Ráðstefna um samvinnu og félagslega hagkerfið

Á laugardaginn verður haldin ráðstefna um samvinnu og félagslega hagkerfið frá kl. 11-13 að Hverfisgötu 33.  Ráðstefnan er öllum opin.

Dagskrá:

11.00-11.05 Ráðstefnan sett. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.

11.05-11.30 Samvinna og félagslega hagkerfið. Ívar Jónsson, sviðsstjóri á Landsbókasafninu og fv. prófessor Jónasar frá Hriflu við Bifröst fjallar um félagslega hagkerfið á Íslandi, - starfsemi sem liggur milli hins opinbera og markaðarins, umfang þess og stöðu.  Félagsleg starfsemi hefur að leiðarljósi félagslega og/eða efnahagslega köllun af ýmsu tagi sem einkennist af vilja til að starfa að almannaheill án þess að lokamarkmiðið sé að hagnast á starfseminni.

11.30-11.45 Konur, samvinna og almannaheill.  Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagssambands Ísland og varamaður í stjórn Almannaheilla, heildarsamtaka almannaheillasamtaka á Íslandi fjallar um kvenfélögin, hlutverk góðgerðarsamtaka í samfélaginu og samspil við ríkisvaldið og sveitarfélög.

11.45-12.00 Æskan og samvinna.  Björn Ármann Ólafsson stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands. Fjallað verður um  hlutverk æskulýðssamtaka, þátttöku ungs fólks í starfi frjálsra félagasamtaka og samspil við hið opinbera.

12.00-12.15 Samvinnuhreyfingin: Er þörf á samvinnu?  Eygló Harðardóttir alþingismaður. Fjallað um íslensku samvinnuhreyfinguna, stöðu hennar í dag, hugmyndafræði og  lagaumhverfi.

12.15-13 Pallborðsumræður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað kom út úr sjávarútvegsráðstefnu ykkar?

Sigurður I B Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband