilinu, sem reyndar næstum því gerði útaf við flokkinn ykkar.

En nú er margt ágætt fólk í þingliði og forystu Framsóknarflokksins sem getur reynst landi okkar og þjóð til gagns.

En þið þurfið samt langan tíma enn til þess að vinna aftur traust að nýju og gera flokkinn trúverðugan að aftur. Mér finnst Sigmundur Davíð nokkuð öflugur, þó ungur sé og tiltölulega óreyndur. Hann kemur með nýjar og ferskar hugmyndir og er málefnalegur. 

Fyrsta framfaraskrefið væri að þið sem þjóðlegt stjórnmálaafl tækjuð einarða afstöðu gegn ESB helsinu og aðild landsins okkar að því apparati, sem mér sýnist nú vera sú skoðun sem langsamalega meirihluti ykkar stuðningsmanna sé á.

Þið mynduð mynda ykkur gríðarlega sterka stöðu með því.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 17:16

7 identicon

Jón Baldvin Hannibalsson kann þá list, öðrum betur, að þyrla upp moldviðri, í logni ef það þjónar hans hagsmunum. Það er hverjum manni ljóst sem fylgist eitthvað með að Framsóknarflokkurinn hefur gengi í endurnýjum lífdaga. Hann er í raun eini flokkurinn sem hefur gert upp við fortíðina og tekið á málum af ábyrgð og festu eftir hrun. Það er Framsóknarflokknum að þakka, fyrst og fremst, að við sem byggjum þetta land verðum ekki bundin á klafa ókleifra skulda, um ókomna tíð. Það er krötunum í Samfylkingunni til ævarandi skammar hvernig þeir hafa haldið á málum í stjórn landsins eftir hrun. Vinstri Grænir eru litlu skárri, því miður.

Kristinn Dagur Gissurarson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 18:30

8 identicon

Þið Framsóknarmenn þykist hafa hreinsað ykkur af öllu  því sem olli hruninu og endurnýjað ykkar forystu, þannig að þið séuð hreinn og endurnýjaður flokkur.

En er það svo?  Gerið þið ykkur grein fyrir því að núverandi forystumaður ykkar er hreint afsprengi hinnar skelfilegu spillingu sem olli hruninu og hreint afsprengi helmingaskiptareglu ykkar við íhaldið? 

Forystumaður ykkar er milljarðamæringur, sem efnaðist á því að faðir hans var pólitískt gerður forstjóri yfir vænlegu ríkisfyrirtæki, sem síðar var einkavætt.

Í þeirri einka(vina)væðingu sat sá maður beggja vegna borðsins og sá um útboðið. Ein af kröfum útboðsin var að eignaaðild skyldi dreifð. En því var bjargað með því að eignaaðildinni var dreift meira og minna á eina fjölskyldu.  En hins vegar er búið að bjarga þessu með eignatilfluttningi, á sama hátt og ýmsir útrásarvíkingar hafa gert.

Ég skora á þig Eygló, að reyna að nálgast skattskýrslu formannsins ykkar fyrir árin 2007, 2008 og 2009. Þar ættu að koma fram raunverulegar eignir hans. Ef ég hef tekið of stórt upp í mig, hlýtur þú að leiðrétta mig.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:24

9 identicon

Er það boðlegur málflutningur, eins og hjá Svavari hér að framan, að bera sakir á fólk en bæta svo við að ef það sem sagt er sé ekki rétt eigi einhver annar að leiðrétta það? Það finnst mér ekki. Mjög ómálefnalegt.

Í morgun heyrði ég Jón Baldvin kenna Sjálfstæðisflokki og Framsókn um kvótalögin, sem kváðu á um að leyft var að framselja kvóta. Ekki trúi ég því að Jón Baldvin sé búinn að gleyma að hann var ráðherraí stjórninni sem setti þau lög, vissulega með Framsókn, en þar voru líka Jóhanna og Steingrímur. Hér er augljóslega verið að treysta á sk. gullfiskaminni almennings.  Og líka skrítið þegar Samfylkingarmenn skrifa um hrunið, þá er eins og þeir hafi ekki verið í hrunstjórninni, heldur bara Sjálfstæðisflokkurinn.  Að mínu mati er Eygló Harðardóttir málefnalegur þingmaður, sem hefur staðið sig mjög vel síðan hún kom inn á þing.

HIH (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband