XD og XS?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, náði að toga rúman helming þingflokks síns í að styðja Icesave samninginn.  

Hann talar um ískalt hagsmunamat og ég tel að þar fari Bjarni rétt með.  Undir eru gífurlegir hagsmunir, baráttan um flokkinn og hvert hann mun stefna í framtíðinni.  Þrýstingur frá fulltrúum atvinnulífsins hefur verið mikill um að ljúka málinu. 

Með þessari ákvörðun er formaðurinn að reyna að losa um heljartök ákveðinna afla á Sjálfstæðisflokknum og sýna að hann ætlar sér að vera formaður Sjálfstæðisflokksins, ekki afleysingamaður eða vikapiltur ákveðinna afla.

Hann er einnig að gefa mjög skýr merki um að hann er tilbúinn til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi, allavega með Samfylkingunni. Enda auðveldar úrlausn Icesave ESB umsóknarferlið, - sem ætti að hugnast þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem nú vill ljúka Icesave.  

Framundan eru því átök, - og hver veit nema hrunstjórnin rísi upp úr þeim eins og fuglinn Fönix?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu viðað hrunflokkurinn Framsókn sé á leið í ríkisstjórn?

Áslaug Ragnars (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 15:34

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þingmaður sem fer niður á svona plan hefur ekkert í ríkisstjórn að gera. Þetta er hvorki fyndið, frumlegt eða gáfulegt. Það er þessi tegund af pólitík sem ég hélt að væri að líða undir lok. Aulalegt innlegg.

Sigurður Þorsteinsson, 7.2.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guð hjálpi Íslendingum ef S flokkarnir ná saman í stjórn aftur!

Þá er endanlega út um alla andstöðu við aðlögunarferlið og við verðum komin inn í ESB áður en nokkur getur snúið sér við.

Við eigum að fá kosningar. Þeir sem nú sitja á þingi þurfa að endurnýja sitt umboð. Þegar síðustu kosningar fóru fram var þannig umhverfi að ekki var í raun hægt að taka neina upplýsta afstöðu. Hrunið ný orðið og enginn vissi í raun hvert það myndi leiða okkur. Skýrslan góða var ekki komin fram og flestir flokkarnir áttu eftir að taka til hjá sér.

Nú eru rúm tvö ár frá hruni, afleiðingarnar eru komnar í ljós og vitað hvað þarf að gera, þó það vefjist eitthvað fyrir ríkisstjórninni, skýrslan komin fram þó ekki sé hægt að sjá að neinn hafi beinlínis lært mikið af henni. Flokkarnir eiga reyndar eftir að taka betur til í sínum ranni, en það verður hugsanlega hægt að gera eitthvað í þeim málum í undanfara kosninga. Þá geta félagsmenn í flokkunum komið til skila þeim boðum til flokkana að þeir sem þátt áttu í ruglinu fyrir hrun, séu ekki vel séðir í framboð. Þeir flokkar sem hlusta á sitt fólk munu vinna sigra, hinir tapa.

Best væri að kjósa um leið hvort vilji er til áframhaldandi aðlögunar við ESB. Þeir flokkar sem fá umboð þjóðarinnar til stjórnarsetu geta þá unnið að því máli samkvæmt vilja hennar. Við hin getum þá hætt að karpa um þetta mál!!

Gunnar Heiðarsson, 7.2.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband