Fín ráðstefna!

Ráðstefnan um samvinnu og félagslega hagkerfið tókst með miklum ágætum þrátt fyrir smá tæknilega örðugleika í byrjun (lesist: Microsoft...). Vona ég að allir hafa farið heim fróðari um mikilvægi þriðja geirans í íslensku samfélagi. 

Hér að neðan eru glærurnar mínar um fyrirlesturinn Samvinnuhreyfingin: Er þörf á samvinnu? en að sjálfsögðu var svarið já, - það er þörf á samvinnu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæl Eygló, Samvinna er auðvitað þörf en aldrei aftur undir merkjum Framsóknarflokksins eða nýrrar samvinnuhreyfingar, SÍS. Framsóknarflokkurinn er ævarandi tengdur við spillingu meðan Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson og Alfreð og Helgi og allir þessir kónar eru lifandi og láta sjá sig á fundum flokksins. Þá skiptir þitt góða starf engu máli. Flokkurinn var þurrkaður út í borginni og getur alveg þurrkast út af Alþingi líka.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2011 kl. 16:32

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Enn fæ ég ekkert svar um hvað kom út úr sjávarútvegsráðstefnu ykkar.

Sigurður I B Guðmundsson, 5.2.2011 kl. 21:35

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sælir,

Efnið frá sjávarútvegsráðstefnunni verður bráðum birt á framsokn.is, - en því miður sat ég ekki sjálf ráðstefnuna.  Niðurstaða sjávarútvegsnefndarinnar verður svo að birt á vefnum og tekin til umræðu á flokksþinginu.

Ég benti á að SÍS borgaði 98,5% af skuldum sínum með sölu eigna ólíkt því sem við erum núna að horfa upp hjá hjá útrásarvíkingunum og föllnu bönkunum.   Þrátt fyrir það er enginn að tala um það að leggja niður hlutafélagaformið sbr. umræðan um samvinnufélögin.   Ég hef einnig bent á að völd spilla, - því er nauðsynlegt að endurnýja og stokka spilin reglulega. Það höfum við gert hjá Framsóknarflokknum.

Við bjóðum fram okkar hugmyndafræði, okkar hugsjónir og okkar fólk,  og ég er sannfærð um allt þetta á fullt erindi við þjóðina, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu.

Eygló Þóra Harðardóttir, 6.2.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband